Guerlain – Super Aqua Emulsion

** Vöruna fékk höfundur að gjöf

Ég elska Guerlain. Ég elska allt við Guerlain.
Húðvörurnar, snyrtivörurnar, lyktina, virknina, söguna. Já bara allt !

Fyrir nokkrum vikum fékk ég forskot á sæluna og ég fékk að gjöf nýjung sem ég hef beðið eftir að deila með ykkur en hún er nú loks mætt í búðir !
Super Aqua línan frá Guerlain er lína sem einblýnir hvað mest á rakann, að drekkja húðinni í sem mestum raka og vinna þannig gegn öldrun.
Nýlega kom út Super Aqua Emulsion.
Emulsion er afar þunnt rakakrem. Formúlan er þynnri en finnst í “venjulegum” rakakremum og hentar t.d. oft vel á sumrin þegar maður þarf ekki alveg eins mikinn raka og vernd gegn þurrki.

Super Aqua Emulsion er eins og Guerlain kallar það “Pre & Pro-Age Hydration”
Formúlan inniheldur ákveðin tækni sem fær rakann í húðinni til að endast enn lengur og vernda húðina þannig gegn fyrstu merkjum öldrunar.
Með reglulegri notkun verður húðin fyllri af raka, endurheimtar ljóma sinn á heilbrigðan hátt og svo mjúk!
Kremið hentar öllum húðgerðum og einnig þeim sem eru mjög viðkvæmir. Ég get vel sagt að kremið gefur húðinni ótrúlega góðan raka þátt fyrir þunna formúlu þess og fann ég strax mun á húðinni eftir aðeins fáein skipti.
Ég fékk kremið að vetri til og fannst æði að nota það undir önnur rakakrem til að fá enn meira rakaboost í húðina. Engar stíflur, bólur eða vandamál komu upp þó svo ég notaði þetta sem auka skref.
Mæli 100%

Ég er afar hrifin af Super Aqua línunni en ég á einmitt Essence Lotion-ið frá þeim sem ég er afar hrifin af og mun koma tilmeð að prófa enn fleiri vörur í framtíðinni.

Það er Tax Free í Hagkaup núna dagana 14-20.Maí svo um að gera að nýta sér afsláttinn