Herbae par L’Occitane L’Eau

** Vörurnar fékk höfundur að gjöf **

Hver elskar ekki ilmvötn? Ég iða þegar sé nýjar ilmvatnslínur, svo spennt að finna ilminn, vita hvað býr að baki hans – hvaða nótur voru valdnar osfrv.
Ég hef ekki kynnt mér mikið ilmina frá L’occitane en mun klárlega gera það héðan í frá eftir að ég eignaðist nýju línuna Herbae par.

Ilmurinn kemur frá blómi sem finnst á milli villigrasana í Provence, blóm sem er fínlegt en býr yfir kröftugri fegurð, hvítsmárinn.
Hvítsmárinn vex á ótrúlegustu stöðum en hann táknar oft styrk og mýkt. Lykt línunar minnir á fallegan blómbönd en hann er einstaklega ferskur og heillandi.
Nóturnar blandast einstaklega vel í sítrus-blóma tóna sem gerir ilminn svo dásamlegan og sumarlegan.
Nótur ilmsins eru meðal annars sítróna og bergamot sem sitja á toppnum. Hjartað umvefur með hvítsmára, læknastokkrós og jasmín meðan botninn inniheldur reyrgresi, muskus og ljósan við.

Línan inniheldur:

Herbae par L’Occitane L’Eau Eau de Toilette
Ferskur og góður sumarilmur. Glasið er einstaklega fallegt, stílhreint en það minnir einnig á hvítsmárann.

Herbae par L’Occitane L’Eau Beauty Milk
Líkamsmjólkinn gefur húðinni góðan raka og mýkt og skilur hana eftir silkimjúka. Ilmurinn er afar ávanabindandi.

Herbae par L’Occitane L’Eau Shower Gel
Létt og milt sturtugel sem hreinsar húðina með kremkenndri áferð. Dásamlegur ilmur og húðin er vel nærð eftir sturtuna.

Herbae par L’Occitane L’Eau Hand Cream
Afar nærandi handáburður en hann inniheldur Shea smjör. Léttur sítrus og blómailmur er af handáburðinum sem er virkilega dásamlegur.

L’occitane er á 1.hæð í Kringlunni