
Þá höldum við áfram með sýrurnar.
Ég skrifaði síðast um BHA sýru en þar er Salicylic sýra eina sýran í þeim flokki. Hægt að lesa nánar hér.
AHA sýrur innihalda nokkrar ólíkar sýrur en ég ætla að skrifa ýtarlega um þær helstu í sitthvoru blogginu.
AHA eða Alpha Hydroxy Acid hafa samskonar eiginleika og BHA sýrurnar að einhverju leiti en þær vinna einnig á mjög ólíkum hlutum.
Ef við rifjum smá upp frá síðasta bloggi þá eru BHA sýrurnar frábærar fyrir olíumikla húð, bólur og stíflur (mér fannst gott að muna BHA=Bólur) en ég man hlutina betur með að tengja þá við eitthvað sérstakt. En jæja Alpha Hydroxy Acid
AHA (ALPHA HYDROXY ACID)
Glycolic Acid, Lactic Acid, Mandelic Acid og Tartaric Acid er allt form af AHA sýrum.
Þær eiga það allar sameiginlegt að skrúbba burt dauðar húðfrumur eða exfoliate-a eins og ég vil kalla það. Þær eru frábærar til að vinna gegn öldrunar einkennum, auka raka í húðinni ofl.
Ég ætla að skrifa um Glycolic Acid en hún og Lactic Acid eru þær algengustu sýrurnar í formi AHA

GLYCOLIC ACID
Glycolic Acid kemur frá sykurreyr og er fyrst og fremst ávaxtasýra.
Sýran hefur þá eiginleika að vinna á yfirborði húðarinnar. Húðin okkar er sífellt að framleiða nýjar húðfrumur, þessar húðfrumur ferðast upp á yfirborðið á mánuði og deyja þar. Dauðu húðfrumurnar sitja sem fastast á yfirborðinu og koma í veg fyrir að kremin okkar komist ofan í húðina og ef húðfrumurnar eru ekki hreinsaðar reglulega þá safnast þær saman og búa til ljóta áferð á húðina okkar, húðin verður líflaus og hún eldist einnig hraðar. Glycolic sýran hreinsar burt allar dauðar húðfrumur af ysta lagi húðarinnar, flýtir fyrir endurnýjun og sér til þess að húðvörurnar þínar eigi greiðari aðgang að dýpri lögum húðarinnar.
Glycolic sýran hefur meista ávinninginn af AHA sýrunum þegar kemur að því að tækla öldrunareinkenni. Hún hefur minnstu sameindina af öllum AHA sýrunum sem þýðir að hún ferðast lengra ofan í húðina en hinar. Hún nær að vinna ótrúlega vel á kollagen og elastin frumunum en þær frumur sjá til þess að húðin þín haldist þétt og teygjanleg. Þegar við eldumst hægist á endurnýjun húðarinnar og yfirborðið verður þreyttara og líflausara, við viljum því halda þessari endurnýjun hraðari eins lengi og við getum og þar kemur Glycolic sterk inn. Einnig hægist verulega á kollagen og elastin frumunum með hækkandi aldri og því mæli ég með að 30 ára + kynni sér Glycolic í húðrútínuna sína.

En það er ekki bara það sem sýran er frábær fyrir heldur vinnur hún mjög vel á þurrki. Fínar línur eru mjög sjáanlegar á húð sem skortir raka en góður raki getur einfaldlega gert þessar línur mun minna áberandi. Glycolci sýran eykur magn rakans í húðinni og er því frábær fyrir þurra húð.
Svo er hægt að nota sýruna á meira en bara andlitið en þurr líkami gagnast vel af henni. Ég hef notað sýruna mikið á olnboga, hné og hæla en þar er ég þurrust á líkamanum. Ég einfaldlega helli sýrunni í bómul, strýk yfir nokkur kvöld í viku og með tímanum minnkar þurrkurinn. Að setja sýruna á hælana er besta trixið sem ég veit um en ég er alltaf með þurra hæla, ég hef farið oft í fótsnyrtingu, prufað Baby Socks, raspað hælana og eytt endalaust í krem en þetta virkar lang best !
Mér finnst einnig frábært að nota þessi trix á olnbogana og hnéin nokkrum dögum áður en ég ber á mig brúnku, ég er þá búin að fyrirbyggja þurrk í húðinni og brúnkan verður jafnari og fallegri.
Sýruna má einnig nota eftir rakstur til að koma í veg fyrir inngróin hár. Ég hef heyrt suma nota hana undir hendurnar til að koma í veg fyrir svitalykt og einnig á bak og bringu til að draga úr bólumyndun á þeim svæðum. Þar sem sýran hreinsar burt dauðarhúðfrumur líkt og BHA sýran þá vinnur hún vel á bólum líka. Munurinn er þó að hún dregur ekki úr umfram olíuframleiðslu í húðinni líkt og BHA sýran gerir.
En hvernig á að nota hana?
Til eru mismunandi styrkleikar af sýrunni og mæli ég með að byrja alltaf á lágri % og byggja sig rólega upp. Það er mjög auðvelt að koma húðinni í uppnám með að nota of sterkar sýrur í byrjun eða of mikið.
Gullna reglan er að, byrja rólega og byrja í lágri %.
Glycolic skal alltaf berast á hreina húð. Það er að segja strax á eftir hreinsun. Næst á eftir má klára restina af rútínunni.
Ef þú ert að byrja á að nota sýrur þá hef ég alltaf mælt með að byrja 1x í viku fyrstu vikuna, 2x í viku seinni vikuna osfrv.
Lestu vel á leiðbeiningarnar á sýrunni sem þú notar, má nota hana á hverjum degi? (þá þegar þú ert búin/n að byggja upp þolið auðvitað) Má nota hana á daginn? osfrv.
Ég nota sterkari Glycolic sýru 2x í viku og vægari 2x í viku og ég nota hana yfirleitt á daginn. Hér er ástæðan.
Þú mátt ekki nota AHA sýru í sömu rútínu og BHA sýru og Vítamín A (Retinol). Að nota AHA sýruna með öðru hvoru af þessum formum getur verið of mikið húðina og valdið ertingu, viðkvæmni roða ofl.
Ég nota til dæmis alltaf Vítamín A á húðina mína á kvöldin og Glycolic Acid á daginn. Það mikilægasta er einnig að muna eftir sólarvörninni !
Glycolic Acid er til í allskonar formum, tóner, serum, bómullarskífum, möskum ofl. Það er mjög misjafnt hvað ég vel hverju sinni en veljið endilega út frá því hvað ykkur finnst þæginlegast að nota.
Samantekt:
Fyrir hverja:
– Alla – sérstaklega þurra húð eða húð sem skortir raka.
– 25+
– Húð sem er líflaus
– Húð sem er með smá bólur
– Húð sem vill targeta öldrun.
Do’s and Don’ts
– Ekki nota með BHA í sömu húðrútínu eða Vítamín A
– Byrjaðu rólega og byggðu þig upp, hækkaðu einnig styrkleika % rólega
– Lestu vel á vöruna og kynntu þér hve oft má nota hana og hvenær.
– Munið ALLTAF eftir sólarvörninni
Dæmi um vörur
– The Ordinary – Glycolic Acid 7% Toning Soulution // Fæst hjá Maí.
– Yves Saint Laurent – Pure Shots Serum Night Reboot // Fæst hjá Hagkaup
– Nip+Fab – Glycolic Fix Tonic // Fæst hjá Beautybox.is og We Got You
– Sunday Riley – Good Genes Glycolic Acid Treatment // Fæst hjá Cult Beauty
– Pestle & Mortar – Exfoliate Toner // Fæst hjá Nola
– Drunk Elephant – T.L.C. Framboos Glycolic Night Serum // Fæst hjá Cult Beauty
