Mínir mest notuðu varalitir atm

Ég er afar einföld þegar kemur að varalitum og er ekki mikið fyrir bjarta eða áberandi liti. Af og til reyni ég að nota rauða varaliti en ég held að óöryggið í mér sé enn til staðar svo ég geti rokkað þá heilan dag, mér finnst ég einhvern alltaf verða að laga mig og laga varalitinn.
Mér líður alltaf best með nude varaliti og helst þá út í brúntóna. Ég var að hugsa um daginn að það eru ekki mörg ár síðan ég var mikið með bleiktóna liti en í dag finnst mér þeir alls ekki fara mér, gaman hvað þetta breytist bara allt í einu.

Ég á alveg þó nokkra varaliti sem ég nota mikið og dagsdaglega og er dugleg að breyta til og það var virkilega erfitt að velja bara nokkra en þessir hér sem ég ætla að telja hér að neðan eru búnir að vera mikið notaðir undanfarið.

Huda Beauty – Anniversary
Vanalega er ég ekki hrifin af mjög möttum varalitum. Formúlan í þessum er mött en þó pínu kremuð svo varirnar þorna alls ekki upp.
Ég hef notað hann mikið og finnst hann fullkominn við allt ! Þetta er með þeim fáu möttu varalitum sem ég fýla að ganga með allann daginn.
Brúntóna litur með smá bleikum tón.

Maybelline “715” 
Minn mest notaði varalitur hingað til. 
Ég ELSKA hann. Hann gengur við allt, allar farðanir, allann klæðnað og mér finnst hann alltaf jafn flottur. Mér finnst ég vera með svo djúsí varir þegar ég nota hann. Það er bara eitthvað við formúluna og litinn. 
Formúlan er mjúk, glansandi, liturinn er mjög léttur og hentar því vel hvers dags líka.

Gosh Luxury Nude Lips “003”
Mjög litsterk og flott formúla. Hann helst ótrúlega vel á vörunum og frekar mattur en kremaður. Þurrkar alls ekki upp varirnar mínar en þó hann sé litsterkur finnst mér mjög auðvelt að stjórna honum og byggja hann upp

CHANEL Coco Rouge Flash 54
Þessi dásamemdar formúla er í miklu uppáhaldi.
Formúlan er gerð úr smjör og olíu sem bráðna á vörunum og breytast í gegnsæja formúlu. Litirnir eru þó mjög litsterkir. Næringarík olia nærir varirnar í allt að 8 tíma. Þessi litur er mjög látlaus en gerir þó svo mikið fyrir látlaust lúkk

MAC “Yash”
Þennnan uppgötvaði ég um áramótin, mjög fallegur, hlýr brúntónalitur sem tónir við hvaða tilefni sem er. Formúlan er líka mött, mér finnst erfitt að hafa hann allan daginn og verð að skipta yfir eitthvað næringameira inn á milli eða nota gloss með. En liturinn er í miklu uppáhaldi og gríp ég mikið í hann dagsdaglega.

Mac – Viva Glam II
Það þekkja örugglega allir Viva Glam og góðgerðar söfnunina Aids Fund. Finnst æði að geta styrtk svona flott málefni.
Ég hef notað þennan lit mjög mikið síðan ég keypti hann. Formúlan er aðeins kremaðri finnst mér en YASH og meiri glans, hann er einnig aðeins bleikari og nota ég hann ekki eins mikið í dag og eftir að ég fékk YASH en ég varð að hafa hann með því hann er samt sem áður mikið notaður.