Clarins Instant Concealer

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Þessi færsla hafði verið vistuð í “Draft” einhverju áður en ég tók mér pásu frá blogginu. Mér fannst samt tilvalið að pósta henni ári síðar vegna ég er enn að nota þessa vöru daglega og er hún í miklu uppáhaldi hjá mér !

Clarins Instant Concealer.
Þessi hyljari er með þeim betri sem ég hef notað !
Formúlan er frekar þykk en án þess að vera of þykk á húðinni. Ég finn vel að húðin fær að anda meðan ég nota hann. Hann er einnig mjög auðveldur í notkun og blandast vel.

Ég hef notað hann mest undir augun en mér finnst hann birta fallega til undir augunum og hann er ekki að setjast í fínar línur. Hann hefur einni mjög góða þekju og hylur vel bauga, roða og bólur.

Túpan er líka mjög stór og endist hún ótrúlega lengi sem er mikill kostur.
Fullkominn hyljari fyrir alla sem vilja góða þekju með fallegri áferð.