So Scandal !

Jean Paul Gaultier er einn af mínum uppáhalds ilmvatnshönnuðum!
Hann býr ekki bara til dásamlega ilmi heldur er hann duglegur að sjokkera allan með djörfum pakkningum, hugmyndum og “concepti” í hvert skipti með nýjum ilmi.
Mér finnst alltaf svo spennandi að vita þegar hann er að gefa út nýjan ilm og sjá hvað hann gerir næst.
Ekki er svo langt síðan hann gaf út ilmvatnslínuna Scandal en ég elska hvern einn og einasta ilm úr línunni og á erfitt með að gera upp við mig hver er uppáhalds.

So Scandal er nýjasti ilmurinn úr línunni og leyfist mér að segja að hann er trylltur ! Allir ilmirnir eiga það sameiginlegt að bera smá þunga með sér en alls ekki yfirgnæfandi, þeir aðlagast húðinni svo vel að ilmurinn lyktar betur og betur með tímanum sem líður.
Ég var stödd í verslun um daginn þegar ég var stoppuð af stelpu sem varð ég vita hvaða ilmvatn ég væri með, var svo gaman að geta sagt henni frá þessum nýja ilm, hún var algjörlega dolfallinn. (Yfirleitt er það ég, ilmvatnsperrinn sem stoppar aðra)

Ilmirnir búa einnig allir yfir miklum kynþokka en hver á sinn hátt. Allir búa þeir yfir innblæstri yfir villtu kvöldi í París, óþekku og dökku hliðinni.
So Scandal ilmurinn ber örlítið öðruvísi glas en hinir 3 ilmirnir, en liturinn sem valinn var er hindberjableikur.
Nótur ilmsins eru meðal annars Orange Flower, Tuberose og Jasmín.
Hann er sætur, ferskur en mjög dularfullur finnst mér.

Á Instgraminu mínu finnur þú gafaleik þar sem þú ásamt vin/vinkonu getið unnið sitthvorn ilminn
Smelltu HÉR til að taka þátt.