“Húðgerðir” Part II: Húð í rakaskorti / Dehydrated skin.

Ég er búin að bíða lengi eftir að geta skrifað langt og ýtarlegt blogg um þessa “húðgerð”.
Þetta er í raun ekki húðgerð en ég vil meina að þetta sé það, þetta er meira húðvandamál en það þjást svo margir af þessu vandamáli. Ég er með dehydrated skin, næ oft að halda því í skefjum en þarf samt sem aður að passa mig því húðin er fljót að snúast við ef ég er ekki dugleg að hugsa um hana.

Týpur af ólíkum húðgerðum:
– Normal
– Þurr (Dry)
– Olíukennd (Oily)
– Blönduð (Combination)
– Ég vil svo bæta við húð sem skortir raka. (Dehydrated)

Dehydrated skin er í raun húð sem skortir RAKA.
Þessi “húðgerð” getur verið svoldið trikký og margir velta fyrir sér hver sé munurinn á þurri húð og húð sem skortir raka.
Ástæða þess að mig langar að skrifa um þetta sem” húðgerð” er að ég sé þetta vandamál hjá allt of mörgum og flestir átta sig ekki á að þetta sé ástand. Að vita það að húðin mín skorti raka á tímabili, þá meina ég MIKINN raka var gamechanger og breytti húðinni minni frá A-Ö. Ég hélt að ég væri að fá nóg raka úr rakakreminu mínu but boy I was wrong.
Það voru allt hinar vörurnar sem skemmdu rakann í húðinni minni, hreinsirinn minn, tónerinn, hreinsimaskinn, andlitsskrúbburinn…. ég spáði ekkert hvað væri í vörunum sem ég notaði, allar vörurnar mínar innihéldu þurrkandi efni fyrir húðina á einhvern hátt. Svo á hverju kvöldi var ég að þurrka þurrka þurrka og sletta svo smá rakakremi ofan á (því guð forði mér frá því að setja of mikið rakakrem því ég ætlaði sko ekki að stífla húðina, ef ég hefði bara vitað betur)

En húð sem skortir raka, er það ekki bara þurr húð?
Nei, þetta er mjög ólíkt.
ÞURR HÚÐ = SKORTIR OLÍU (og jú auðvitað smá raka en mest olíu)
DEHYDRATED HÚÐ = SKORTIR RAKA (pjúra raka, Hyaluronic, hydration)
Olía og vatn eru tveir ólíkir hlutar
Ég bloggaði um þurra húðgerð ekki fyrir svo löngu, hægt að lesa allt um það hér.

Húð í rakaskorti

Hvað er það sem veldur því að húðinni fer að skorta raka?
Eins og ég nefndi hér að ofan þá þekki ég þetta húðvandamál vel. Ég ofhreinsaði húðina á mér með innihaldsefnum sem voru öll ætluð til að hreinsa burt umfram olíu af húðinni – oft selt til olíumikillar húðgerðar. Ég gerði líka þau mistök að bera ekki næginlegn raka á móti, hélt að rakakremið mitt væri í raun nóg. Svo var ég líka skíthrædd að ég myndi stífla húðina mína meira ef ég færi að bera á mig meira krem (en sú fáfræði á sæti í sér bloggi, stay tuned!)
Ofhreinsun er þegar húðin losar sig við rakann í húðinni, þú hreinsar húðina of mikið að vörurnar draga í sig rakann úr húðinni.

Húðin okkar þarf raka en án hans eyðileggst varnarveggurinn í húðinni okkar en hann sér til þess að halda öllum bakteríum og öðrum umhverfisáhrifum frá húðinni okkar. Þegar húðinni okkar skortir raka fer hún að reyna vinna upp þennan raka skort. Hún fer þá að framleiða olíu, gervi olíu eins og ég vil kalla það, til að halda í eitthvað. Þessi umfram olía veldur miklum leiðindum í húðinni og oftast leiðir hún til frekari bólumyndunar.
Það eru pottþétt margir sem tengja við að vera með bólur, kaupa sér bóluhreinsirinn, bólu skrúbbinn og bólumaskann. Nota létt krem yfir og forða sér frá því að bera góðan rakamaska eða olíu á bólurnar. En bólurnar lagast ekkert, með tímanum verða þær bara fleiri. Hér er komin “gervi” olía í húðina og þú þarft að næra hana STRAX!
Mikið af bóluvandamálum má leysa með að auka rakann í húðinni ! (Ég mun koma með laaaangt og gott blogg um bólur, no worries)
Meirihluti fólks telur að því að bólumyndun komi aðeins út frá olíumyndun og olíumikilli húð sem er stífluð en þegar hún getur verið að koma frá rakaskorti.
Þess vegna dettum fæstum í hug að húðin þeirra skortir raka. En það er auðvitað ekki alltaf að húð sem skortir raka fái endilega bólur en það er algengt.
Það eru ótal margir einstaklingar sem hafa haft frábæra normal húð, húðin fer kannski létt að glansa, hún er hreinsuð, þurrkuð og þrifin meira en vanalega til að losna við glansinn en glansinn verður bara meiri, hér er einstaklingurinn byrjaður að þurrka rakann úr húðinni og olían verður bara meri sem þýðir meiri glans, vítahringurinn er byrjaður.
Stress, veðurfar, alkahól, reykingar eru einnig algeng atriði sem fá húðina til að missa rakann sig.

Hvernig veit ég ef húðin mín skortir raka?
Húðin fer að skorta heilbrigði. Litarhaft húðarinnar verður grátt sem oftast má sjá á myndum (sérstaklega þegar tekið er með flassi.)
Bólur geta myndast og fílapennslar. Húðin mun drekka í sig vörurnar strax eftir ásetningu og húðholur geta verið bæði litlar og stórar.
Húðin getur verið olíukennd en einnig skort mikinn raka í dýpri lögum en þá eru einkennin líkt og með þurra húð, að hún sé “þröng” eða “stíf” eftir hreinsun. Mér finnst mjög gott að staldra við eftir hreinsun og átta mig á hvernig mér líður í húðinni en það er fyrir mér fyrsta merkið að húðin mín skorti einhvern þurrk.
Farðinn situr ekki fallega á húðinni, hverfur fljótlega eftir daginn, færist frá en það er húðin að soga í sig hvern einasta dropa af raka sem hún nær úr farðanum.
Fínar línur verða mun sjáanlegri en mér finnst þetta vera mjög algengt á stelpum á mínum aldri, um þrítugt. ég sé gjarnarn mikið a fínum, grófum og þurrkuðum línum í andlitið á morgun sem ekki þurfa að vera þarna.
Það sem gerist þegar rakanum er rænt úr húðinni má líkja við svamp. Þegar svampurinn er bleyttur er hann mjög þykkur og mjúkur. Þegar vatnið sogast frá svampinum og hann fer að þorna, þá dregst svampurinn saman og áferðin og þurrkurinn á honum fer að sjást betur og betur. Það er það sama sem gerist með húðina okkar þegar henni fer að skorta raka. Allar fínar línur verða mun sjáanlegri.
Algjört óþarfi ef við getum komið í veg fyrir það ekki satt?

Núna vitum við hvað það er að vera með húð sem skortir raka, hvernig það lýsir sér – núna getum við einblýnt á það að auka rakann í húðinni og hugað betur að því hvað þarf að varast.

Andlitshreinsir:
Hreinsun húðarinnar er mikilvægasta skrefið í öllum húðrútínum.
Hér er mikilvægt að fara milliveginn. Ef húðin þín er of olíumikil er gott að velja sér hreinsir sem jafnar olíuframleiðsluna í húðinni en líka eiga einn einng góðan sem nærir húðina vel.
Ég myndi velja mér góðan olíuhreinsi eða hreinsibalm til að þrífa burt farða – þeir eru nærandi á húðinni og draga ekki raka úr húðinni.
Fyrir seinni hreinsun er góður gel eða krem-hreinsir góð lausn. Mikilvægt er að horfa á það að ekki sé Alkahól í fyrsta sæti í innhaldsefna listanum.
Alkahól hreinsar húðina upp enn frekar, við viljum sjá Water, Glycerin.
Margir Tóner innihalda alkahól en þeir geta verið mjög þurrkandi, forðist slíkt. Það eru til fjölmargir tónerar sem innihalda ekki alkahól
Mæli með að sleppa flestum froðuhreinsum en þeir innihalda margir SLS (Sodium Lauryl Sulfate = Innihald sem hefur þurrkandi áhrif á húðina)
Kornaskrúbbar geta valdið meiri ertingu og þurrk en eins og nefnt hér að ofan þá getur þurr húð verið frekar viðkvæm. Leyfið frekar AHA sýrum að vinna þá vinnu með að skrúbba húðina. 
Ég er ekki fan af hreinsivötnum né hreinsiklútum nema í brýnustu nauðsyn.

Sýrur:
AHA sýrurLactic Acid er frábær fyrir húð sem skortir raka.
Mikilvægt að byrja á vægum styrkleika og vinna sig upp. 
Lactic acid er góður exfoliator (skrúbb) fyrir yfirborð húðarinnar. 
Sýran sér um það að leysa upp límið sem er á milli húðfruma og yfirborð húðarinnar (s.s. leysir upp dauðar húðfrumur sem sitja fast á yfirborð húðarinnar) Þetta gerir að verkum að húðvörurnar eigi greiðari leið inn í húðina og yfirborðið verður fallegra.

Serum, Rakakrem og Olíur
Þegar kemur að því að velja serum er mikilvægt að það innihaldi Hyaluronic sýru eða Glycerin. Bæði eru þetta efni sem veita húðinni góðan raka og næringu. Það eru flest serum í dag sem veita húðinni fullkomna næringu svo veldu þér serum út frá hvaða húðvandamáli þú vilt targeta (litabreytingaru, öldrunareinkenni osfrv) og passaðu bara að það veiti þér góðan raka líka.
Serum vinnur dýpra í húðinni svo það er góð leið að nota það til að vinna á slíkum húðvandamálum
Rakakrem fyrir húð í rakaskorti á að vera “Water Based” en það þýðir að það sé vatn í fyrstu innihaldsefnunum. Þau eru léttari eða í gelformi. Einnig er hægt að leita eftir “hydrating” eða “hydra” á pakkningunni.
Þú velur alltaf rakakremið þitt út frá húðgerðinni þinni en þar sem “Dehydrated” er ekki húðgerð þá er gott að staldra aðeins við, spá hvort húðin sé lika olíukennd, jafnvel blönduð osfrv en miklvægast er að það sé “Water-Based” til að fá rakann.
Olíur eru líka frábærar til að næra húð sem skortir raka. Ég mæli með að eiga eina góða andlitsolíu (sérstaklega á veturnar) til að gefa húðinni extra næringu. Mjög sniðugt að bæta olíunni út í rakakremið ef húðinni vantar gott pick me up.

Extra Tip:
Rakasprey, Rakavatn, Hyaluronic sýrur – allt eru þetta vörur sem þú munt aldrei eiga nóg af.
Ég mæli með að nota góða Hyaluronic sýru alla daga en hún sér til þess að festa rakann í húðinni, góð Hyaluronic sýra getur átt stórann þátt í því að leiðrétta húðina þína.
Spreyjaðu rakaspreyi á milli skrefa í húðrútínunni þinni, vertu með gott rakapsrey í töskunni, þegar þú farðar þig. Ég reyni að vera alltaf með gott sprey við hendina hvar sem ég er. Umhverfið rænir raka úr húðinni okkar (sérstaklega á veturnar) og það er ekki vitlaust að reyna að byggja upp þann raka um leið. Ég sé gríðarlegan mun á farðanum mínum þegar ég er dugleg að næra húðina með góðu rakaspreyi meðan ég mála mig.

Treystu mér þegar ég segi að þú mun sjá strax sýnilegan mun en húðin þín er svo meðtækileg öllum raka sem fer í hana að hún fer strax að rétta sig við. Fínni línur verða minna sjáanlegri, húðin verður meira líflegri, ljómandi og bjartari.
Það sama gildir með farðana og rakakremin en mælt er með að nota farða sem eru “Water-Based”

Innihaldsefni – Do’s and Don’ts 
Við viljum sjá þessi innihaldsefni fremst eða mjög framarlega. 
Do’s: 
– Water
– Glycerin – gefur raka og næringu
– Hyaluronic Acid – gefur raka
– Squalane – gefur næringu og læsir rakanum í húðinni

Don’ts 
Viljum ekki sjá þessi innihaldsefni ofarlega á innihaldslistanum. 
– SLS – Sodium Laureth Sulfate hefur þurrkandi áhrif, oft notað í vörum fyrir olíumikla húð. 
– Alkahol -þurrkar – á oft við í gel eða krem hreinsum, það er eðlilegt að það sé Alkahól í sýrum
– Benzoyl peroxide – efni sem notað er við að þurrka upp bólur

Pestle & Mortar – Erase Balm Cleanser – Frábær í hreinsibalm me olíukennda áferð, fullkomið á farða // Fæst hjá Nola
Allies of Skin – Molecular Silk Amino Hydrating Cleanser – Mjög rakagefandi hreinsir // Fæst hjá Nola
Lancome – Tonique Confort Re-Hydrating Comforting Toner – ótrúlega rakagefandi og nærandi tóner // Fæst hjá Hagkaup
Pestle & Mortar – Pure Hyaluronic Serum –  Gefur hámarks raka í húðina og viðheldur honum // Fæst hjá Nola


Biotherm – Aqua Glow Super Concentrateendurheimtar ljómann í húðinni ásamt því að gefa góðan raka.
Clarins – Double Serum – Er og verður alltaf uppáhalds serumið mitt. Er olíukennt og fullkomið fyrir þurra húð. Getið lesið nánar um það hér // Fæst hjá Hagkaup
Drunk Elephant – B-Hydra Intensive Hydration SerumPjúra raka serum. Frábært að blanda út í rakakrem. // Fæst hjá Cult Beauty.
Lancome –  Hydra Zen Anti-Stress Glow Liquid MoisturizerLétt rakakrem sem gefur góðann raka. // Fæst hjá Hagkaup
Skyn Iceland – the ANTIDOTE Cooling Daily Lotion – gefur raka og róar húð sem er í uppnámi. // Fæst hjá Nola


Stutt samantekt: 
Þurr húð þarf:
-Krem sem innihalda vatn
-Krem með léttari og / eða gelkenndari áferð
-Andlitsolíur
-Nærandi andlitshreinsar
-Lactic Acid (AHA) 
-Rakasprey og / eða rakavatn