
** Vörurnar fékk höfundur að gjöf **
Ég elska maska, elska að prufa nýja maska og sjá hvað þeir geta gert fyrir húðina mína.
Mér finnst afar notarlegt að tríta húðina mína vel eftir langan dag og hvað þá með góðum möskum þar sem þú sérð strax mikinn ávinning á húðinni.
MAGICSTIPES er þýskt merki sem hlaut strax miklar vinsældir og er afar þekkt í dag meðal stórstjörnur og má sjá merkið koma fyrir í blöðum eins og Vouge, Elle, Harper’s Bazar ofl en það er einnig sagt að MAGICSTIPES vörurnar séu “leynivopn” Hollywood stjarnanna gegn þreyttri og stressaðri húð.
Hver vil ekki fá smá af því?? Uuu ég takk !



MAGICTSTRIPES gefa út maska fyrir andlit, hendur og augu í allskonar skemmtilegum týpum.
Ég var búin að vera með augun mín á merkinu í smá tíma eftir einn af mínum góðum “rúntum” um erlendar netverslanir en einhverra hluta vegna hafði ég aldrei tekið á skarið og verslað mér vöruna. Ég viðurkenni ég var smá smeyk um að varan frá merkinu væri of góð til að vera sönn.
Maskarnir eru allir búnir til með það í huga að þú fáir lúxus, hágæði og góðan árangur á stuttum tíma. Vörur sem eru einfaldar og þæginlegar eða í einu orði, pure “MAGIC”
Maskarnir eru allir vottaðir PETA Cruelty Free, Paraben fríir og prófaðir af húðsjúkdómalæknum og þar af leiðandi vottaðir með stimplinum “Excellent”
Ég var mjög spennt þegar ég frétti af því að MAGICSTRIPES maskarnir væru að koma í sölu til landsins og því ótrúlega þakklát þegar þau höfðu samband við mig til að bjóða mér að prófa og deila minni reynslu.
Maskarnir sem verða til sölu hér á landi eru 7x talsins, allir mjög ólíkir og skemmtilegir.

Lifting Collagen Mask
Stútfullur af sterkum kokteil sem inniheldur kollagen, kaffi, vítamín C og Vítamín E, Macadamia hnetu olíu og vatn. Þessi blanda hjálpar til við að lifta og þétta neðri hluta andlitsins.
Þegar húðin okkar verður fyrir áhrifum öldrunar er það oft neðri partur andlitsins (kjálki og haka) sem eiga við mestu vandamálið hvað varðar að þéttleiki húðarinnar minnkar og húðin fer að “síga” Lifting Collagen maskinn styrkir húðina á þessum svæðum.
Hann hefur einnig dásamlega kælandi tilfinningu á húðina meðan hann vinnur og dregur vel úr þrota. (ég elska alla maska sem gefa mér góða tilfinningu meðan þeir vinna, eins og ég viti að þeir séu að gera gagn)
Maskinn er festur bakvið eyrun og látinn vinna í 40-60 mín.

Chin & Cheek Lifting Mask
Hydro gel andlitsmaski sem er hannaður til þess að draga úr fínum línum á kinnum og höku en hann vinnur líka til að lyfta og þétta húðina á þessum svæðum. Maskinn vinnur líkt og gott andlitsbað, örvar blóðrásina í húðinni og mótar þannig neðri part andlitsins.
Maskinn er bundin bakvið eyra í tveimur pörtum undir höku og yfir munnsvæðið. Maskinn þarf að vinna í 40 mín til að ná hámarksárangi. Hann hefur einnig mjög góða og þæginlega tilfinningu sem kælir húðina léttilega og dregur þannig vel úr þrota og endurheimtar teygjanleika húðarinnar um leið.

Deep Detox Tightening Mask
Þessi frábæri maski má líkja við leirmaska sem smurt er á andlitið. Hann hreinsar ekki aðeins húðina fullkomlega heldur hjálpar til við að móta húðina og þétta hana um leið ! Það má segja að það sé byltingarkennd aðferð að hreinsimaskar séu um leið að vinna gegn fínum línum og þéttleika húðarinnar og loksins er kominn slíkur á markaðinn sem ekki aðeins sér til þess að hreinsa húðina !!
Maskinn djúphreinsar húðina, þéttir hana og dregur úr húðholum samstundis. Gefur góðan raka og nærir hana um leið.
Ég er afar hrifin af þessum þar sem ég er reyni að nota hreinsimaska eins lítið og ég kemst upp með vegna hve þurrkandi áhrif þeir hafa á húðina. Ég fann strax um leið hve vel hann nærði og húðin mín var svo hrein og falleg og ég er ekki frá því að mér fannst hún nokkuð þéttari.
Maskinn er lagður yfir allt andlitið og látinn vinna í 20-30 mínútur.

Hyaluronic Intensive Treatment Mask
Hver elskar ekki raka?! Raki er svo nauðsynlegur yfirr húðina og þessi maski er stútfullur af honum!
Fullur af Hyaluronic sýru en sú sýra sér til þess að húðin þín fái allan þann raka sem hún þarfnast, að húðin viðhaldi heim þeim raka líka og hann gangi djúpt í húðina. Maskinn hefur einnig þá eiginleika að draga úr fyrstu einkennum öldrunar en hann inniheldur líka Treahlose sem er hjálpar húðinni að berjast við skemmdir sem verða oft fyrir vegna veðurbreytingar.
Eykur teygjanleika húðarinnar, nærir og dregur úr þrota og þreytu.
Maskinn er settur á í tveimur lögum og látinn vinna í 20-30 mínútur.

Magnetic Youth Mask
Maskinn sem ég var hvað spenntust fyrir. Hann er mjög ólíkur hinum og öðrum möskum sem ég hef prófað.
Hann inniheldur litla segla sem örva blóðrásina í húðinni, hjálpa til við að draga óhreindi og eiturefni úr húðinni ásamt auka vatni.
Ofan á það sér maskinn til um að auka virkni rauðu blóðkornana, flýta fyrir efniaskipti húðarinnar og endurnýjun ásamt því að draga úr öldrun, allt á meðan nýjar og heilbrigðar furmur eru örvaðar í húðinnni.
Maskinn er mjúkur og þæginlegur á húðinni og formúlan fer afar hratt inn í húðina. Þegar maskinn hefur unnið sína vinnu í uþb 20-30 mínútur er húðin svo ótrúlega mjúk, heilbrigð og vel nærð! Ég hlakka mikið til að næla mér í þennan maska aftur en eftir aðeins eina notkun get ég sagt að ég verð alltaf að eiga hann til í skúffunni hjá mér.

Wake Me Up Collagen Eye Patches
Ég er svo afar hrifin af augnpúðum og reyni eftir bestu getu að næra augnsvæðið mitt vel líka – húðin þar er afar þunn og viðkvæm og einhvers staðar heyrði ég að augnsvæðið er með þeim fyrstu svæðum á andlitinu til að eldast.
Þessir augnpúðar eru dásamlegir ! Þeir eru kælandi á húðina og draga úr fínum línum, dökkum baugum, þrota og birta samstundis til undir augunum. Kælingin dregur úr þrota á augnsvæðinu og kemur í veg fyrir frekari bauga og augnpoka.
Hyaluronic sýra veitir húðinni extra raka en sér einnig til þess að draga úr þurrki. Púðarnir auka kollagen framleiðslu og þéttleika húðarinnar á augnsvæðinu.
Leyfið púðum að vinna í 20-30 mínútur. Fullkomnir að nota fyrir svefninn, morgnana eða áður en maður fer eitthvað fínt.

Hand Repairing Gloves
Eftir allann handþvottinn og sprittið eru þessir handamaskar fullkomnir til að næra þurru hendurnar mínar.
Ég reyni eftir bestu getu að nota góðan handáburð og naglabandaolíu en stundum þarf maður bara auka búst!
Þessir handskar eru afar nærandi og ríkir af náttúrulegum innihaldsefnum, shea butter og olífu olíu. Þeir örva húðina til að endurnýja sig, hjálpa til við að þétta hana, mýkja og næra en einnig draga þeir úr litabreytingum á húðinni sem koma hafa hafið af völdum sólar eða öldrun t.d.
Þeir vinna gegn fínum línum og hrukkum sem myndast hafa út af sólinni og skilja hendurnar eftur súper mjúkar.
Maskinn þarf að vinna í 20-30 mínútur og hendurnar verða eins og nýjar eftir á.
Eftir að hafa prufað maskana get ég sagt í 100% hreinskilni að þeir virka eins vel og allar umfjallanir segja. Ég er mjög hrifin og strax eru nokkrir af þessum 7x sem ég er afar hrifin af og hreinlega verð að versla mér meira af.
Mér finnst ég fá afar mikið út úr möskunum (því oft finnst mér svona “Sheet Maskar” gefa mér bara raka en ekki virkni)
Hér erum við að tala um hágæði, lúxus og virkni!
Maskarnir eru fáanlegir í :
Unique Hár og Spa
Maí verslun
Garðsapótek
