Mon Guerlain – Bloom of Rose EDP

*Vöruna fékk höfundur að gjöf*

Pakkarnir frá Guerlain eru alltaf svo fallegir en ég fékk einmitt fallegan pakka um daginn sem innihélt nýja Mon Guerlain ilminn. Að þessu sinni er ilmurinn Parfum útgáfa af Bloom of Rose ilminum en hann er einn af mínum uppáhalds og hefur verið mikið notaður.

Það sem mér finnst skemmtilegast við Mon Guerlain ilmina er að þeir einkennast allir af sömu nótunum en hver ilmur hefur síðan sína eiginkennis nótu.
Vanilla, Jasmín og Lavender eru lykilnótur allra ilmana en Bloom of Rose ilmurinn inniheldur búlgarska rós.
Í Parfum útgáfunni er meðal annars að finna Patchouli en ég er gjörsamlega veik fyrir ilmum sem innihalda Patchouli svo þessi ilmur hitti beint í mark.
Ilmurinn er því dýpri en upprunalega útgáfan og sterkari en þó alls ekki of sterkur né yfirþyrmandi.

Ilmvatnið var umkringt fjölda rauðra rósa er hálsinn á flöskunni er einmitt fallegur, djúpur rauður litur sem minnir á rósir.

Mon Guerlain ilmirnir eru alltaf klassískir, kvenlegir en innblástur ilmanna kemur frá kvenleika, ástríðu og frelsi.
Ilmirnir eru orðnir 6 talsins og hver og einn er dásamlegur á sinn hátt.
Ég held að allir geti fundið sér sinn Mon Guerlain vegna hve einstakir og klassískir þeir eru.