Sýrur Part I: Skref fyrir Skref – BHA (Salicylic Acid)

Algengastu spurningar sem ég fæ sent til mín eru tengdar sýrum.
Hver er munurinn á þeim, hvenær skal nota þær, hvernig og hvað gera þær nákvæmlega fyrir húðina.
Ég tók saman blogg fyrir nokkrum mánuðum þar sem ég fór létt yfir AHA, BHA og PHA sýrur en datt í hug að reyna að skrifa örlítið ýtarlegra um hverja sýru fyrir sig.
Þær gegna allar svipuðum tilgangi en samt á mjög ólíkan hátt. Ein ákveðin sýra hentar ekki öllum húðgerðum og því er miklvægast að þekkja sína húðgerð vel til að vita hvaða sýra geti hentað þér og hjálpað þér við ákveðin vandamál sem húðin þín er að berjast við.
Það er einnig mikilvægt að prófa sig HÆGT áfram því sýrur eru mjög áhrifaríkar og geta valdið húðinni skaða ef þær eru ekki notaðar rétt.

BHA = BETA HYDROXY ACID
BHA kemur frá Willow bark en það er viður í ákveðnu tré “Willow Tree”. Viðurinn er oft notaður í að búa til ákveðin lyf eins og aspirín en er einnig mikið notað í mátti lækninar við verkjum og hita.

Salicylic sýra er eina sýran sem fellur undir BHA.
Salicylic sýran er fituleysanleg en formúlan er olíukennd. Sýran hjálpar til við að komast í gegnum olíumyndun sem sest oft í húðholur og myndar stíflur, hún hreinsar umframolíuna og stífluna burt eða “exfoliatar”

Ímyndið ykkur vegg í dýpri lögum húðarinnar. Þessi veggur er mjög olíukenndur sem gerir yfirborð húðarinnar einnig olíukennt og jafnvel stíflað. Húðfrumurnar í húðinni reyna að fara fram hjá þessum olíukennda vegg en komast ekki vegna olíunnar, þær safnast því saman hjá veggnum og mynda jafnvel stíflur. Veggurinn er einnig þakinn dauðum húðfrumum sem ekki hafa komist upp á yfirborðið og sitja því sem fastast undir húðinni.
Þessar dauðu húðfrumur viljum við losna við svo húðin stíflist ekki, yfirborðið verði fallegra og heilbrigðara.
Salicylic sýran vinnur í dýpri lögum húðarinnar, alveg hjá olíukennda veggnum. Sýran hefur þann eiginleika að brjóta upp þennann olíukennda vegg svo frumurnar komist fram hjá honum og upp á yfirborðið.
Hún þannig hreinsar stífluna og dauðu húðfrumurnar sem kunna hafa safnast saman bakvið vegginn og kemur í veg fyrir umfram olíu, bólgur, stíflur og fílapennsla.

Salicylic sýran er því mjög góð til að vinna gegn bólumyndun, bólgum, stíflum, fílapennslum, rósroða og minnka sýnileika húðhola.
Sýran er vinsælust til notkunar fyrir húð sem er í stórum bardaga við bólurnar og get ég ekki mælt meira með fyrir unglingana sem eru að byrja að fá sínar fyrstu bólur að kynna sér Salicylic Sýru og bæta henni við húðrútínuna áður en ástandið versnar.

Það á það sama við allar gerðir af sýrum, það þarf að kunna að nota þær rétt svo þær vinni rétt.
Salicylic sýru má nota kvölds og morgna. Jafnvel bæði ef það er tekið sérstaklega fram á vörunni sjálfri.
Það fer allt eftir eðli vörunnar hvernig hún er notuð en Salicylic sýru er að finna í allskonar formum. Andlitstóner, bómullaskífum, vökva formi, möskum osfrv. Það er því mikilvægt að lesa sér vel til um vöruna áður en byrjað er að nota hana.

Sýran skal alltaf fara á hreina húð. Það er að segja strax á eftir hreinsun. Veitið húðinni góðan raka eftir á þegar þið noti BHA sýru.
Byrjaðu hægt og byggðu þig upp í notkun og styrkleika.
Ef engin vandamál eru til staðar í húðinni skaltu draga úr notkun á vörunni – ágætt er að nota hana 1-2x í viku öðru hverju til að viðhalda árangrinum.

Til að koma með sýnilegt dæmi þá nota ég Salicylic sýru í formi andlitshreinsi eða hreinu vökva formi þegar ég fæ leiðinlegar bólur eða stíflur á húðina. Gjarnan nota ég The Ordinary – Salicylic Acid sem “spot treatment” og nota formúluna eingöngu á bólusvæðið. Þetta hef ég gert 3x í viku (ekki of oft) þar til vandamálið er horfið. Gjarnan nota ég serum eða aðrar vörur sem innihalda fleiri en eina formúlu af sýrum og þar á meðal BHA en þessar vörur eru oft mildari og má því nota oftar, jafnvel daglega. Enn og aftur munið að lesa ykkur vel til um vöruna.

Til eru maskar sem innihalda BHA og AHA sýru saman. Þessa maska er frábært að nota 1x í viku. Þeir eru samansettir af fagfólki með réttu % prósentuhlutfalli fyrir húðina. Ekki reyna sjálf að blanda saman AHA og BHA sýru í sömu húðrútínu.

Samantekt:

Fyrir hverja:
– Olíumikla húð
– Unglinga
– Bólur, bólgur, roða, fílapennsla, stórar húðholur og stíflur
– Rósroða

Do’s and Don’ts
– Ekki nota með AHA í sömu húðrútínu
– Byrjaðu rólega og byggðu þig upp
– Lestu vel á vöruna og kynntu þér hve oft má nota hana og hvenær.
– Munið ALLTAF eftir sólarvörninni

Dæmi um vörur:


– The Ordinary – Salicylic Acid 2% Solution // Fæst hjá Maí
– Paula’s Choice Skin Perfecting 2% BHA Liquid Exfoliant // Fæst hjá Cult Beauty
– NIP + FAB – Salicylic Fix Clay Mask // Fæst hjá Beautybox og WeGotYou.is
– Nip Fab Teen Fix Pore Blaster Cleanser Night // Fæst hjá Beautybox og WeGotYou.is
– Sunday Riley U.F.O. Ultra Clarifying Face Oil // Fæst hjá Cult Beauty