#3 VARA VIKUNNAR / CHANEL Hydra Beauty Camellia Water Cream

Ég elska falleg krem. Falleg krem, já það er eitthvað!
Dásamleg rakakrem sem gera húðina gullfallega og ljómandi á sekúndubroti.
Ég hef átt þetta krem í svolítin tíma, kom mér lítið upp á lagið að nota það almennilega en svo allt í einu fór ég að grípa í það og hef núna gripið aðalega í það þegar ég er að fara að farða mig. Útkoman á húðinni verður svo flott !

CHANEL Hydra Beauty Camellia Water Cream

Hver elskar ekki Chanel? Bara pakkningar einar og sér heilla mig !
CHANEL Hydra Beauty Camellia Water er einstaklega létt rakakrem sem er baðað í Camelliu Vatni til að gefa húðinni hámarks raka.
Í vörunni eru þrjú mismunandi þykkni sem tekin eru af blóminu Camellia. Þau gegna öll ólíkum tilgangi en það er meðal annars til að veita góðan raka, þéttleika og gefa húðinni fersk yfirbragð en Camellia blóm hefur þá eiginleika að veita húðinni hámarks raka og mýkt.

Þetta fallega rakakrem hefur svo fallega ljómandi formúlu að strax eftir ásetningu er hún mun ferskari og ljómandi. En þó ekki of ljómandi að húðin lýti út eins og diskókúla heldur eins og ljóminn komi allur innan frá, náttúrulegur.
Fullkomið undir farða !

Samantekt:

– Gefur húðinni raka
– Veitir mikla mýkt
– Inniheldur fallegan ljóma.

Fyrir hverja? 
– Alla sem vilja fá aukinn ljóma og frískleika í húðina
– Þau sem vilja aukinn ljóma undir farðann.