Monthly Wishlist – APRIL 2020

Mánaðarlegi óskalistinn er mættur !
Í samkomubanninu hef ég legið töluvert lengur yfir tölvunni og skoðað allskonar snyrti og húðvörur. Lesið mér til um ný merki, innihaldsefni og fleira.
Óskalistinn er orðinn mjög langur en ég elska að skrifa niður allt sem heillar mig strax – ég tek mér yfirleitt svo lengri tíma síðar að fræðast frekar um vöruna sem ég skrifaði niður og ef mér líkar við hana enn jafn mikið og fyrst fær hún sitt pláss á óskalistanum góða.
Einhverjar vörur hef ég rætt um á Instagraminu mínu en aðrar hafa bæst við

  1. St.Tropez – Tan Enhancing Body Moisturiser
    Ég elska brúnkukrem, mér líður alltaf svo vel þegar ég er er með smá brúnku og ferskleika.
    Ég reyni að undirbúa húðina vel áður en ég set á mig brúnku, skrúbba gömlu brúnkuna burt og allar dauðar húðfrumur.
    Ber á mig gott og nærandi krem til að fyrirbyggja þurrkubletti og brúnkan fari sem fallegast á.
    Þetta BodyLotion hefur verið í smá tíma á óskalistanum en það er sérstaklega hannað til að hjálpa brúnkunni að endast í allt að 3 daga lengur.
    Stundum finnst mér brúnkann vera allt í einu orðin svo ljót og nánast farinn á aðeins örfáum dögum svo ég er mjög spennt fyrir þessu ef þetta getur haldið henni aðeins lengur.
    Fæst t.d. hjá Beautybox.is
  2. First Aid Beauty – Lab Retinol Eye Cream
    Létt augnkrem sem hjálpar til að vinna á fínum línum og hrukkkum í kringum augnsvæðið.
    Inniheldur Retinol sem er Vítamín A en það er þekkt fyrir að vinna afar vel á öldrunareinkennum og fyrirbyggja ný einkenni. Ég hef notað mikið Vítamín A vörur á húðina en aldrei í kringum augun (Retinol getur verið mjög sterkt og ber að varast við fyrstu kynnu að nota of sterka formúlu eða of mikið) þess vegna hef ég aldrei notað það á augnsvæðið.
    Með reglulegri notkun á kremið að vinna gegn fínum línum, veita augnsvæðinu raka, þétta húðina og draga úr raka.
    Fæst hjá Fotia.is
  3. Guerlain – Abeille Royale Replenishing Eye Cream
    Ég hef séð marga dásama þessu augnkremi
    Ég er mjög hrifin af Abeille Royale línunni frá Guerlain og finnst hún henta húðinni minni mjög vel og er því mjög spennt fyrir þessu augnkremi 
    Það á að mýkja og endurvekja augnsvæðið ásamt að draga úr fínum línum  og minnka þrota.
    Er búin að vera að leita mér af góðu augnkremi til að nota á daginn og þetta kemur mjög sterkt til greina.
  4. Tatcha – The Rice Polish Classic 
    Ég keypti mér mínar fyrstu Tatcha vörur ekki fyrir svo löngu og ég ótrúlega hrifin.
    Mér líkar mjög vel við þær og er strax farin að skoða meira úrval sem merkið hefur upp á að bjóða.
    Eftir smá lestur og YouTube gláp hef ég haft augastað á þessari vöru en þetta er Hrísgrjóna og Papaya Enzym.
    Formúlan er eingöngu duft sem breytist í létta leðju þegar hún kemst í snertingu við vatn. Hreinsar í burtu dauðar húðfrumur án þess að erta húðina, ræna hana raka og húðin verður víst silkimjúk eftir fyrstu notkun.
  5. Jean Paul Gaultier – So Scandal
    Ég ELSKA þegar Jean Paul Gaultier kemur með nýja ilmi á markaðinn. Mér finnst svo gaman að fylgjast með þessum hönnuði og sjá hvað hann gerir næst en hann er einmitt svo óhræddur að fara óhefðbundnar leiðir – þá oftast mjög djarfar leiðir.
    Scandal ilmirnir hans hafa verið í mjög miklu uppáhaldi hjá mér og eru ilmir sem ég mun koma til með að eiga alltaf. Núna hefur bæst við nýr sem ber nafnið So Scandal. Glasið líkist hinum úr línunni en ilmurinn ber þennan dallega djúp rauða lit. Aðal nótur ilmsins eru Jasmín, Tuberose og Orange Flower.
  6. YSL – Touche Éclat LE Teint Creme
    Einn af mínum uppáhalds förðum er YSL Touche Éclat farðinn – þessi gamli góði.
    Nýverið sá ég að YSL er að koma með nýjann, Touche Éclat LE Teint Creme
    Hann á að veita húðinni fulla þekju með fallegum ljóma sem mun endast og endast en áferðin á honum en afar létt miðað við þekjuna.
    Farðinn gefur húðinni 24klukkustunda raka og verndar hann húðina einnig gegn raka og mengun.
    Húðin verður bjartari og jafnari. Í formúlinni er Macadamia Olía sem eykur heilbrigði og ljóma húðarinnar allan daginn.
  7. Herbivore – Phoenix RegeneratingFacial Oil 
    Herbivore er orðið eitt af mínum uppáhalds vörum þessa dagana en ég er að undirbúa blogg um merkið og þær vörur sem ég hef verið að nota svo ég ætla ekki að fara of djúpt í það núna. En ég er sífellt að kynna mér vörurnar betur og betur og óskalistinn stækkar heldur betur með því.
    Þessi olía hefur átt hug minn í góðan tíma núna. Ég á einmitt olíu frá Herbivore sem ég elska og hef notað mikið undanfarnar vikur og er því mjög spennt fyrir þessari en hún gegnir öðrum hlutverkum.
    Phoenix olían inniheldur t.d. rosehip olíu, hún er að næra og þétta húðina. Birtir, veitir raka, dregur úr sólarskemmdum meðal annars