
** Vöruna fékk höfundur að gjöf **
Ég hef mikið notað augabrúnavörurnar frá Urban Decay og fékk ég mikinn valkvíða þegar augabrúna línan kom fyrst á markaðinn.
Mig langaði hlest að prufa allar vörurnar. Ég verslaði mér þá “Brow Blade” sem er mjór og dásamlegur blýantur öðrum meginn en blautur penni á hinum endanum.
Penninn er fullkominn til að búa til léttar strokur sem líkjast hárum en hann er líka frábær til að búa til fake freknur .
Ég nota hann gríðarlega mikið fremst á brúnirnar mínar. Ég verslaði þá líka “Brow Endowed” en sú vara hefur greiðu sem er á öðrum endanum sem er primer, hann undirbýr hárin með því að bæði að festa þau betur og taka enn betur á móti litnum en á hinum endanum er greiða með lit.



Á dögunum fékk ég nýja vörur í augabrúnasafnið sem ég var mjög spennt að prófa.
Pakkinn innihélt bæði “Inked Brow” og “Brow Beater”

Inked Brow er augabrúna gel sem endist ótrúlega lengi á augabrúnunum. Ég prufaði vöruna fyrst á handabakinu sama morgun og ég fékk hana, swatchið haggaðist ekki allan daginn. Formúlan endist í allt að 72 klukkustundir ef ekki er þrifið með olíuhreinsi ! Hversu magnað? Þá erum við að tala um bulletproof formúlu fyrir líkamsræktina, pottaferðir ofl !
Burstinn er stífur og skáskorinn, formúlan er mjög þunn og fljótandi (minnir á blautan eyeliner)
Ég er með mjög þunnar augabrúnir og fíngerð hár, mér finnst ég ekki geta notað vöruna eina og sér, finnst formúlan heldur mikil fyrir mínar fíngerðu hár en mér finnst æði að nota Inked Brow yfir þegar ég hef fyllt vel inn í brúnirnar með blýanti, ég næ þannig að fylla vel inn í þær á þeim svæðum sem mér finnst blýantur ekki fylla nógu vel !

Brow Beater er hinn fullkomni augabrúna blýantur. Blýanturinn sjálfur er örmjór, fíngerður og skáskorinn sem gerir hann fullkominn fyrir mín fíngerðu hár. Ég næ að stjórna blýantnum mjög vel, og næ að fylla vel inn í brúnirnar. Á hinum endanum er fíngerð greiða sem greiðir ótrúlega vel út og nær að jafna áferðina á augnhárunum enn frekar.
