TAX FREE

Mér finnst svo gaman að lesa Tax Free lista hjá öðrum, hvað þau mæla með eða hvað þeim langar í – ég ákvað að slá til að búa til slíkann lista og sameina bæði vörur sem ég mæli með að nýta afsláttinn í og vörur sem ég gæti hugsað mér að kaupa mér sjálf.

 1. Smashbox – Vitamin Glow Primer *Gjöf
  Ég hef verið hrifin af þessum primer síðan ég prófaði hann fyrst ! Hann er svo frísklegur, gefur svo fallega áferð og veitir húðinni minni góðan raka meðan ég er með hann. Farðinn verður mjög fallegur og helst vel á yfir daginn. Ég hef líka verið að nota hann yfir aðra primer-a sem kemur einnig vel út.
 2. Jean Paul Gaultier – So Scandal *Gjöf
  Ég er mjög hrifin af Scandal ilmunum frá Jean Paul Gaultier en So Scandal er sá nýjasti. Hann er frábær !
  Dömulegur, kynþokkafullur og ferskur. Hann ber smá þunga í sér sem dafnar ótrúlega vel á húðinni og verður eiginlega betri og betri með deginum. Klárlega komið í TOPP 5 hjá mér af mínum uppáhalds ilmum þessa stundina.
 3. UrbanDecay – All Nighter Setting Spray
  Ég nýti mög oft Tax Free Afsláttinn í að versla mér þetta sprey en þetta er algjörlega must have hjá mér.
  Enda allar makeup rútínur með þessu spreyi en það heldur farðanum og öðru meikuppi á sínum stað ALLANN daginn.
  Klikkar aldrei.
 4. Lancome – Hydra Zen Anti Stress Liquid Glow Moisturizer *Gjöf
  Svo frábært rakakrem. Formúlan er þunn en gefur húðinni svo góðan raka og verndar hana í gegnum allan daginn.
  Ég get ekki dásamað þessu kremi nógu vel, er fullkomið fyrir sumarið, fullkomið undir önnur krem til að bæta við raka. Má nota eitt og sér, má nota yfir önnur serum og hentar öllum húðtýpum.
 5. Becca – Sunlit Bronzer
  Þegar líða fer á sumarið fer ég oft að skoða falleg sólarpúður, eitthvað sem gerir húðina mína sólkyssta og sumarsæta. Mér finnst Becca vörurnar alltaf svo fallegar og hef verið að horfa á þetta sólarpúður í smá tíma núna.
  Get séð það fyrir mér að það sé gullfallegt á húðinni þegar maður hefur smá brúnku undir.
 6. Chanel – Le Volume Stretch
  Ég er hrifin af CHANEL LE Volume maskaranum vinsæla og hef notað hann mikið. Nýlega kom nýr sem ber nafnið Stretch en mér finnst hann mjög spennandi. Burstinn er 3D prentaður og á að veita augnhárunum mikla lengd en hann er einnig frekar spes í laginu. Hann er holur að innann og á að vinna fyrir þig. Algjör óþarfi er að nudda honum við augnhárin, stroka frá rót til topps á að duga vel til að fá hámarks árangur.
 7. Clarins – Joli Blush
  Mér finnst förðurnarvörunar frá Clarins alltaf svo klassískar og fallegar. Þessir kinnalitir hafa verið lengi á óskalistanum. Litirnir eru held ég 6x talsins og allir svo fallegir.
  Formúlan er frábær og bráðnar svo fallega á húðinni. Miðlungs litsterkir en auðvelt að byggja þá upp. Ég er með augastað á tveimur litum sem heilla en gæti alveg hugsað mér að safna þeim bara öllum.
 8. Dreg út 
  Real Techniques burstarnir eru allir svo fallegir og er alltaf gaman að sjá þegar nýir burstar eru gefnir út.
  Light Layer er nýjasta viðbótin en burstarnir bera allir svo fallega og látlausa liti. Burstarnir eru með það í huga að gefa litla en lítalausa áferð sem auðvelt er að byggja upp. Í línunni eru 4x burstar samtals, púður, kinnalita, farða og highlighter.