#4 VARA VIKUNNAR / Elizabeth Arden – Retinol Ceramide Capsules

Það er ekki langt síðan ég prufaði fyrst húðvörurnar frá Elizabeth Arden en ég var fljót að falla fyrir þeim. Sérstaklega nætur seruminu. Ég elska vörur þar sem þú finnur og sérð árangur mjög fljótlega en það var klárlega þannig með Retinol Ceramide Seruminu frá Elizabeth Arden.

Retinol Ceramide Capsules er nætur serum sem kemur í ambúllum. Ástæða þess að serumið geymist í ambúllum er að Vítamín A (Retinol) innihaldsefnið er afar viðkvæmt fyrir loftlagsbreytingum og sólarljósi. Það er best geymt í dökkum umbúðum eða ambúllum líkt og í þessu tilfelli.
Elizabeth Arden segir að Retinolið þeirra sé 76% sterkara en önnur Retanol sem ekki eru geymd í loftþéttum eða dökkum umbúðum.
Mér persónulega finnst æði að nota slíkar vörur sem eru skammtaðar fyrir mig. Ég veit þá að ég er akkurat að fá þann skammt sem húðin mín þarfnast, minni sóun. Er líka frábært að eiga svona ambúllur til að taka með í ferðalögin.
En varan sjálf inniheldur Retanol en Retanol er form af Vítamín A. Vítamín A hefur þá mikla eiginleika að vinna vel gegn öldrun húðarinnar og draga úr fínum línum.
Áferðin á seruminu sjálfu er hálf gel kennt með möttu ívafi ( á mjög erfitt með að útskýra þessa áferð) en hún er afar þæginleg við ásetningu.
Þar sem serumið inniheldur Vítamín A gengur það djúpt í húðina, vinnur vel á fínum línum, þéttleika og áferð húðarinnar. Formúlan inniheldur einnig Ceramide hjálpar til við að búa og styrkja varnarvegg húðarinnar og auka rakann í húðinni.

Ég tók snemma eftir góðum árangri á seruminu en ég notaði það í 60 daga.
Helsti munurinn sem mér fannst var áferðin á húðinni. Hún varð ótrúlega mjúk, mun sléttari og fallegri. Mér fannst húðin fá meira af náttúrulegum ljóma sem gerði húðina enn heilbrigðari en hún var fyrir.
Ég hef mælt mikið með þessu serumi og meðal annars mömmu en hún gjörsamlega elskar það.

Þessi vara er fullkomin fyrir þau sem vilja koma sér á Retinol vagnin en eru kannski smeyk. Gott að byrja að venja húðina við Retinol mjög rólega því árangurinn skilar sér vel með seruminu.

Serumið skal nota á kvöldin á hreina húð. Leyfið því að vinna á húðinni í smá stund og setjið svo næturkrem yfir.

Samantekt: 

Serumið gefur húðinni: 
– Ljóma
– Fallegri áferð 
– Dregur úr öldrunareinkennum og fínum línum
– Vinnur á litabreytingum
– Eykur þéttleika húðarinnar
– Verndar rakann í húðinni

Fyrir hverja?
– Allar húðgerðir 
– Húð sem vill byrja að vernda sig á ótímabærri öldrun
– Húð sem vill vinna á öldrunareinkennum
– Þau sem vilja hoppa á Retinol vagninn rólega.
– 30+

Þú færð Elizabeth Arden vörurnar hjá Hagkaup