Pure Shots | YSL Beauty

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Ég stór efa að það eigi einhver eftir að heyra um þessa línu
Mér finnst ég sjá hana út um allt !
Svo falleg, svo elegant og líka svo spennandi.

Línan innheldur 4x serum, eitt krem og Essence.
Hvert serum gegnir ólíkum tilgangi en þau eru allt frá að tóna andlitið, draga úr fínum línum og veita húðinni ljóma.
Kremið heitir svo skemmtilegu nafnið eða Perfect Plumper Face Cream og það sem ég hef lesið mér til gerir það akkurat það, þéttir og tónar húðina.

Höfundur fékk Night Reboot Resurfacing Serum að gjöf – aðrar vörur á mynd eru fengnar að láni

Ég fékk Night Reboot Resurfacing Serumið frá YSL á Íslandi að gjöf og er gríðarlega spennt að prófa.
Serumið er tvífasa og þarf því að hrista það vel svo þú fáir allt úr formúlunni. En formúlan er sérstakleag hönnuð til að hreinsa húðina, endurvinna á húðáferð, veita raka og mýkja. Einnig veitir hún húðinni miklum og fallegum ljóma.
Serumið inniheldur Glýkól sýru sem hreinsar burtu dauðar húðfrumur og jafnar áferð húðarinnar, nærandi olíur sjá til þess að húðin sé vel nærð og Moonlight Cactus Flower sér til þess að dauðu húðfrumurnar séu bak og burt og læsir rakanum í húðinni.
Þreytt húð verður meira heilbrigðari, bjartari og fallegri á aðeins einni nóttu.

Ég hef því miður ekki fengið tækifæri til að prófa vöruna enþá þar sem ekki er mælt með að nota glýkólsýru á meðgöngu. Ég á þó mjög lítið eftir að þessari meðgöngu og er ég gríðarlega spennt að geta prufað og fylgst vel með húðinni þar sem ég hef ekki notað neinar vörur sem innihalda sýrur í langan tíma núna. Ég mun deila með ykkur reynslunni í sumar.

Gott er að hafa í huga að nota alltaf góða sólarvörn þegar vörur sem innihalda sýrur eru notaðar.