
** Vöruna fékk höfundur að gjöf **
Ég er mikill aðdáandi YSL og var mjög spennt þegar ég fékk þennan gullfallega ilm að gjöf um daginn. Síðan þá hef ég varla notað aðra ilmi en gjörsamlega kolféll fyrir honum samstundis.
Ilmurinn heitir Libre en Libre þýðir að vera frjáls.

Innblástur ilmsins snýst um að fagna frelsinu, að þora að gera það sem þig langar og vera akkurat sá/sú sem þú ert.

Glasið er með þeim fallegri sem ég hef átt en ég spái mikið í ilmvatnsglösunum og finnst líka alltaf skemmtilegt ef það er áhugaverð saga bakvið þau. Libre einkennist af elegance, stílhreinu glasi en það á að minna á kynþokkafullann “couture” kjól.
Hálsinn er umvafinn gulli líkt og gull hálsmen sem einkennir einstöku YSL töskurnar. Gullhúðað logo YSL er fest við glasið til að búa til ákveðið “statement”

Ilmur með dásamlegu blóma ívafi, hann er þó ágætlega þungur en þrátt fyrir það dafnar hann ótrúlega vel á húðinni og er dásamlegur á öllum !
Mamma elskar ilmvötn álíka jafn mikið og ég, svo ég varð að leyfa henni að prófa. Hún kolféll fyrir honum um leið, ég átti svo sem ekki von á öðru.
YSL Libre kom út seint á síðasta ári og hefur rokið út síðan þá.
Toppnótur ilmsins er Mandarína, Lavender og Sólber.
Hjartað inniheldur Jasmín, Lavender og Appelsínu blóm en botnin einkennist af Madagascar Vanilla, Cedar við og Musk.

Ég þekki þá tilfinningu að vera stödd í margmenni og finna allt í einu lykt af einhverjum dásamlegum ilmi ! Ilmi sem ég hreinlega VERÐ að eignast, ilmurinn sem þú nánar dáleiðist bara af… (örugglega fleiri ilmvatnsperrar sem tengja) En YSL Libre er svo sannarlega þessi ilmur. Mamma sagði einmitt við mig þegar hún fann hann fyrst á mér að hún væri búin að þefa af slóðinni minni allann tímann.
Ég mæli með að þú kíkir á hann í næstu Hagkaups ferð !
