Melónumaski með L’occitane

** Vörurnar fékk höfundur að gjöf **

Mér finnst ekkert betra en að enda flesta daga á góðu húðdekri. Ég tek mér alltaf góðan tíma í að sinna húðinni minni eftir sturtu á kvöldin og áður en ég fer að sofa. Ég reyni eftir bestu getu að næra hana vel, sjá til þess að hún fái allt sem hún þarfnast og af og til set ég á mig góða maska til að bústa húðina í smá extra dekur.
Mér finnst ótrúlega gaman að prófa nýja maska og sjá hvað þeir gera við húðina mína og ávinningin frá þeim.

L’occitane gaf nýverið út nýjan maska, 3-in-1 Invigorating Mask eða Melónumaska eins hann er gjarnan kallaður.
Maskinn inniheldur nýtýndar melónur frá Providence og C-vítamín með ákveðinni Sorbet áferð sem hefur mjög frískandi áhrif á húðina og virkar eins og gott orkuskot.
Melónumaskinn hentar einstaklega vel fyrir þreytta og litlausa húð, hann er frábær til að draga úr þrota bæði á andlit og augnsvæðinu.
Hann er frábær að því leitinu að hann má nota bæði á andlitið og augnsvæðið (ég ELSKA maska sem má nota á augnsvæðin líka)
Það má einnig geyma maskann inn í ískáp í 10mínútur fyrir notkun og bera hann svo á. Hann mun gefa frá sér afar kælandi áhrif og hafa enn betur áhrif á þrútin augu.

Ég er afar hrifinn af honum og ég elska trixið að setja hann inn í ískáp! Nota hann oftast þannig.
Húðin verður afar mjúk eftir notkun, vel nærð og ég er ekki frá því að hún verði aðeins bjartari eftir hvert skipti sem ég nota hann.
Mér líður ótrúlega vel í hvert skipti í húðinni meðan maskinn er að vinna, áferðin er þunn en hálf kælandi og þæginleg.
Ég er komin mjög langt með þennan og get eiginlega ekki hugsað mér að eiga hann ekki í skápnum heima, mun klárlega næla mér í nýjann um leið og þessi klárast.
Kominn til vera !
L’occitane er á 1.hæð í Kringlunni