
Um daginn gerði ég könnun á Instagraminu mínu og spurði hvort þið væruð óörugg þegar kæmi að því að velja sér húðvörur og af hverju.
Mikill meirihluti sem var mjög óöruggur í vali á húðvörum og ástæðurnar voru svo ótal margar og fjölbreyttar. Mörg þeirra snérust einfaldlega út á að þau vissu ekki hver sín húðgerð væri og þar af leiðandi vissu ekki hvaða vörur ætti að velja fyrir sig. Margir sögðu ekki vita hvar þau ættu að byrja, úrvalið væri orðið svo mikið að það er orðið yfirþyrmandi. En það mætti segja að fyrsta skrefið sé að þekkja sína húðgerð og fara svo þaðan að skoða vörur sem henta þeirri húðgerð.
Punktarnir voru svo góðir og gaf mér fullt af hugmyndum fyrir góð blogg sem ég ætla að reyna að skrifa. Vonandi gerir þetta auðveldara fyrir einhverja og dregur úr óörygginu.
Mæli með að þið dragið fram glósubókina 🙂

Ég ætla að byrja á húðgerðum. Það er í raun fyrsta skrefið að hefja sína ferð að góðri húðrútínu.
Húðgerðir eru ótrúlega mismunandi. Segjum sem svo að tveir einstaklingar séu með þurra húð, þeir gætu þurft á mjög ólíkum vörum að halda vegna margra ástæðna. Þetta snýst svolítið út á það að prófa sig áfram.
Ég veit það er kostnaðarsamt að versla nýjar húðvörur og ekkert meira svekkjandi en að kaupa vöru og hún hentar manni svo ekki, en það er mjög sniðugt að fá prufur í verslunum eða kaupa ferðastærðir fyrst.
Þetta mun hljóma mjög dramatísk en mér finnst gott að “hlusta” á húðina mína hverju sinni. Hvað vantar henni í dag, hvernig líður mér í henni, er hún mjög glansandi, eða er ég “stíf” í húðinni eftir hreinsun. Eru húðholurnar mínar stærri osfrv.
Húðgerðin þín helst aldrei eins. Hún er sífelt að breytast og þroskast. Hún getur breyst töluvert við meðgöngu, hækkandi aldur, árstíðarbreytingar ofl. Þess vegna er mikilvægt að “hlusta” á húðina því einn daginn getur hún verið mjög þurr en svo nokkrum mánuðum seinna farin að glansa – þá dugar ekki að nota gömlu góðu vörurnar sem þú keyptir fyrir þurru húðina.
Húðgerðir skiptast í nokkra flokka og ætla ég að skipta bloggunum niður eftir húðgerð svo hvert blogg verði ekki yfirþyrmandi langt. Ég vil yfirleitt fara ýtarlega í hlutina svo allar upplýsingar komist til skila og það sitji eitthvað eftir hjá ykkur.
Það eru til nokkrar týpur af húðgerðum:
– Normal
– Þurr (Dry)
– Olíukennd (Oily)
– Blönduð (Combination)
Ég vil svo bæta við húð sem skortir raka. (Dehydrated)

Þurr húðgerð.
Hvað er það sem veldur því að húðin verði þurr?
Normal húð hefur bæði nóg af raka og olíuframleiðslu í húðinn, hún er mjúk og “plumped” . Þegar húðin er sem slík hefur hún góðan varnarvegg. Það er nauðsynlegt fyrir húðina að hafa góðan varnarvegg, hann verndar húðina gegn umhverfisáhrifum og heldur rakanum og næringunni í húðinni.
Þurr eða gróf húð hefur skemmdann varnarvegg.
Þurr húð hefur litla olíuframleiðslu og lítið af náttúrulegum raka. Svo húðin okkar verði mjúk, heilbrigð og “plumped, þarf hún fyrst og frems olíu en einnig góðan raka.
Það sem getur gert húð þurra er of kalt veður eða of heitt. Heitt vatn (sturtan – nota frekar volgt vatn), nota of mikið af vörum með þurrkandi innihaldsefni. Húðin verður einnig þurrari með aldrinum.
Hvernig veit ég ef húðin mín þurr?
Húðin getur myndað þurrkubletti á yfirborði sínu. Einnig getur húðin verðið “þröng” – sérstaklega eftir hreinsun, virkar eins og hún sé stíf þegar þú brosir t.d. Hún getur einnig verið fremur viðkvæm fyrir húðvörum og fínar línur sjáanlegar.
Þurr húð hefur gjarnan litlar húðholur en getur myndað fílapennsla auðveldlega. Hún er líflaus og vantar þéttleika. Vörurnar gætu einnig verið lengur að sitja á yfirborði húðarinnar heldur en að draga sig inní hana.
Núna vitum við að þurr húð skortir meira af olíu og raka en venjuleg húð svo við getum farið að spá í hvað við þurfum í vörunum til að auka olíuframleiðsluna og rakann. Einnig þarf að vera vakandi fyrir því hvað ber að varast svo húðin missi ekki meiri olíu.
Andlitshreinsir:
Hreinsun húðarinnar er mikilvægasta skrefið í öllum húðrútínum.
Skoðið andlitshreinsa sem næra húðina og veita henni einnig raka.
Andlitsolía og andlitsbalm eru frábærir kostir og einnig til að þrífa af sér farðann.
Þeir næra húðina með olíukenndri áferð sinni, þurrka hana ekki né erta. Farðinn bráðnar af húðinni.
Hreinsimjólk og léttir krem hreinsar eru einnig mjög góðir fyrir þurra húð. Forðist hreinsa sem innihalda Alkahól sem fyrsta innihaldsefni og leitið af hreinsum sem innihalda Water sem fyrsta innhald.
Margir Tóner innihalda alkahól en þeir geta verið mjög þurrkandi, forðist slíkt. Það eru til fjölmargir tónerar sem innihalda ekki alkahól
Sleppið flestum froðuhreinsum en þeir innihalda margir SLS (Sodium Lauryl Sulfate = Innihald sem hefur þurrkandi áhrif á húðina)
Sleppið einnig öllum kornaskrúbbum þar sem þeir geta valdið meiri ertingu á húðina en eins og nefnt hér að ofan þá getur þurr húð verið frekar viðkvæm. Leyfið frekar AHA sýrum að vinna þá vinnu með að skrúbba húðina.
Látið hreinsivötn og hreinsiklúta alveg vera!
Sýrur:
AHA sýrur – Lactic Acid er frábær fyrir þurra húð.
Mikilvægt að byrja á vægum styrkleika og vinna sig upp.
Lactic acid er góður exfoliator (skrúbb) fyrir yfirborð húðarinnar.
Sýran sér um það að leysa upp límið sem er á milli húðfruma og yfirborð húðarinnar (s.s. leysir upp dauðar húðfrumur sem sitja fast á yfirborð húðarinnar) Þetta gerir að verkum að húðvörurnar eigi greiðari leið inn í húðina og yfirborðið verður fallegra.
Serum, Rakakrem og Olíur
Veljið ykkur serum sem eru olíukenndari, en þurr húð skortir olíu og því er mikilvægt að hún fái olíu og góða næringu. Ef þú veist ekki hvernig þú átt að velja gott serum er gott að hugsa að serum er valið út frá þeim eiginleikum sem þú vilt lagfæra á húðinni sem er ekki tengt húðgerðinni þinni. Sem dæmi til að lagfæra litabreytingar í húðinni, fyrirbyggja öldrunareinkenni, auka þéttleika osfrv.
Serum vinnur dýpra í húðinni svo það er góð leið að nota það til að vinna á slíkum húðvandamálum. Veldu þér bara serum í tengslum við það með tilliti til þinnar húðgerðar, eitthvað sem gefur líka góða næringu og raka.
Rakakremin velur þú þér út frá húðgerð þinni, i þessu tilfelli fyrir þurra húð.
Rakakrem fyrir þurra húð eiga að vera “Oil Based” en það þýðir að það sé olía í fyrstu innihaldsefnunum á vörunni (til dæmis jojoba oil eða sweet almond oil) Þau eru oft þykkari og meira nærandi. Einnig er hægt að leita eftir “nourishing” á pakkningunni.
Olíur, olíur og meiri olíur. Það eru til ótal góðar andlitsolíur, nýttu þér þær. En bara EKKI fara inn í skáp heima hjá þér og nota kókosolíuna, ég meina þá olíur sem eru ætlaðar í húðumhirðu, ekki bakstur og eldamennsku.
Veturinn er vestur því þá rænir kuldinn rakanum okkar úr húðinni. Það er gott að eiga til nóg af andlitsolíu fyrir veturinn og rakakrem sem hefur þykkari áferð.
Þegar húðin hefur loks fengið þá næringu sem hún þarfnast verða fínni línur minna sjáanlegri og húðin verður heilbrigðari.
Einnig ef húðin er mikið þurr þá myndi ég mæla með að skoða farða sem innihalda olíu sem fyrsta innihaldsefni. Vatn sem fyrsta innhaldsefni ekki er ekki slæmt heldur en haldið ykkur frá Sílikon förðum

Innihaldsefni – Do’s and Don’ts
Við viljum sjá þessi innihaldsefni fremst eða mjög framarlega.
Do’s:
–Squalane – olía
– Glycerin – gefur raka og næringu
– Hyaluronic Acid – gefur raka
– Water (á oft við í gel eða krem hreinsum)
Don’ts
Viljum ekki sjá þessi innihaldsefni ofarlega á innihaldslistanum.
– SLS – Sodium Laureth Sulfate hefur þurrkandi áhrif, oft notað í vörum fyrir olíumikla húð.
– Alkahol -þurrkar – á oft við í gel eða krem hreinsum, það er eðlilegt að það sé Alkahól í sýrum
– Benzoyl peroxide – efni sem notað er við að þurrka upp bólur
Mér finnst ég ekki geta mælt með vörum sem ég sjálf hef ekki prófað eða hef ekki heyrt um. Þær vörur sem ég mæli með hér að neðan hafa annað hvort verið notaðar af mér sjálfri eða ég veit hafa hentað vel fyrir þurra húðgerðir á ólíkum einstaklingum. Ég tek ekki fyrir margar vörur sem ég get mælt með því ég vil ekki flækja þetta of fyrir ykkur né finnst mér ég ekki hafa prófað nægilega margar vörur (enþá) til að hafa þetta fjölbreytt (þið skiljið vonandi :))
Einnig vil ég reyna að mæla með vörum sem fást hér heima eða sé auðvelt að panta sér að utan frá.
BodyShop – Camomile Silky Cleansing Oil – Frábær í hreinsun á farða // Fæst hjá BodyShop
Clarins – Cleansing Milk With Alpine Herbs – Dry/Normal Skin – Mjög nærandi hreinsir // Fæst hjá Hagkaup
Lancome – Tonique Confort Re-Hydrating Comforting Toner – ótrúlega rakagefandi og nærandi tóner // Fæst hjá Hagkaup
The Ordinary – Lactic Acid 5% – AHA sýra sem hreinsar dauðarhúðfrumur og dregur úr þurrki. // Fæst hjá Maí.
YSL – Pure Shots Night Reboot Resurfacing Serum – frábært serum sem inniheldur Glycolic Acid, flott að slá tvær flugur í einu höggi að fá gott serum með sýru. Fullkomin leið til að byrja að nota sýrur. // Fæst hjá Hagkaup
Clarins – Double Serum – Er og verður alltaf uppáhalds serumið mitt. Er olíukennt og fullkomið fyrir þurra húð. Getið lesið nánar um það hér // Fæst hjá Hagkaup
Weleda Skin Food – Ótrúlega rakagefandi krem, henntar vel fyrir mjög þurra húð og er fullkomið á veturnar. // Fæst hjá Wegotyou.is
Drunk ELephant – LaLa Retro – mjög rakagefandi krem // Fæst hjá Cult Beauty.
Clarins Hydra-Essentiel Rich Cream – Very Dry Skin – Gefur fullkomna næringu og raka. Inniheldur góða olíu. Viðheldur olíuframleiðslunni vel í húðinni á öllum árstíðum. // Fæst hjá Hagkaup
Rakamaskar er einnig góð leið til að fá aukinn raka og næringu í húðina. Ég vel mér yfirleitt góða rakamaska sem ég má sofa með og nota 2x-3x í viku. Jafnvel oftar yfir vetrartímann.
Summer Fridays – Jet Lag Mask – fullkominn rakamaski, nota hann mjög mikið yfir daginn og nótt. // Fæst hjá Cult Beauty
BodyShop – Ethiopian Honey Deep Nourishing Mask – Einn af mínum uppáhalds, nærir húðina svo ótrúlega vel ! Hef hann á í góðann hálftíma og þríf svo af með volgu vatni. // Fæst hjá Bodyshop
Clinique – Moisture Surge Mask – Mjög djúpnærandi og góður // Fæst hjá Beautybox.is og Hagkaup
Stutt samantekt:
Þurr húð þarf:
-Krem sem innihalda olíur
-Krem með þykkari og feitari áferð
-Andlitsolíur
-Nærandi andlitshreinsar
-Lactic Acid (AHA)
