Raki – hvernig fæ ég raka sem húðin mín þarfnast úr öðru en rakakremi?

Raki í húðinni er gríðarlega mikilvægur. Ég get ekki sagt það nógu oft, húðin mun þakka þér ef þú einblýnir á mikinn og góðan raka í húðrútínunni þinni og JÁ OLÍUMIKIL HÚÐ LIKA! Það er einhvern búið að stimpla inn í hausinn okkar að olíumikil húð eigi alls ekki að nota rakamiklar vörur! Við þurfum ÖLL á góðum raka að halda, húðin verður fallegri, meira ljómandi og meira “plumped”
Húð sem skortir raka getur myndað bólur, fínar línur verða mun sjáanlegri og húðin verður grá, þreytt og leiðinleg.

Rakakrem er auðvitað góð leið til að fá góðan raka í húðina. Sum krem innihalda meiri raka en önnur. Rakamaskar er einnig frábær lausn og reyni ég að temja mér þann vana að sofa með góðan rakamaska 1-2x í viku. Í fæðingarorlofinu þegar ég er mest megnis bara heima þá finnst mér ótrúlega gott að ganga um með góðann rakamaska yfir daginn.

En það er svo margt annað sem við getum gert til að fá góðan raka í húðina okkar. Fyrir suma dugar ekki rakakrem eitt og sér og verðum við því að grípa í aðrar vörur til að hjálpa rakanum að myndast í húðinni og haldast þar.

HYALURONIC ACID
Númer 1, 2 og 3 að mínu mati er að bæta við Hyaluronic Acid í húðrútínuna til að fá skotheldann raka í húðina. Sýran hjálpar húðinni að viðhalda raka sínum og þarf af leiðandi að halda í þéttleika hennar. Hyaluronic Acid getur bundist þúsund sinnum við eigin þyngd í vatni, hjálpað við að viðhalda kollagen í húðinni en án kollagen fer húðin að eldast hraðar, síga og tapa þéttleika sínum.
ATH – Hyaluronic Acid er ekki form af AHA eða BHA sýrum sem ég hef skrifað um áður.
Þessa vöru má nota kvölds og morgna og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af sólargeilsum þegar hún er notuð.
Notið á eftir hreinsun, sýru/retinol en á undan öllum kremum (oft mælt með að nota á raka húð)
Hreinsun -> Sýrur (AHA / BHA) -> HYALURONIC ACID -> Serum -> Krem

RAKAVATN
Mér finnst æði að nota gott rakavatn (Essence / Lotion)
Ég á alltaf til nokkur í skúffunni .
Rakavatn skal nota á eftir hreinsun en það gengur mjög hratt í húðina, bústar hana af góðum raka sem þú færð ekki eingöngu úr rakakremunum.
Ég á nokkur uppáhalds sem ég nota kvölds og morgna en ég ber líka mjög oft Hyaluronic Acid strax eftir á.
Þessa vöru er oftast að finna í fljótandi formi, ég oftast set hana í lófana og “stimpla” henni í húðina eða í bómul og strík létt yfir.

RAKASPREY
Rakasprey er algjört must að eiga mínu mati.
Ég er alltaf með bæði heima og í veskinu.
Rakasprey gegnir sama hlutverki og rakavatnið en í sprey formi. Við viljum oft ólíka hluti svo ég mæli að velja bara það sem þér þykir þæginlegast að nota.
Mörg sprey má nota undir og yfir farða.
Gott ráð sem ég lærði er að nota rakapsreyið á milli skrefa í húðrútínunni þinni (þú getur ekki baðað þig of mikið upp úr raka)
Notaðu spreyið eftir hreinsun, eftir sýrur, eftir serum, eftir krem og svo reglulega yfir daginn.

Vörurnar ættu að innihalda Glycerin og/eða Hyaluronic Acid
Svo má líka að hafa í huga að andlitshreinsar, serum ofl geta innihaldið góðan raka sem næra húðina líka vel.
Mér finnst einnig mikilvægt að taka fram að lesa sér vel til um allar nýjar vörur sem þið verslið ykkur. Passa vel að taka ekki hlaupa-kaupaköttinn á þetta og kaupa vöru því Sigga út í bæ sagði hún væri svo frábær fyrir sig. Við erum öll mismunandi, með mismunandi húð sem hefur ólíkar þarfir.
Hlustum á húðina okkar og veitum henni akkurat það sem hún þarfnast.

Vörur sem ég mæli með:

The Ordinary – Hyaluronic Acid // Fæst hjá Maí Verslun
Shiseido – Revitalizing Treatment Softener // Fæst hjá Hagkaup
Herbivore – Rose Hibiscus – Face Mist  // Fæst hjá Nola
Guerlain Super Aqua Lotion. // Fæst hjá Hagkaup

Vörur sem eru á mínum óskalista:

Allies Of Skin – Triple Hyaluronic Antioxidant Hydration Serum // Fæst hjá Nola
Clinique – Moisture Surge Face Spray Thirst Relief // Fæst hjá Beautybox.is
Pestle & Mortar – Pure Hyaluronic Serum // Fæst hjá Nola
Jordan Samuel Skin – Hydrate Facial Serum // Fæst hjá Cult Beauty