Það er auðvelt að fríska upp á hárið í samkomubanninu

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Síðustu vikur hafa verið mjög skrýtnar og erfiðar fyrir marga. Við erum hér öll að díla við sama vandamálið, ekki bara þjóðin heldur allur heimurinn. Það getur ekki verið auðvelt fyrir þau sem taka þær ákvarðanir um hvað skal gera hverju sinni meta aðstæður og setja boð og bönn. Ég er því gríðarlega stollt af þessu fólki sem er að gera sitt besta til að vernda okkur hin hvort sem okkur líkar það betur eða verr, það er verið að gera þetta fyrir okkur.
Ég heyrði miklar áhyggjur hjá mörgum þegar þær fréttir bárust að hárgreiðslustofur þyrftu að loka. Fólk kvartaði yfir rót, gráum hárum, slitnum endum osfrv. Þetta er að sjálfsögðu allt gert til að vernda bæði starfsfólkið og viðskiptavini. Að kvarta yfir þessum hlutum gerir ástandið ekkert betra þar sem við erum að díla við aðstæður sem við höfum enga stjórn á.
Það er auðvitað aldrei þæginlegt þegar þægindin eru tekin frá okkur en nauðsynlegt er að muna að við þurfum að aðlagast breyttum tímum, tímum sem er aðeins stutt tímabil í lífi okkar, hagræðum okkar þægindum sem við erum vön öðruvísi og í versta falli þá erum við öll saman með ljótt hár á meðan þetta stendur yfir.

Ég sýndi á Instagraminu mínu um daginn litanæringarnar frá Moroccanoil og fékk rosaleg viðbrögð við þeim að mér finnst sniðugt að skella í eitt ýtarlegt logg.
Color Depositing Mask er frábær og einföld leið til að fríska upp á hárið meðan samkomubanninu stendur.
Samkomubannið er líka snilldar leið til að prufa nýja liti í hárið (ef allt fer á versta veg þá er maður hvort sem er meira og minna heima right?)
Allavegana, litanæringar frá Moroccanoil komu ekki fyrir svo löngu. Þær eru til í mörgum litum svo hver og einn ætti að finna næringu sem hentar sínum háralit. Einnig eru til mjög flottir litir fyrir þau sem vilja djarfa og áberandi tón í hárið.

Næringin er djúpnæring. Formúlan sjálf nærir hárið ótrúega vel, hún inniheldur nærandi efni og olíur sem gerir hárið silkimjúkt, glansandi og heilbrigt um leið.
Þær eru einstaklega einfaldar í notkun og því þarf maður alls ekki að vera smeykur að prófa þær.
Liturinn sem kemur frá næringunni er alls ekki intense en það fer að sjálfsögðu allt eftir hári hvers og eins. Tekið er tillit til lit og undirtón hársins sem ræður því hvernig litanæringin fer í hárið.

Hárið er þvegið með sjampói og því næst litanæringin sett í hárið. Mér finnst gott að greiða henni vel í gegnum hárið til að fá jafna áferð. Næringin er látin bíða í hárinu í 6 mínútur eða lengur (allt eftir hver sterkur liturinn á að vera) Gott er að prófa sig áfram og byggja sig upp.
Næringin er skoluð úr og engin þörf er á annarri næringu eftir á. Hárið verður silkimjúk og mjög auðvelt að greiða í gegn.
Liturinn skolast úr með næstu hárþvottum og er því eingöngu tímabundin.

Mér finnst þetta frábær leið til að fríska upp á hárið mitt reglulega en ég fæ mjög oft spurningar hvort sé nýbúin í litun þegar ég hef notað næringarnar.
Ég hef keypt mér litina “Champagne” og “Rose Gold” og blandað þeim saman. Ég notaði aðeins meira af Rose Gold þar sem ég vil léttan rauðan blæ en Champagne nota ég til að ýta undir ljósu strýpurnar.
Ég var svo þakklát að fá nýjar litanæringar að gjöf frá Fríðu í Regalo en ég hafði einmitt klárað mínar rétt eftir að hárgreiðslustofum var lokað.
Hér er ég nýbúin að nota litanæringuna en ég fékk mjög mörg komment um hárið mitt á þessa mynd (hér hef ég ekki farið í litun í 9 vikur.)
Gaman að sýna einnig frá því að myndirnar hér að neðan eru módelin með sömu liti og ég nota í hárið. Rose Gold er t.d. mun bleikari á stelpunni hér að neðan þar sem hún er með ljósan undirtón í hárinu.

Það er svo frábært að litanæringarnar koma einnig í litlum skvísum svo hægt er að prófa einn þvott til að mynda sér skoðun áður en heil túpa er keypt, líka snilld til að taka með í ferðalögin.

Mæli 100 % að allir prófi og fríski upp á hárið sitt. Okkur líður svo miklu betur þegar við erum sátt við sjálfan okkur og stundum þarf ekki meira en einfaldan og léttan hárþvott til.

Það er auðvelt að nálgast Moroccanoil vörurnar í Covid ástandinu en ég hef meðal annars marg oft nýtt mér þjónustu Sápu.is og Hárland.is