
Mér finnst mjög skemmtilegt að lesa umfjallanir um vörur sem fólk hefur verið að nota. Hvort sem það eru vörur sem þau elska eða glæ nýjar sem þau hafa nýverið að prófa. Mér finnst gaman að fræðast bæði um eiginleika vörunnar og heyra hvernig þessum einstaklingi fannst hún henta sér.
Það eru eflaust fleiri sem finnast gaman að fræðast um ákveðnar vörur eða uppgötva nýjar svo mér datt í hug að gera svipað. Skrifa reglulega um vöru sem ég hef verið að nota eða hef notað mikið af í gegnum tíðina og deila með ykkur minni reynslu og allt um vöruna sjálfa.
Fyrsta varan sem mig langar að segja frá er vara sem ég hef notað ótrúlega mikið síðustu ár og byrjaði að nota aftur fyrir rúmum mánuði eftir smá pásu.
The Ordinary – 100% Organic Cold-Pressed Rose Hip Seed Oil

Rosehip Olía er þekkt fyrir þá eiginleika að vinna á sárum og draga úr skemmdum en hún inniheldur Omega 6 og Omega 3 ásamt A-vítamíni
Það sem olían gerir fyrir húðin er að hún dregur úr fínum línum og öramyndun. Hún er ótrúlega rík af fitusýrum og andoxunarefnum sem eru afar mikilvæg fyrir húðina en hún hjálpar líka til við endurnýjun á nýjum húðfrumum.
Rosehip Oilía er mjög rakagefandi fyrir húðina en hún vinnur einnig vel gegn litabreytingum í húðinni og hentar ótrúlega vel fyrir húð sem berst við bólurnar.
Hún eykur kollagen í húðinni og hálpar við að draga úr roða í húðinni og er því fullkominn fyrir húð sem verður rauð eftir bólur, dermatitis, rósroða og psoriasis
Þegar ég notaði Rosehip Olíu fyrst þá var ég í bardaga við bólurnar, örin og roðann sem sat alltaf eftir. Mig skorti einnig miiiiikinn raka í húðina á þessu tímabili.
Ég var alls ekki lengi að sjá og finna góðan mun á húðinni, hún varð strax meira “plumped” og með tímanum dróg verulega úr roðanum í húðinni hjá mér og öramyndunin var minna sjáanlegri.
Núna eftir meðgönguna fannst mér eitthvað vanta í húðina mína og fannst mér ég vera farin að sjá ljót ör á húðinni minn betur. Ég byrjaði fyrir mánuði síðan að nota olíuna aftur og sé ekki eftir því.
Ég hef alltaf notað olíuna frá The Ordinary og alltaf líkað vel svo ekki séð ástæðu til að leita annað, þó það væri gaman að heyra frekari umfjallanir um sömu vöru frá öðru merki.
Þú þarft þetta ef húðin þín er byrjuð að eldast, hún í baráttu við bólurnar eða henni skortir næringu og raka.
Ef þið eruð að leita eftir Rosehip Seed Oil þá þarf hún að vera 100% hrein og kaldpressuð.


Rosehip olían frá The Ordinary býr yfir öllum þeim eiginleikum sem ég hef talið upp hér að ofan.
Ef það er eitthvað sem ég gæti sett út á hana væri það lyktin. Hún er ekkert spes en ég er ekki viðkvæmt fyrir lykt í húðvörum svo hún böggar mig lítið.
Mælt er með að nota olíuna einu sinni á dag og helst á kvöldin.
Mér finnst best að nota olíuna á eftir serum og undan rakakremi. Ég leyfi olíunni að vinna vel á húðinni áður en ég set á mig rakakrem eftir.
Rútínan:
Hreinsun
Sýra
Rakavatn
Serum
ROSEHIP OIL
Rakakrem
Samantekt:
– Minnkar sýnileika á örum
– Hjálpar til við endurnýjun á nýjum húðfrumum.
– Rík af fitusýrum og andoxunarefnum
– Eykur kollagen í húðinni
– Dregur úr roða
Fyrir hverja?
– Þau sem eru í bardaga við bólurnar
– Þau sem eru með ör
– Húð sem skortir næringu og raka
– Húð sem er farin að eldast
The Ordinary – 100% Organic Cold-Pressed Rose Hip Seed Oil fæst hjá Maí Verslun
