
** Vörurnar fékk höfundur að gjöf **
Það er löngu orðið ljóst að ég elska L’occitane vörurnar. Ég elska ekki aðeins hvað vörurnar eru dásamlegur heldur líka vörumerkið, hversu hreint það er, duglegt að gefa til baka, annt um jörðina og náttúruna og svo lengi mætti telja.
L’occitane á Íslandi gaf mér svo fallega gjöf svona korter fyrir fæðingu sem inniheldur húðvörur fyrir þau minnstu.
Ég viðurkenni ég hafði ekki hugmynd um að L’occitane væri með barnavörur en þetta eru fallegasta barnalína sem ég hef séð!

Shea Baby línan er hönnuð af mæðrum. Vörurnar í línunni hafa það sameiginlegt að vera mildar, hreinar og nærandi. Formúlurnar sjá til þess að vernda viðkvæmu húð barnsins, viðhalda rakanum í húðinni og húðin þeirra haldist vel mjúk og nærð.
Línan nærist af Shea Butter sem er þekkt fyrir góða og næringaríka fitu sem styrkir húðina okkar. Náttúruleg innihaldsefni og plöntuþykkni.
Allar vörurnar eru prófaðar undir eftirliti barnalækna

Shea Baby Cuddles & Bubbles Foaming Cream + fylling
Tvívirk vara sem hægt er að nota bæði sem freyðibað, sturtusápu og í hár barnsins.
Kremið breytist í milda froðu þegar það kemst í snertingu við vatn, hreinsar viðkvæma húð, hár og hársvörð.
Svíður eða stingur ekki ef hún kemst í snertingu við augun.
Froðan og léttur ilmur kremsins róar einnig barnið og er því fullkomið fyrir svefntíma.
Kremið er búið til úr náttúrulegum innihaldefnum.
4ára dóttir mín elskar að fara í freyðibað upp úr þessu.
Kemur einnig í áfyllingu.

Shea Baby Bonding Time Massage Balm
Mjúkt smyrsli sem hjálpar að djúpnæra og vernda viðkvæma húð barnsins.
Gott er að hita kremið í lófanum áður en það er borið á húð barnsins en þetta smyrsli er fullkomið í létt og gott nudd.
Formúlan hefur góð og róandi áhrif á barnið ásamt því að næra húðina þess einstaklega vel.
98% af innihaldefnunum eru náttúruleg og þar af 70% sem er Shea Smjör en það hefur mjög milda og mjúka formúlu sem styrkir og viðheldur rakastigi húðarinnar.

Shea Baby Soft Fragrance Water
Alkahól laus ilmur sem gefur mildan, hreinan og róandi ilm.
Nótur ilmsins eru afar mjúkar og koma frá appelsínublómi, nerólí, lindiblómum og mímósu.
Ilmurinn er fullkominn í skiptitöskuna ef slys gerast og barnið ælir upp úr sér á móður eða bílstól. Frábær leið til að fríska upp þungt loft og ilmurinn er einnig það mildur að hann hentar fullkomlega fyrir viðkvæma húð barnsins.

Shea Baby Lovely & Gentle Moisturising Milk
Líkams og andlitskrem sem innheldur 95% af náttúrulegum innihaldsefnum, meðal annars shea smjör og glycerin.
Kremið er afar nærandi, sefar og gefur húð barnsins hámarks raka samstundis.
Áferðin á kreminu er afar létt og gengur hratt inn í húðina.
Ég hef aðeins prufað mig áfram með vörurnar á dóttir mína en hún er fær gjarnan leiðinlega þurrkubletti.
Freyðibaðið sló vel í gegn og kremið er að næra húðina hennar ótrúlega vel og leist mér vel á hversu þunnt það er, ég hlakka mikið til að prófa á litla bróðir hennar sem er væntanlegur á næstu vikum.
Það sem mér finnst frábært við vörurnar eru að þær innihalda mjög mildan og róandi ilm sem er alls ekki yfirþyrmandi og þær koma einnig í ferðastærðum.
Pakkningarnar eru einnig svo fallegar og hreinar og sé ég þær alveg fyrir mér í fallegum gjafakassa til nýbakaða foreldra.
L’occitane er að finna á 1.hæð í Kringlunni.
