
** Vöruna fékk höfundur að gjöf **
Þegar ég sá þessa vöru fyrst vissi ég að mig langaði strax að prófa hana.
Ég er mjög hrifin af serumi og öðrum sambærilegum vörum sem hámarka virkni kremanna minna, vinna dýpra í húðinni og veita húðinni minni eitthvað extra sem henni þarfnast.
Biotherm Aqua Glow Super Concentrate má kalla serum, en er samt ekki beinlínis serum. Concentrate er þynnri formúla en serum og notast þar af leiðandi á undan seruminu þínu. Svo ef þú ætlar að bæta við Concentrate í húðrútínuna þína þá er ferlið svona:
1. Concentrate
2. Serum
3. Krem
Að sjálfsöðgu er hægt að nota Concentrate eitt og sér, nota eingöngu með kremi og sleppa þá serumi. En þessi þrjú skref sem ég tel hér að ofan eru skref sem hámarka virkni allra krema enn ferkar sem sett eru á húðina.
En aftur að vörunni. Biotherm Aqua kemur í þremur mismunandi útgáfum. Glow, Bounce og Pure.
Ég var hvað spenntust fyrir Glow þar sem ég elska allar húðvörur sem geta gefið húðinni minni meiri ljóma.
Aqua Glow inniheldur afarlétta formúlu sem fer hratt og vel inn í húðina. Formúlan er ætluð til að vinna gegn þreyttri og líflausri húð. Jafna áferð húðarinnar, veita henni raka og gefa henni henni heilbrigaðn ljóma.
Það er svo ótrúlega margt í okkar daglega lífi sem hefur skaðleg áhrif á húðina okkar. Matarræði, sólarljós, stress, þreyta osfrv en með réttu húðvörunum getum við unnið gegn þessum skemmdum og jafnvel komið í veg fyrir margar þeirra.
Plankton™ vatn og vítamín blanda frá Biotherm sér einnig til þess og sér til þess að húðin viðhaldi heilbrigði sínu.
Með reglulegri notkun fer maður sjá betri og heilbrigðari húð.
Ég hef verið að nota sama Concentrate kremið í langan tíma á morgnana núna og var kominn tími til að skipta og gefa húðinni öðruvísi boost.
Eftir að hafa prufað Aqua Glow er ég mjög impressed. Húðin er mjög vel nærð, ég er virkilega “smooth” og fallega ljómandi. Mér finnst húðin mín mjög heilbrigð að sjá.
Það sem mér líkar einnig mjög vel við kremið er að það smígur hratt inn í húðina svo ég þarf ekki að bíða lengi til að setja næsta krem ofan á og maður þarf rosalega lítið af vörunni.
Kremið inniheldur engin paraben, engin ilmefni og verndar og nærir húðina með 35 næringarríkum vítamínum, próteinum, amínósýrum ofl.
Tilvalið krem til að huga enn betur að húðinni okkar.
