
Ég gæti skrifað heila bók um sýrur. Hvað þær gera, af hverju húðin okkar þarfnast þær, hversu mikið ég elska þær… já ég gæti haldið endalaust áfram.
Það eru til ótal form af sýrum sem hafa góðan ávinning á húðina okkar en í þetta skiptið ætla ég aðeins að láta mér nægja að tala um þær helstu:
AHA
BHA
PHA
Margir eru afar hræddir að nota sýrur – ég var það líka fyrst, nafnið hræddi mig eiginlega meira, en húðin okkar gagnast svo vel af því að fá smá auka búst sem við fáum ekki með kremum, hreinsun möskum osfrv.
Dembum okkur í þetta
AHA = Alpha Hydroxy Acid
AHA sýrur hreinsa yfirborð húðarinnar betur en nokkrir aðrir hreinsar og skrúbbar sem þú kemst í snertingu við.
Þessar sýrur hafa marga góða eiginleika, meðal annars að vernda húðina gegn öldrun, auka kollagen húðarinnar og virkja blóðstreymið og þar af leiðandi gefa húðinni meiri þéttleika.
AHA sýrurnar vinna vel á að jafna yfirborð húðarinnar, sýrurnar vinna gegn öramyndum, fínum línum, dökkum blettum og vernda húðina gegn bólum. Húðin verður bjartari og fær fallegan og náttúrulegan ljóma.
Þegar AHA sýrur eru notaðar byrjar húðin að endurnýjar sig, en hún létt “exfoilate-ar” húðina og losar sig við dauðar húðfrumur sem sitja oft sem fastast undir húðinni okkar.

Þegar þessar húðfrumur loks losna frá fara kremin okkar að vinna enn betur og ná enn dýpra. Venjulegir andlitsskrúbbar duga ekki á þessar dauðu húðfrumur og því er AHA sýrur frábær leið til að losa um þær.
AHA sýrur finnast oft í kremum, möskum, hreinsum, serum, tóner of hvað eina – það er afar einstaklingsbundið í hvaða formi hver og einn vill nota AHA sýrurnar.
Þessar sýrur eru oft kallaðar líka Glycolic Acid og Lactic Acid og má finna þær sýrur í allskyns styrkleika.
Lactic Acid er t.d. mildari útgáfa og henta þeim vel sem vilja milda sýru og eru viðkvæmari í húðinni. Glycolic gengur dýpra í húðina hefur áhrif mjög hratt.
Fyrir mig t.d. nota ég Lactic Acid á andlitið mitt en ég nota Glycolic á olnboga, hæla og önnur svæði á líkamanum sem ég glíma við erfiða þurrkubletti.
En AHA sýrur eru frábærar fyrir þurra húð þar sem þau næra húðina ótrúlega vel og gefa henni raka.
Best er að byrja rólega, aðeins 1-2 kvöld í viku og byggja sig upp. Við viljum ekki sjokkera húðina með að nota sterkari efni en við erum vön á hverju kvöldi. Mælt er með að nota sýrurnar að kvöldi en ef þær eru notaðar á daginn skal vernda húðina vel frá sólarljósi.
Nauðsynlegt er að muna ALLTAF eftir sólarvörn þegar AHA sýrur eru notaðar því húðin verður viðkvæmari fyrir sólarljósi.
Svo er líka mikilvægt er að lesa alltaf leiðbeiningar um. hverni skal nota vöruna.



Dæmi um AHA sýrur: (þessar sýrur hreinar. þ.e.a.s þeim hefur ekki verið blandað við krem, serum eða slíkt)
The Ordinary Lactic Acid 5% (Fæst hjá Maí Verslun)
The Ordinary Glycolic Toner (Fæst hjá Maí Verslun)
Nip+Fab Glycolic Pads (Fæst hjá Beautybox.is)
Fyrir hverja:
– Þurra húð
– Laga litabreytingar
– Jafna áferð húðarinnar
– Draga úr öramyndun.
BHA = Beta Hydroxy Acid
BHA sýrurnar vinna í dýpri lögum húðarinnar en AHA sýrur.
Þessar sýrur gegna mjög ólíku hlutverki en AHA sýrurnar.

BHA sýrurnar vinna aðalega gegn bólgum, stíflum, rósroða og minnka húðholur.
BHA sýrur eru oft þekktar sem Salicylic sýrur og þær eru mikið notaðar í vörur sem eiga vinna gegn vandamála húð sem berst við bólur.
Það gildir sama regla með þær og AHA sýrurnar að byrja þarf rólega og byggja sig upp í meiri notkun.
Ég hef notað Salisylic sýru þegar ég slæm í húðinni, oft í formi andlitshreinsa, tóner og jafnvel sem “spot treatment” á bólurnar.
BHA sýrur henta því vel fyrir stíflaða og olíumikla húð.
Það er einnig mjög mikilvægt að lesa leiðbeiningar um hvernig skal nota vöruna og muna að sjálfsögðu eftir sólarvörninni.




Dæmi um BHA Sýrur:
The Ordinary Sailicylic Acid (Fæst hjá Maí Verslun)
Paula’s Choice Skin Perfecting 2% BHA Liquid Exfoliant (Fæst hjá Fotia.is)
Nip+Fab Salicylic Pads (Fæst hjá Beautybox.is)
Nip Fab Teen Fix Pore Blaster Cleanser Night. (Fæst hjá Beautybox.is)
Fyrir hverja:
– Olíumikla húð
– Húð sem hefur bólgur, bólur og stórar húðholur
– Fílapennslar og rósroði.
PHA = Polyhydroxy Acid
PHA sýrur eru oft kallaðar frænka AHA sýrunnar. Þessar sýrur eru mun mildari en AHA sýrur og henta því vel fyrir viðkvæma húð. Þær ganga ekki eins djúpt og frænkan gerir, vinna meira á yfirborði húðarinnar og eru þar af leiðandi ekki að sjokkera viðkvæm lög húðarinnar.
Sýran endurnýjar húðina og veitir henni raka líkt og AHA sýrurnar nema á mildari hátt. Þær vernda einnig því að kollagenið veikist og jafna áferð húðarinnar. PHA sýrurnar jafna einnig yfirborð húðarinnar, veita húðinni ljóma og draga úr fínum línum.
Þar sem sýran er mjög mild má nota hana dagsdaglega, hana má einnig nota á meðgöngu en það er ekki leyfilegt með AHA og BHA sýrurnar þar sem þær eru mun sterkari.


Dæmi um PHA Sýrur:
Glow Recipe Avacado Melt Sleeping Mask (Fæst á CultBeauty.com)
Herbivore – Bakuchiol Retinol Alternative Smoothing Serum (Fæst hjá Nola)
Fyrir hverja:
– Allar húðgerðir
– Viðkvæm húð
– Jafna yfirborð húðarinnar, draga úr fínum línum, gefa ljóma.
Það er mikilvægt að aldrei má blanda þessum sýrum saman. Þ.e.a.s að nota þær á sama tíma.
Það eru hinsvegar til vörur sem innihalda bæði AHA og BHA sýrur. Þessar vörur eru oft andlitsmaskar og innihalda þá fullkomna blöndu af sýrunum sem á ekki að skaða húðina.
Of mikið af sterkum efnum getur haft skaðleg áhrif á húðina. Þess vegna er mjög mikilvægt að lesa sér vel til um hvernig skal nota vöruna, passa upp á sólarvörnina og byggja sig hægt og rólega upp í frekari notkun á þeim.
Það er einnig eðlilegt að húðin finnir fyrir léttum sting þegar sýrurnar eru notaðar. Þetta er ekki til að hafa áhyggjur af. Ef húðin verður þó fyrir meira áreiti og stingurinn er óbærilegur skal hætta að nota vöruna strax. Húðin gæti þá einfaldlega verið of viðkvæm.
Ef þið hafið spurningar eða viljið frekari upplýsingar um sýrurnar er ykkur velkomið að senda mér skilaboð.
