Burstaþrif !

Tölum aðeins um burstaþrif.
Ég veit því miður um ALLT OF MARGA sem þrífa brustana sína allt of sjaldan !
Þegar viðkomandi lærir snyrtifræði eða förðun er það regla númer 1-2 og 3 að vera með hrein áhöld fyrir kúnnan. Ástæðan er að sjálfsögðu sú til að koma í veg fyrir sýkingar og óþarfa óhreindi berist á húðina okkar osfrv.
Mér finnst að þessi regla eigi að gilda hjá okkur sjálfum líka. Okkur finnst ekkert sérlega girnilegt að bursta í okkur tennurnar með óhreinum tannbursta, þrífa húðina með skítugum þvottapoka eða jafnvel fara í óhrein nærföt.
Af hverju þá að bera á þig fallegar snyrtivörur með óhreinum burstum og dreyfa þeim óhreinindum frekar yfir andlitið okkar?

Hreinir burstar gera svo miklu meira fyrir förðunina okkar. Allir litir blandast betur, formúlan sest betur á húðina og við förum einnig betur með húðina okkar að nota hreina bursta. Þannig getum við komið vel í veg fyrir óþarfa óhreinindi, stíflur, bólur ofl.

En hve oft á að þrífa burstana.
Ef þú notar burstana á annann en sjálfan þig þá er mikilvægt að þrífa burstann eftir hverja notkun. En ef burstarnir eru aðeins notaðar á þig sjálfa/sjálfan þá finnst mér gott að miða við 1x í viku (fer að sjálfsögðu eftir hversu mikið þú notar burstana,)
Ég reyni að þrífa mína bursta alltaf fyrir eða eftir helgina, þá fer ég í nýja viku með hreina bursta þá bursta sem ég nota mest í fljótandi vörur eins og farða og meik þarf ég stundum að þrífa oftar.

Mér finnst best að nota grænan uppþvottalög og volgt vatn (vatnið má ekki vera of heitt þar sem límið á hárunum getur hitnað og hárin af burstanum þar af leiðandi dottið af)
Ég nota sérstaka bursta mottu en mér finnst ég ná meira úr burstunum á þann hátt frekar en að nudda óhreinundunum úr með höndunum.
Ég keypti mína mottu á Ali fyrir nokkrum árum.

Þegar ég hef verið að nota burstana mína mikið í fljótandi vörur eins og farða, hyljara finnst mér oft erfitt að ná öllu úr burstunum.
Ég keypti mér snilldar græju hjá Beautybox sem ég veit fyrir víst að hefur auðveldað mörgum burstaþrifin.
StylPro virkar þannig að þú notar sérstakan burstavökva sem þú bleytir burstann upp í, þú festir burstann á eðalgræju sem síðan snýr burstanum á ákveðin hátt í burstavökvanum. Burstinn hreinsast vel í vökvanum en er síðan dreginn aðeins upp úr vökanum meðan hann snýr enþá til að hreinsa burt öll óhreindi og þurrka burstann. (nei hann mun ekki skemmast ef þetta er gert rétt) Burstinn verður tandurhreinn og þurr á aðeins 20 sekúndum.
Mjög hentugt þegar maður nennir ekki að bíða eftir að burstarnir þorni.
Mæli með að horfa á kennsluvideo-ið inn á Beautybox

Önnur leið til að þrífa brustana á snöggan máta er að nota Mac Makeup Brush Cleanser
Formúlan er þannig byggð að þú hellir litlu magni í þvottapoka og nuddar burstann létt upp úr formúlunni. Burstinn hreinsast og er strax tilbúinn til notkunar. Ég er alltaf með svona burstahreinsi í kittinu mínu, finnst frábært að geta þrifið augnskuggaburstana létt fyrir næsta kúnna ef ég hef ekki tíma til að bíða eftir að þeir þorni.
Þetta er einnig sniðugt fyrir þá sem eiga fáa bursta og þurfa að nota sama burstann oft í sömu förðunina með mismunandi vörum, þá virkar Mac Burstahreinsirinn fullkomlega inn á milli.
Það ber þó að hafa í huga að burstarnir hreinsast ekki eins vel á þennan hátt líkt og þegar notað er uppþvottalög eða StylPro græjuna hér að ofan. Mac Burstahreinsirinn má kalla “letingja” og hentar vel inn á milli þvotta en nauðsynlegt er að djúphreinsa burstana reglulega eins og ég nefndi hér að ofan.