#2 VARA VIKUNNAR / Allies of Skin – 1A Retinal + Peptides Overnight Mask

Eins og ég nefndi í fyrra blogginu “Vara vikunnar” (sem er hægt að lesa hér) þá hef ég gríðarlega gaman að lesa “reviews” eða umfjallanir um ákveðnar vörur sem einhver hefur verið að prófa. Ekki aðeins til að heyra hvað þeim finnst heldur líka til að kynnast fleiri vörum, vörumerkjum og jafnvel fræðast um eitthvað áhugavert í staðinn.
Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef uppgötvað margar frábærar vörur með því aðeins að lesa blogg eftir aðra með sambærilegar umfjallanir eða hlusta fólk blaðra um það á Youtube.

En vara vikunnar er vara sem að mínu mati vara sem ætti að vera vara vikunar ALLTAF – svo frábær er hún.
Það er ekki langt síðan Allies of Skin kom til landsins en ég hafði verið búin að skoða mér og kynna vörumerkið aðeins áður og var mjög heilluð. Fagnaði því sérstaklega þegar ég sá að merkið væri á leiðinni til landsins.

Allies of Skin er vörumerki sem heldur sig við hreinar vörur með hágæða innihaldsefnum. Þau leggja sig mikið fram að skila innihaldinu með góðum og þróuðum formúlum sem eru algjörlega lausar við öll skaðleg efni. Mörg vörumerki eru með snefil af mörgun innihaldsefnum meðan önnur sitja aðeins með klínísk og vönduð efni, líkt og Allies of Skin en það er það sem gerir vörurnar þeirra svo einstakar og það er það sem þú greiðir 100% fyrir þegar þú kaupir vöruna, virkilega virk og góð innihaldsefni.

Þennan dásamlega maska hef ég notað 1x í viku amk síðan ég fékk hann.
Hann er stútfullur af innihaldsefnum sem vinna á þreyttri, stressaðri og skemmdri húð og verndar hana einnig gegn ótímabærri öldrun ásamt sindurefnum umhverfisins.
Hann vinnur sína vinnu svo sannarlega að næra húðina, jafna hana, gefa henni ljóma og birtu en hann hefur líka þá kosti að draga úr sólarskemmdum sem húðin hefur orðið fyrir.
Arctic Cranberry fræ og Cloud Berry fræ mynda olíu í formúlunni sem næra húðina svo vel, styrkja hana auka teygjanleika hennar.
Hann inniheldur Retinaldehyde sem er form af Vítamín A en Vítamín A er þekkt fyrir að hafa góða og virka eiginleika á öldrun húðarinnar, fyrirbyggja og draga úr.
13,5% Peptíð, 9 Andoxunarefni og 5 ólíkar formúlur sem birta til í húðinni.

Maskinn er einnig snilld að nota meðan þú ert í flugi til að vernda húðina þína fyrir þurra loftinu. Hann læsir rakanum í húðina og heldur eiturefnunum úti. Hann er einnig tilvalinn til að nota ef húðin þín er að berjast við bólur og bólgur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það að hann dregur úr bólumyndun um allt að 67% á 28 dögum!!

Maskann á að nota á hreina húð á KVÖLDIN. Notið 2-3x pumpur yfir allt andlitið og niður hálsin
Leyfið maskanum að vinna vel yfir nóttina og þrífið af daginn eftir.
Munið eftir að nota sólarvörn daginn eftir.

Ég elska að nota þennan maska á sunnudögum eftir vikuna bæði til að undirbúa húðina mína fyrir nýja viku og “skola af” langa og erfiða viku

Samantekt:

Maskinn gefur húðinni:
– Raka
– Ljóma
– Fallegri áferð
– Birtu
– Dregur úr bólgum og bólum
– Vinnur á skemmdum í húðinni
– Verndar hana gegn ótímabærir öldrun.

Fyrir hverja?
– Allar húðgerðir
– Húð sem þarfnast raka, næringu og birtu
– Húð sem vill vinna og vernda gegn ótímabærri öldrun

Þú færð Allies of Skin vörurnar hjá Nola.