Verndaðu og nærðu hárið með Moroccanoil

** Vörurnar fékk höfundur að gjöf **

Þegar litið er í skúffuna þar sem ég geymi hárvörurnar mínar, það fer ekki á milli mála hvað uppáhalds hárvörumerkið mitt er.
Ég hef notað vörurnar frá Moroccanoil í ágætan tíma núna, mér finnst ótrúlega gaman að prufa önnur merki, aðrar týpur af sambærilegri vöru og sjá hvort það sé eitthvað betra þarna úti fyrir hárið mitt, en ég enda alltaf aftur hjá Moroccanoil

Ég fann það um leið hversu vel Moroccanoil átti við hárið mitt, það gaf því svo mikla næringu um leið, létti það (ég er með mjög þungt og gróft hár) og hélt því einfaldlega heilbrigðu.
Það sem mér finnst skemmtilegt við vörurnar er að þeim má blanda svo skemmtilega saman, Moroccanoil olían vinsæla má nota á allskyns hátt, blanda út í aðrar krem vörur, setja í hármaska, í næringu osfrv, þannig nær maður að hámarka virknina svo vel.

Ég fékk svo fallegan pakka um daginn frá Moroccanoil sem innihélt margar af mínum uppáhalds vörum, meiri hluta varanna hef ég skrifað um áður og hefur álit mitt á þeim ekkert breyst, ég set slóðina af þeim bloggum neðst.
Í pakkanum voru einnig vörur sem ég hef ekki prófað áður en var gríðarlega spennt fyrir.

Hydrating Style Cream
Ég var mjög spennt fyrir þessari vöru þar sem ég er afar hrifin af Hydration sjampóinu og næringunni. Það sjampó hefur gert rosalega mikið fyrir hárið mitt, meðal annars haldið því mjög mjúku, heilbrigðu. Hárið mitt er léttara og hefur svo fallegan glans. Ég finn mikinn mun ef ég skipti um sjampó og næringu svo ég hef alfarið haldið mig við Hydration línuna.
Hydrating Style Cream er ætlað að veita hárinu næringu og temja “frizzy” hár. Þetta er hálfgert leave-in næringar krem sem gefur hárinu líka mikla mýkt án þess að fita það. Fullkomið í blástur eða í þurrt hárið til að temja það örlítið.

Ég blanda þessu við Moroccanoil olíuna þegar ég blæs hárið og finn hve mjúkt og fallegt hárið verður. Mér finnst líka æði að skella smá í hárið mitt daginn eftir til að temja þessu litlu hár sem erfitt er að temja. Argan Olía hjalpar til við að gefa hárinu fallegan glans sem ég elska, hárið virkar svo heilbrigt og fallegt. Þetta er klárlega vara sem verðr Must Have hjá mér.

Perfect Defense
Perfect Defense er hitavörn fyrir hárið.
Ég viðurkenni ég held ég hafi aldrei notað hitavörn í hárið mitt áður en ég blæs og slétta það. Ég er vön að setja ákveðnar vörur í hárið mitt fyrir blástur en enga sérstaka vörn.
Ég var því mjög spennt að sjá þessa vöru því vonandi kemur hún mér af stað að vernda hárið mitt enn frekar.
Hitinn af hárblásaranum, sléttujárninu og öðrum tækjum fara gríðarlega illa með hárið okkar. Við eigum miklum peningum í klippingu, litun ofl til að halda hárinu okkar heilbrigðu en skemmum það örlítið með tímanum þegar heim er komið með að nota ekki réttu vörnina í hárið. Ég hef núna prufað þetta i nokkru skipti og er að elska þessa vöru.
Vörnin kemur í léttu úðaformi og inniheldur hún nærandi arganolíu og vítamín sem endurnærir hárið og vernda það gegn hita tækjana, allt upp í 230°

Til að fá sem mestann árangur skal nota vörnina áður en aðrar vörur eru notaðar í hárið, vörnin legst þá beint á hárið en ekki aðrar vörur og nær því að vernda það enn frekar. Spreyið um nokkrum cm frá hárinu í rakt hárið, blásið og sléttið /krullað
Einnig má nota vörnina daginn eftir fyrir létt “touch ups”

Mér er alveg óhætt að segja að þessar vörur séu komnar til að vera í Moroccanoil skúffunni góðu, það kom mér svosem ekki á óvart þar sem ég hef ekki enn rekist á vöru sem hentar mér ekki frá merkinu.

Eins og ég sagði hér að ofan hef ég bloggað áður um nokkrar vörur frá Moroccanoil sem ég nota enn í dag gríðarlega mikið

Hydration vs Smooth Sjampó
Ég fjalla um hér muninn á Hydration línunni og Smooth. Í dag nota ég miklu meira Hydration línuna eins og ég talaði um hér að ofan. Mér finnst þó frábært að eiga Smooth sjampóið og næringuna inn í skáp þar sem hárið mitt getur orðið erfitt að temja af og til. Með nokkrum þvottum af Smooth sjampóinu finnst mér ég hafa náð að temja “frizzy” hárin enn frekar en ég enda alltaf á að fara aftur í Hydration sjampóið.

Mínar uppáhalds hárvörur
Þessi listi hefur ekkert breyst nema að fleiri vörur hafa bæst við. Eins og Curl Defining Cream , Hydrating Style Cream og Color Depositing Mask (en það kemur blogg um þær næringar síðar.)

Protect & Prevent Spray
Nauðsynjar vara fyrir öll hár. Þessa vörn hef ég notað gríðarlega mikið en hún er að vernda hárið okkar gegn skemmdum sem koma frá sólinni og öðrum skaðlegum umhverfisáhrifum. Mæli 100% og get ekki verið án hennar.