
** Vöruna fékk höfundur að gjöf **
Ég er mjög sein á vagnin. Ég man eftir öllu hype-inu í kringum þennan farða. Ég heillaðist um leið hve vel var talað um hann, hvort sem það var hér á Íslandi eða af erlendum YouTube áhrifavöldum, þá fannst mér hann alltaf gríðarlega spennandi.
Þessi farði er mest seldi farði Lancome.
Hann er í fljótandi formi og formúlan veitir hámarks endingu og fulla þekju án þess að hann verði “cakey” með deginum.
Hann inniheldur Perlite and Silica sem eru tvö helstu innihaldsefni sem draga í sig umfram olíu. (eitthvað fyrir olíupésana eins og mig!!)
Ég er mjög hrifin af farða sem endist vel á húðinni, ég er með olíukennda húð og þarf nær alltaf að vera með púður meðferðis þegar ég fer út úr húsi til að laga leiðinlegan glans sem safnast á húðinni eftir daginn.
Þessi farði er einnig bundinn þeim eiginleikum að smitast ekki sem er mjög stór plús.
Það er einnig sagt að þetta sé hinn fullkomni farði fyrir brúðkaup, en þegar ég heyri slíkt verð ég alltaf mjög impressed því auðvitað vill maður eiga jafn flawless farða til að vera með á sér dagsdaglega !

Ég vildi taka mér góðan tíma í að prufa farðann, með ólíkum farðagrunnum, ólíkri veðráttu ofl og eru nú nokkrar vikur síðan ég fékk hann og finnst mér ég geta myndað mér góða skoðun á honum, bæði hvað varðar endingartíma, áferð ofl.
Mér fannst hann standast allar væntingar og miklu meira en það.
Farðinn blandast alltaf ótrúlega fallega á húðina en þrátt fyrir góða þekju er húðin alltaf eins og hún sé með léttan farða á sér. Áferðin er ótrúlega falleg en mér finnst ég fá hálfgerða satín áferð sem ég er mjög hrifin af.
Endingin er mjög góð, húðin var mjög falleg allan daginn, ég þurfti þó að púðra smá yfir en ekkert alvarlegt og alls ekkert sem ég get kvartað yfir þar sem ég er vön að þurfa að púðra yfir óþarfa glans nokkrum sinnum á dag stundum en húðin hélst svo falleg allan daginn að ég læt þetta ekki trufla mig.
Þetta er farði sem ég mun klárlega koma til með að nota áfram og mæla með.
