
Ég var með mánaðarlega þræði hér á blogginu og Instagram áður en ég fór í pásu þar sem ég skrifaði um það sem væri á mínu óskalista og þær vörur sem voru búnar að vera í miklu uppáhaldi þann mánuðinn.
Mér finnst alltaf svo gaman að segja frá þeim vörum sem falla í kramið hjá mér ásamt að fjalla um nýjar vörur sem ég er spennt fyrir svo ég hef ákveðið að halda þessu bara áfram gangandi, veit það eru fleiri sem deila slíkum áhuga.

Biotherm – Aqua Glow Super Concentrate.
Ég elska öll krem sem má nota undir venjuleg rakakrem. Þau bæði fá kremin okkar til að virka betur og gefa okkur meiri virkni en venjuleg rakakrem.
Ég sá þessa vöru ekki fyrir svo löngu og heillaðist um leið. Ég hef ekki prófað margar vörur frá Biotherm en hef bara heyrt góða hluti.
Concentrate krem eru alltaf létt en formúlan í þessu er hönnuð til að gefa húðinni meiri ljóma og raka. Hún á að endurvinna húðina og draga úr þreytumerkjum, ójöfnum húðlit og þurrki.
Varan inniheldur ákveðið innihalds efni sem er víst þekkt hjá Biotherm en það er Life Plankton™, vatn og vítamín en þau sjá til þess að húðin fá sinn fallegasta ljóma.

Guerlain – Abeille Royale Repairing Honey Gel Mask.
Ég er ótrúlega skotin í Abeille Royale línunni en þegar ég vann að blogga fyrir BOX12.is þá fékk ég aðeins meiri fróðleik um línuna og heillaðist um leið. Aðal innihaldsefni línunar er hágæða hunang sem ræktað er sérstaklega fyrir Guerlain á friðari eyju í Frakklandi. Hunang hefur græðandi eiginleika og gegnir stóru hlutverki í að endurnýja húðina okkar.
Ég er búin að hafa augastað á þessum maska mjög lengi en hann á að þétta húðina, mýkja og næra hana. Guerlain kallar þennan maska “beauty booster” Miðað við ást mína á öðrum vörum í línunni þá er ég nokkuð viss að ég verði hrifin af þessum.

Urban Decay – 24/7 Glide-On Lip Pencil “1993”
Ég nota orðið ekki varaliti nema að nota varablýant í dag líka. Ég er mjög hrifin af brúntóna / nude varalitum með örlítið dekkri varablýant sem mótar varirnar enn betur. Varablýanturinn frá Urban Decay “1993” er búinn að vera lengi á óskalistanum. Mjög fallegur brúntóna litur.

MAC – Glow Play Blush
Þið hafið örugglega séð þessa kinnaliti núna en ég er alveg með í krem kinnalita æðinu. Ég elska krem kinnaliti þessa dagana og nota þá orðið mun meira en púður.
Ég hef heyrt allt hype-ið um þessa kinnaliti og ég varð strax seld ! Mig dauðlangar í nokkra liti úr línunni en þeir eru hver á eftir öðrum fallegri. Áferðin er víst mjög skemmtileg og bráðna þeir einstaklega fallega í húðina.

Dior Forever Skin Glow Foundation
Ég hef notað gömlu týpuna af Dior Forever farðanum og elskað hann í mörg ár. Síðan formúlunni var breyt tog þeir komu út með Dior Glow þá hef ég bara heyrt frábæra hluti um farðann. Mig hefur lengi langað að prófa nýja farðann en hann á að endast ótrúlega vel á húðinni og gefa húðinni fallegan og náttúrulegan ljóma eins og nafnið gefur til kynna.

Guerlain – Terracotta Matte Powder
Guerlain sólarpúðrin eru alltaf svo klassísk! Ég elska mín og nota þau mjög mikið, finnst áferðin á þeim alltaf svo falleg, litirnir fullkomnir og lyktin af þeim er svo dásamleg ! Held það þekki flestir Guerlain aðdáendur lyktina góðu.
Nýverið kom út ný sólarpúður og ég hafði strax augun mín á Terracotta Matte. Mér finnst alltaf gott að eiga fallegt matt sólarpúður í kittinu, það er hægt að nota það í svo margt. Miðað við ást mína á hinum sólarpúðrunum þá finnst mér líklegt að þetta eigi eftir að hitta beint í mark.

Drunk Elephant – T.L.C Framboo Glycolic Night Serum.
Ég elska sýrur og elska Drunk Elephant vörurnar !
Lengi hefur mig langað að prófa T.L.C vöruna vinsælu en ákvað að láta það ógert þar til eftir meðgönguna, en á meðgöngu er ekki mælt með að nota neinar sýrur.
Formúlan inniheldur bæði AHA og BHA sýrur (Salisylic, Lactict og Glycolic sýrur) sem jafna áferð húðarinnar og vinna gegn bólgum og bólum svo dæmi sé nefnt. Varan vinnur einnig á að jafna húðlitinn, vinna gegn fínum línum og þétta húðina. Ég hef heyrt að T.L.C sé mjög áhrifarík vara en samt mild á húðinni.

MAC – Fix Plus Magic Radiance
Þessa vöru sá ég ekki fyrir svo löngu. Ég er ein af þeim sem dýrka og dái Fix+
Það er ekkert rakasprey sem kemst í staðinn fyrir Fix+
Magic Radiance hljómaði svo girnilega svo ég fór að lesa mér aðeins meira en þetta sprey er ætlað til að veita húðinni raka allann daginn, næringu og ljóma. Áferðin á að verða ótrúlega falleg, mjúk og heilbrigður ljómi.
Er mjög spennt að prófa þessa útgáfu
