Monthly Favorites – APRIL 2020

Eins og ég hef oft komið að þá er ég mjög dugleg að skipta um vörur, prufa nýjar osfrv. Ástæðan er sú að mér líkar ekki vörurnar sem ég hef verið að nota fyrir breytingu heldur finnst mér svo gaman að uppgötva nýja hluti, læra af þeim og sjá hvað þær gera fyrir mig.
Þegar ég hef notað sömu vöruna til lengri tíma segir það mér oft mjög mikið – að mér hlýtur virkilega að líkja vel við vöruna.

Hér eru nokkrar af mínum mest notuðu vörum núna í Apríl.
Allar vörur merktar ** eru vörur sem ég hef fengið í gjöf. Það speglar ekki álit mitt á þeim en ég er alltaf hreinskilin um álit mitt á þeim vörum sem ég fjalla um.

  1. Charlotte Tilbury – Filmstar Bronze & Glow Contour Duo
    Ég er mikill aðdándi Charlotte Tilbury varanna, ég elska allt við þær.
    Eftir ég keypti mér þessa dásamlegu skyggingarpallettu hef ég varla notað aðra. Mér finnst allt svo dásamlegt við hana. Pakkningarnar eru gullfallegar, liturinn er svo fallegur. Léttur en kaldur.
    Highlighterinn er gullfallegur og hefur hann verið mikið notaður. Hinn fullkomni ljómi án þess að vera of mikill !
    Mér finnst formúlan ágætlega litsterk, auðvelt að byggja upp litinn frekar. Hann bráðnar vel og fallega inn í húðina.
  2. Moroccanoil – DryShampoo **
    Ég reyni að þvo á mér hárið 2-3x í viku, síðan ég fór að gera það en ekki þvo það á hverju kvöldi eins og ég var vön hef ég séð mikinn mun á hárinu mínu. Það er þykkara og heilbrigðara.
    Inn á milli þvotta hafa þurrsjampóin verið afar mikið notuð en ég er mjög pikký á þurrsjampó. Annað hvort finnst mér þau of hvít, of stíf, vond lykt eða hrynja/molna eins flasa úr hárinu.
    Eftir ég kyntist Moroccanoil Þurrsjampóinu hef ég ekki notað annað. Það hefur allt sem ég vil.
    Lyktin er dásamleg, (ég fæ sérstaka formúlu fyrir dökkt hár)
    Ég vil alltaf hafa Volume í rótinni en fýla ekki að spreyja rétt af þurrsjampói og hárið er bara ofurstíft. Þetta gefur hárinu svona milli stífleika og flott Volume, hrynur ekki og gefur mér ekki hvítar rákir í rótina.
    Ég hef farið í gegnum all nokkra svona brúsa.
  3. Biotherm – Aqua Super Concentrate **
    Ég hef verið að nota þetta núna í nokkrar vikur og er mjööög hrifin.
    Ég var vön að nota Clinique concentrate á hverjum degi en hef skipt því út fyrir þetta í bili.
    Concentrate nota ég sem fyrsta skrefið eftir hreinsun í húðrútínunni minni á daginn en eftir örfá skipti fór ég að sjá fallegan árangur á húðinni.
    Húðin hefur verið silkimjúk, þéttari og fallega ljómandi. Formúlan er þunn og létt og fer hún hratt innn í húðina.
  4. Lancome – Rose Sorbet Cryo Mask **
    Þennan maska hef ég elskað frá fyrstu notkun. Áferðin á honum er mjög spes en frekar gelkennd en mött.
    Hann inniheldur vægt magn af Salicylic Acid sem þéttir húðholurnar, mattar húðina á mjög fallegan hátt og mýkir hana.
    Hann þarf að vera á aðeins í 5 mín og þú sérð árangur samstundis. Létt og ofurþæginleg kuldatilfinning fer um húðina meðan hann er notaður en ég elska svona maska sem láta finna létt fyrir sér meðan þeir vinna.
    Hann hefur verið ótrúlega mikið notaður hjá mér og er ég komin langt á leið með mína fyrstu dollu en ég nota hann a.m.k 1x í viku.
  5. Guerlain – Terracotta Light
    Terracotta sólarpúðrin eru mín uppáhalds.
    Áferðin, litirnir og að sjálfsögðu lyktin spila vel saman í fallegustu sólarpúður sem ég á.
    Undanfarið hef ég verið afar hrifin af Light útgáfunni en hún gefur afar létta áferð en púðrið inniheldur léttan lit af sólarpúðri líka.
    Mér finnst það gefa mér svo fallegt og sumarlegt ívaf með smá tón af ljósbleiku í kinnbeinunum.
    Ég hef notað púðrin sem ég á mjög mikið og það sér ekki á þeim.
    Mæli 100% með
  6. Clarins – SOS Primer
    100% mínir uppáhalds farðagrunnar !
    Ég á 3x liti sem ég skiptiast á að nota en ég nota einn af þeim í hvert skipti sem ég farða mig. Annað hvort hef ég verið að nota þá eina og sér eða blanda þeim út í aðra farðagrunna.
    Til eru margir litir sem gera ólíka hluti fyrir húðina, ( t.d. sá græni dregur úr roða, sá fjólublái dregur úr þreyttri og líflausri húð) Við erum öll svo ólík að allir geta fundið sér hinn fullkomna farðagrunn hér.
    Formúlan er létt og auðvelt er að bera hana á húðina. Þeir jafna húðina fullkomlega og gefa henni mjög fallegan og náttúrulegan ljóma.
    Oft duga þeir einir og sér og húðin verður ótrúlega falleg.
    Dásamlegir fyrir brúðarförðun.
    Litirnir sem ég á (talið frá vinstri) eru nr 1 – 3 og 6
  7. Herbivore Bakuchiol – Retinol Alternative Smoothing Serum
    Ég er örugglega að fara tala mikið um þetta merki á næstunni en ég kolféll fyrir því um leið og ég prófaði þetta serum.
    Þetta serum inniheldur 1% af PHA sýru sem er afar mild og hentar því vel fyrir allra viðkvæmustu (+ hana má nota á meðgöngu jeey!)
    Ég get þá loks fengið sama ávinning (í minna magni) og það sem AHA sýrur gera fyrir húðina)
    Þetta serum er að jafna fínar línur, gefa mér raka, jafma áferð húðarinn og veita mér ljóma. Eftir örfá skipti sá ég mikinn mun á húðinni. Hversu slétt og heilbrigð hún var.
    Ég nota þetta alltaf sem mitt fyrsta serum en hef yfirleitt verið að nota annað yfir til að fá enn meiri árangur.