Íslenskt dekur

** Vörurnar fékk höfundur að gjöf **

Það er svo gaman að styðja við íslenska framleiðslu, maður verður alltaf svo afar stollt af öllum flottu íslensku frumkvöðlunum.
Á dögum fékk ég afar fallegan dekur pakka frá íslenska merkinu AK Pure Skin.

AK Pure Skin stendur fyrir húðvörur sem eru eingöngu framleiddar á Íslandi. Vörurnar henta öllum húðgerðum, bæði konum og körlum.
Íslenska vatnið er lykilinn í húðvörunum sem mér finnst svo skemmtilegt ! Öll innihaldsefni eru laus við skaðleg efni og inniheldur formúlan eingöngu gæða efni sem hámarka eiginleika vörunnar. Raki gegnir miklu hlutverki í öllum vörunum og er ég einstaklega hrifin af því þar sem við getum aldrei fengið of mikinn raka í húðina okkar.

Vörurnar eru 4 talsins. Ég hef verið prófa mig áfram með vörurnar núna og get sagt að þær eru allar dásamlegar !
Ilmurinn af sumum vörunum minnir mig á piparmyntu gufuna í Laugum Spa ! Ég hef verið að grípa í vörurnar þegar vil taka gott dekur kvöld en það sem mér finnst svo frábært við línuna er að hún inniheldur allt sem þú þarft fyrir dekur kvöldið – maskann, brúnkuna og skrúbbana.

Face Gel Scrub:
Dásamlegur skrúbbur sem er strax kominn í mikið uppáhald. Fyrsta skipti sem ég prófaði hann þá fann ég að hann gaf mér góða kælandi tilfinningu þegar ég nuddaði honum við andlitið, elska svona húðvörur sem gefa mér smá góða og róandi tilfinningu.
Þetta hefur verið eini skrúbburinn sem ég hef gripið í núna.
Húðin verður ótrúlega slétt, mjúk og frískleg strax við fyrsta skipti. Ég er farin að nota þennan 1x í viku og mun klárlega kaupa mér annan !
Hann er alls ekki ertandi á húðinni, Jojoba perlur hreinsa í burtu dauðu húðfrumurnar og ensím sér til þess að hreinsað sé vel úr svitaholum.
Dásamleg myntu lykt af honum en alls ekki of intense.

Face Gel Mask
Ég hef verið að nota maskann á kvöldin þegar ég hef skrúbbað húðina en formúlan er afar létt og þæginlegt er að bera hann á sig.
Morgunfrú og agúrka eru aðalinnihalds efnin í maskanum sem mýkja húðina og róa hana. Hann hentar öllum húðgerðum en hann er örugglega fullkominn fyrir mjög viðkvæma húð líka. Hann gefur góðan raka og húðin verður ótrúlega mjúk eftir á (sérstaklega ef parað er saman með skrúbbnum)

Body Scrub
Þessi skrúbbur er kominn til að vera ! Ég er húkkt !
Lyktin af honum minnir mig á piparmyntu gufuna í Laugum Spa, algjör dekur !
Hann er samsettur úr hágæða Epsom söltum og Jojoba perlum. Skrúbburinn fjarlægir dauðar húðfrumur og kemur blóðrásinni af stað.
Hann er ekki þurr svo hann er ekki ertandi á húðina. Ég ber hann á þurra húð og nudda honum vel á húðina í hringlaga hreyfingum. Líkt og andlitsskrúbburinn þá gefur hann dásamlega kælandi tilfinningu en húðin verður eins og silki eftir á.

Face Tan Water
Brúnkuvatnið vinsæla var ég búin að nota í smá tíma áður og gjörsamlega elska það.
Þetta er hálfgerð þunn olía sem inniheldur virk efni fyrir húðina, róa hana og veita henni raka. Brúnkuvatnið gefur húðinni ótrúlega fallegan lit en auðvelt er að stjórna hversu intense lit húðinn fær. Mér finnst best að gera húðrútínuna mína eins og ég er vön, bíða eftir að öll krem séu farin vel inn í húðina og pressa vatninu svo létt inn í húðina. Einnig er hægt að blanda vatninu við rakakremið til að fá minni lit

Byrjun maí mánaðar kom ný vara frá AK Pure Skin en það er rakaserum. Miðað við hrifningu mína á allir línunni er ég gríðarlega spennt að prófa það og held það parist einstaklega vel með andlitsvörunum.

Vörurnar fást meðal annars í verslunum Hagkaup, Lyf og Heilsu og Lyfju.

.