Hvað gerir C-Vítamín fyrir húðina?

C-vítamín er algjört undur fyrir húðina okkar.
Margir skilja ekki alveg hvað vítamínið gerir fyrir húðina okkar og í hvaða tilgangi sé gott að nota húðvörur sem innihalda C-vítamín

C-vítamín gefur húðinni mikil og góð andoxunarefni. Séu húðvörur bornar á húð sem innihalda vítamínið mun það hafa góð áhrif á húðfrumurnar og hafa rannsóknir sýnt það að Vítamín C hjálpar til við að vinna gegn litaskemmdum í húðinni, bæði öldrunarblettum, sólarskemmdum eða öðrum litabreytingum, t.d sem geta komið á meðgöngu.
Vítamín C er einnig afar kraftmikið að berjast gegn fínum línum og halda húðinni bjartri, jafnari og heilbrigðari.

Mér finnst afar gott að grípa í húðvörur sem innihalda Vitamín C þegar mér finnst húðin mín, þreytt – ég hef verið undir miklu álagi, húðin er líflaus og vantar smá pick me up.

Björt og falleg húð er oft merki um heilbrigða húð.

Nokkrar af mínum uppáhalds vörum sem innihalda Vítamín C

GlamGlow – Flashmud
Ég hef elskað þennan maska frá því ég prufaði hann fyrst fyrir nokkrum árum. Hann er alveg dásamlegur og gefur þér sýnilegan árangur strax.
Hann inniheldur létt korn en maskinn er settur á húðina með hringlaga hreyfingum og látinn bíða ca. 20 mínútur. Húðin er strax jafnari og litur hennar bjartari. Daginn eftir finnst mér húðin vera mun ferskari en daginn áður og nota ég hann þvi oft kvöldið áður en ég hef eitthvað stórt planað.

Drunk Elephant – C-Firma Day Serum
Þessi formúla er alveg frábær. Serum sem nota má á daginn undir önnur krem.
Formúlan er hálf olíukennd en ekki þó mikil olía að húðin verður glansandi. Serumið er stútfullt af andoxunarefnum fyrir húðina og dregur vel úr litablettum.
Ég er afar hrifin af þessu serumi og sé árangur virkilega hratt.

Shiseido White Lucent Overnight Cream & Mask ** Gjöf
Þessi dásmedar maski inniheldur ekki beint Vítamín C en formúlan er búin til úr tækni með sömu eiginleikum, til að birta upp ójafnan lit í húðinni og jafna áferð hennar og litarhaft.
Ég elska þennan maska og hef mikið notað hann, Hann er kremkenndur og fer auðveldlega á húðina. Ekkert klístur.
Ég set hann á mig sem síðasta skrefið í húðrútínunni minni og sef með hana alla nóttina.
Árangurinn er sýnilegur hratt en eg hef notað hann 3x í viku þegar ég er sem verst.

Elizabeth Arden – Vitamin C Ceramide Capsules *Gjöf
Serum ambúllurnar hjá Elizabeth Arden eru í miklu uppáhaldi og er Vítamín C ambúllurnar engin undantekning.
Formúlan er 178 sinnum virkari en hefðbundið C vitamin. Ástæðan er sú að það er í olíuformi og húðin tekur enn betur við því.
Serumið birtir húðina, bætir allan ljóma, jafnar húðlitinn, minnkar dökka bletti og vinnur gegn öldrun.
Einnig eykur serumið kollagen og elastin í húðinni.
Dásamlegt serum þegar þú vilt jafna húðlitinn en fá góða virkni um leið.

NipFab Vitamin C Fix Cleanser
Andlitshreinsir sem ég hef notað í góðan tíma núna.
Mjög frísklegur á húðina, með gelkennda áferð og freyðir örlítið þegar hann kemst í snertingu við vatn.
Litarhaft húðarinnar jafnar sig með tímanum og húðin verður bjartari og ferskari. NipFab er með heila línu sem inniheldur C-vítamín sem eru vörurnar allar ólíkar en frábærar á sinn hátt.

Mér finnst einnig mikilvægt að nefna að C-vítamín má finna í öllum formum.
Bæði hreinsi, maska, serumi og kremi. Einnig er til fjöldinn allur af allskonar C-Vítamín Treatment sem bústar húðina á stuttum tíma.