
Lykilatriði að góðri húð er andlitshreinsun.
Ég hef hitt allt of marga sem telja sér trú (oftast vegna fáfræði) að andlitshreinsun sé ekkert svo mikilvæg.
Að anditið þeirra sé ekkert svo skítugt. Trúið mér, andlitið okkar allra er svo skítugt eftir daginn. Umhverfisþættir, mengun, skítugar hendur í andlitinu og ekki láta mig byrja á símanum sem er fastur við andlitið okkar!!
Falleg húð byrjar á góðri andlitshreinsun kvölds og morgna. En það gerist ekki svo auðveldlega að ætla að næla sér í vatn og sápu. Ég veit um einn sem gékk svo langt að þrífa á sér húðina með spritti! Bara ekki, ekki grípa það sem næst við hendinni.
Það er mjög auðvelt að ræna rakanum sem húðin okkar þarfnast burt frá húðinni með þvi að nota rangann andlitshreinsir. Ef húðinni okkar skortir raka þá fer hún að mynda bólur, fínar línur og fleiri leiðinleg vandamál sem við nennum ekki að eiga við.
En því skiptir mjög miklu að þekkja húðina sína og vita hvernig húðgerð þú ert með.
Þurr húð þarf tildæmis að fara vandlega í að nota andlitshreinsir sem er ekki þurrkandi meðan olíukennd húð þarfnast raka sem er þurrkandi á RÉTTAN hátt.
Andlitshreinsar eru til í allskonar formum. Olíukenndir, kremkenndir, gelkenndir osfrv. En hvenær og hvernig eigum við að nota þá?

MORGUNHREINSUN
Eins og ég sagði frá upphafi er mikilvægt að þrífa andlitið okkar kvölds og morgna.
Við svitnum á nóttinni og svitinn brýst út úr húðinni okkar og situr á yfirborðinu þegar við vöknum. Það er ekki geðslegt að labba út í daginn með þann svita fastann á andlitinu okkar ( og ég tala nú ekki um að setja yfir það farða!)
Það er því mikilvægt að húðin sé þrifin vel á morgnana með góðum og mildum hreinsi sem hentar þinni húðgerð. Mildur og nærandi hreinsir gerir húðina þéttari og heldur rakanum í henni yfir daginn.
Sjálf vil ég nærandi andlitshreinsi og nota hreinsi sem léttur en gelkenndur á morgnana. Hreinsir sem veitir húðinni minni raka.
Notaðu volgt vatn og þvottapoka (passaðu bar að hafa hann ekki of grófan að hann muni rispa á þér andlitið)
Þér á að líða vel í húðinni eftir hreinsunina, húðin á ekki að vera “þröng” á andlitinu þínu eða ofur glansandi og fitug
Það er nóg að þrífa húðina einu sinni á morgnana og fylgja svo strax á eftir með serumi, rakakremi eða því sem þú notar.
Húðin er þá orðin hrein og fín, tilbúinn í dag og enn meðtækilegri fyrir kremunum þínum.
KVÖLDHREINSUN / TVÍHREINSUN
Það er mikilvægt að hreinsa húðina tvisar á kvöldin ef þú hefur sett á hana farða og / eða sólarvörn.
Tvíhreinsun felst í sér að hreinsa hana tvisar, þú hreinsar burt farðann og / eða sólarvörnina með einum hreinsi. Þegar farðinn og sólarvörnin hefur verið fjarlægður, þá er húðin sjálf hreinsuð með öðrum hreinsi.
Hreinsun #1.
Olíu hreinsir er t.d. mjög góður til að hreinsa burt farða fyrir allar húðgerðir. Hann lætur farðann bráðna auðveldlega af. Engin erting, aðeins góð næring fyrir húðina. Það er algjör miskilingur að olíukennd húð geti ekki notað olíuhreinsi.
Hreinsi balm eða hreinsimjólk er einnig góður kostur.
Hreinsun #2.
Þetta er hreinsir sem þú vilt velja vandlega.
Hann þarf að hæfa þinni húðgerð.
Fyrir mína húðgerð (blönduð en á auðvelt með að missa raka) þá passa ég upp á að þeir innihaldi ekki SLS (Sodium Laureth Sulphate) en það er efni sem þurrkandi fyrir húðina. Gæti hentað mörgum sem eru með olíumikla húð en henta t.d. alls ekki þurri húð.
Gel hreinsir, froðuhreinsir (innihalda oftast SLS) og hreinsimjólk er góður kostur.
Ef þú ert á budgeti og ert ekki tilbúin/n að kaupa þér tvo ólíka andlitshreinsa skaltu nota hreinsir númer 2, tvisar sinnum.
Þennan hreinsi átt þú líka að geta notað á morgnana.
Gerðu húðinni þinni greiða og slepptu ÖLLUM hreinsiklútum. Þeir gera EKKERT fyrir húðina þína, nema hreinsa illa og eiga heima ofan í skúffu þar til brýnustu nauðsyn ber til að nota þá.
Hreinsivatn (Micellar Vatn) er ég ekki mikill aðdáandi af en ég nota það í brýnustu nauðsyn en það er ætlað til að þrífa af farða en notaðu þá góðan og mildan hreinsi eftir á.
FYRSTA HREINSUN: (hreinsar burt sólarvörn og farða)
– Olía / Balm
– Hreinsimjólk
– Skal vera nærandi, auðvelt að fá farðann til að “bráðna” af
SEINNI HREINSUN: (Yfirborðshreinsun og hreinsar húðina sjálfa )
– Gel
– Hreinsimjólk
– Hreinsifroða (Þurr húð, leitið eftir hreinsifroðu án SLS (Sodium Laureth Sulphate)
Það er tilgangslaust að eyða pening í dýr krem og aðrar húðvörur ef húðin er ekki hreinsuð rétt.
Andlitshreinsar sem ég mæli með:
HREINSUN #1
Bodyshop Camomile Silky Cleansing Oil – fæst hér
Clinique Take The Day Off Cleansing Milk – fæst hér
Clinique Take The Day Off Balm – fæst hér
HREINSUN #2