
Tölum aðeins um neglur. Ég hef aldrei verið það heppin að vera með sterkar og langar neglur, alltaf dreymt um það. Ég nagaði mikið neglurnar þegar ég var unglingur og þarf svo að hafa mikið fyrir því að fá neglurnar mínar til að vaxa, vera sterkar og klofna ekki.
Í nokkur ár núna hef ég verið með gel og akrýl neglur því ég hreinlega nennti ekki að sinna þeim sjálf (naglafræðingurinn sjálfur)
Í samkomubanninu hrundu þær allar af og neglurnar mínar undir voru þynnri en blað, sífelt að klofna langt niður, brotna og ekki séns að ná þeim sterkum og hvað þá löngum.
Ég held ég hafi keypt öll styrkingarlökk sem ég fann, prufað allt eftir leiðbeiningum en jujú þær lögðustu eitthvað en voru sífellt að klofna og sífellt þunnar.
Það var ekki fyrr en ég fór í heimsókn til Nailberry og fékk að fræðast betur um fallegu naglalökkinn þeirra.
Ég hef haft auga á þessum naglalökkum en aldrei sjálf komið mér í að prófa þau.
Nailberry leyfði mér að velja nokkra fallega liti (sem var mjög erfitt því úrvalið er svo mikið og fallegt!) og einnig fékk ég styrkingarlakk sem herðir neglurnar og kemur í veg fyrir að þær klofni ásamt yfirlakki sem gefur nöglunum fallega gel áferð og styrkir um leið.
Ég varð mjög impressed strax eftir fyrsta skipti. Styrkingarlakkið setur þykkt lag á neglurnar svo þær eru verndaðar um leið og virðast strax vera sterkari og ekki eins þunnar.
Yfirlakkið er einnig ágætlega þykkt í formúlu en gefur nöglunum hámark glans, þykkt og endingu. Mér finnst það einnig hjálpa til við að neglurnar mínar klofni og haldist sterkari.
Núna hef ég prófað lökkin í smá tíma, ég er dugleg að huga vel, pússa þær, setja nýja styrkingu osfrv (þegar maður er heima að bíða eftir barni þá hefur maður allann tímann í heiminum) Ég sé og finn gríðarlega mun á nöglunum mínum. Þær eru ekki lengur eins þunnar og þær voru, þær eru farnar að vaxa fram án þess að klofna og eru mun fallegri og heilbrigðari ! Ég er svo impressed !
En það er svo ótrúlega margt sem Nailberry stendur fyrir og sem gerir þau að 100% hágæða naglalökkum. Það sem einkennir þau er að þau hleypa í gegn raka og súrefni. Þau eru algjörlega eiturefnalaus, glútenfree, vegan, næra, anda og endast!
Hvað getur maður beðið um meira?
Einnig hafa þau hlotið vottun frá PETA sem Cruelty Free !
Það sem er einnig svo frábært við lökkin eru að þau hæfa öllum, þá erum við að tala um bæði óléttum konum, börnum og þeim sem hafa ofnæmi.
Neglurnar verða einnig ótrúlega vel nærðar og litirnir eru hver á eftir öðrum svo fallegir, litsterkir og fjölbreyttir!

Þó svo ég fái vöru að gjöf þá vil ég alltaf gefa hreinskilna umfjöllun og segi ég núna í fullkomnri hreinskilni að þetta séu án efa bestu naglalökk sem ég hef prófað. Ég mun halda áfram að nota styrkinguna á neglurnar mínar og er gríðarlega spennt að sjá frekari árangur með lengri tíma.
Sölustaðir Nailberry eru:
Dúka – Kringlan og Smáralind
Garðs Apótek
Lyfjabúrið
Litla Hönnunarbúðin
Maí
Nola
Systrasamfélagið
Unique Hár & Spa
Reykjanesapótek
Motivo
Hús Handanna
Casa á Akureyri
