Dásamlegur raki með Lancôme og Hydra Zen

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Ég uppgötvaði svo frábæran tóner þegar ég var í basli með húðina mína. Mig vantaði tóner sem veitir húðinni minni góðan raka, héldi henni mýkri og væri án alkahóls. Ég fann þá tóner frá Lancome sem heitir Lancôme Tonique Confort en síðan þá hef ég varla notað annan tóner. Kærasti minn er meira segja farinn að nota sama tóner og hann elskar hann!

Formúlan á tónernum er frekar þykk en ótrúlega mjúk. Mér finnst mjög þæginlegt að bera hann á húðina. Tóner er ætlað að loka húðinni eftir hreinsun og undirbúa hana fyrir komandi kremum. Tóner dregur einnig úr ásýnd húðhola og jafnar húðáferðina. Formúlan í þessum sér til þess að næra húðina vel og hentar hann fullkomlega fyrir þurra og viðkvæma húð. Mín húð er þó blönduð en mér finnst hann æði !
Inniheldur m.a hunang og möndlu olíu sem nærir einstaklega vel.

Nú á dögunum kom út krem sem mér var bent á að paraði ótrúlega vel með þessum tóner. Kremið heitir Hydra Zen Anti Stress Glow Liquid Moisturiser.
Ég var svo heppin að fá kremið að gjöf til að prófa. Ég sagði örlítið frá kreminu á Instagraminu mínu og viðbrögðin leyndu ekki á sér.
Hydra Zen Anti Stress Glow Liquid Moisturiser er afar létt rakakrem sem inniheldur 14 aminósýrur og hýalúrón sýru. Sýrurnar vinna afar vel saman og veita húðinni djúpann og hámarks raka. Formúlan sér einnig til að draga úr stress einkennum sem myndast hafa á húðina og styrkja hana. Miðað við hve létt kremið er þá kom það mér miki á óvart hve mikinn raka það gefur húðinni en það nærir húðina í allt að 24 tíma.
Kremið verndar einnig húðina gegn skaðlegum umhverfáhrifum líkt og mengun, veðráttu, þurru loftslagi ofl.
Það er einnig að endurnýja húðina, mýkja jafnar húðtón hennar, draga úr þurrki, þreytu og þéttir einnig húðina.
Eftir reglulega notkun af kreminu fór ég að taka eftir hve mjúk húðin mín var, hún var einnig svo fallega ljómandi og þétt í sér.
Líkt og tónerinn er það án alkahól og hentar öllum aldurshópi og öllum húðgerðum.
Ég er svo ótrúlega hrifin af kreminu og hvað það hefur gert fyrir húðina mína.

Með gjöfinni fylgdi einnig dásamlegur maski. Rose Sorbet Cryo Mask en hann sér til þess að draga úr húðholum og þétta húðina. Hann kælir húðina létt meðan hann er í notkun sem er mjög þæginleg tilfinning en ávinningur hans er einnig líka að draga úr þreytu og matta húðina. Inniheldur Salisylic Sýru, Rósa vatn og Meadowsweet þykkni. Áferðin á honum er mjög spes an hún er hálf gelkennd en samt mött. Um leið og ég hafði notað maskann tók ég eftir að húðin mín var mattari og áferðin var um leið mýkri og mun fallegri.
Maski sem er kominn til að vera í minni rútínu.

Rétt í lokinn þá verð ég að mæla með Moisturizing Rose Jelly Mask og Rose Sugar Scrub. Maskinn nota ég yfir nótt til að veita húðinni minni hámarks raka en hann veitir einnig líka góðan þétt leika í húðina.
Skrúbburinn er æðislegur, léttur og alls ekki of grófur. Hann gerir samt mjög gott gagn og nær að þurrka burt dauðar húðfrumur og önnur óhreindi af húðinni.

Ég er orðin mjög hrifin af Lancôme og hlakka til að prófa en fleiri vörur.