
** Vöruna fékk höfundur að gjöf **
Ég hef alltaf átt í miklu basli með neglurnar mínar.
Ég næ þeim mjög sjaldan löngum, þær styrkjast lítið, klofna og rifna oft langt niður í viku! Það getur verið ótrúlega sárt og líka leiðinlegt að geta ekki verið með vel snyrtar nelgur og nýtt naglalökkin sín betur.
Það er helsta ástæðan fyrir því að ég var lengi vel með gel eða akryl neglur því ég nennti hreinlega ekki að standa í þessum bardaga.
Þó ég var með neglur þá þráði ég samt að geta verið bara með mínar eigin og notað mín naglalökk betur, mér finnst ekkert sérstaklega gaman að naglalakka yfir gervineglur, finnst lakkið aldrei verða eins fallegt.
En allavegana, síðan kom Covid og samkomubannið sem fylgdi með því og eins og á svo mörgum öðrum þá hrundu neglurnar mínar allar af í samkomubanninu og engin leið fyrir mig að næla mér í nýjar strax eins og ég var vön.
Ég reyndi að nýta tækifærið og styrkja þær, keypti í staðinn allskyns styrkingarlökk sem ég var dugleg að nota en þær enduðu alltaf í sama farinu.
Þar sem ég er mikið að mynda snyrtivörur og stundum kemur fyrir að hendurnar mínar séu með á mynd þá finnst mér nú mikilvægt að hafa vel snyrtar neglur svo ég keypti mér “Press On Nails” eða apótekara neglur eins og margar kalla það, brilliant lausn svona öðru hverju en þær haldast á í rúma viku – 10 daga.
Neglurnar uxu vel meðan þær fengu að vera í friði undir “Press On” nöglunum en fljótlega hrundu þær af og klöfnuðu og rifnuðu líkt og áður, ég nennti nú ekki að vera að setja á mig neglur á viku fresti og var orðin frekar þreytt á þessu.

Það var síðan 1.ágúst sem ég ákvað að vera extra dugleg
Ég byrjaði að bera á neglurnar Nailberry “Acai Nail Elixir” á hverjum degi í 3x daga. Eftir þessa 3x daga tók ég allt af og byrjaði upp á nýtt.
Í millitíðinni fékk ég að gjöf nýtt styrkingarlakk frá Nailberry sem heitir “The Cure” Ég ákvað að prufa og skipti yfir í það en gerði alveg það sama, lakkaði 3x daga, tók allt af og byrjaði upp á nýtt.
Það var ótrúlegt hvað neglurnar byrjuðu að styrkjast með hverjum deginum.
Þær voru ekki lengur að flagna af, þær urðu harðari, lengri og uxu betur!
Jú þær eiga til að klofna aðeins og ég er enn að vinna að ná þeim alveg eins og ég vil hafa þær (mjög pikký á neglurnar mínar) en þær klofna mun sjaldnar og ekki eins mikið og áður! Mér finnst þær líka fljótari að vaxa en áður ef þær klofna hjá mér sem er miiikill kostur.
Þessi mynd er tekin 17 dögum eftir að ég byrjaði að nota lakkið.

Þessi mynd var svo tekin 8.sept , enþá sterkari, lengri og heilbrigðari.
Ég bjóst við góðum árangri en bjóst ekki við að ég sæi hann svona snemma !

Ég gerði bloggfærslu um Nailberry lökkin hér en þar er hægt að lesa nánar um hvað gerir Nailberry lökkin svona einstök
Samantekt:
Styrkingarlakkið
– Gefur hámarks styrkingu
– Lengir
– Herðir
Fyrir hverja?
– Alla sem þarfnast góða styrkingu á neglurnar
– Alla sem kjósa lúxus naglalökk
Nailberry fæst hjá:
Dúka – Kringlan og Smáralind
Garðs Apótek
Lyfjabúrið
Litla Hönnunarbúðin
Nola
Systrasamfélagið
Unique Hár & Spa
Reykjanesapótek
Motivo
Hús Handanna
Casa á Akureyri
Beautybox
