
AHA sýrurnar eru nokkrar en ég mun ekki koma til með að skrifa um þær allar (sumar eru lítið notaðar nema auka innihaldsefni í vörum)
Ég var búin að skrifa um Glycolic sýruna en hún er algengasta sýran af AHA Sýrum.
Í dag langar mig að skrifa um Lactic Acid en hún er ekkert svo ósvipuð Glycolic sýrunni en hefur sína góðu eiginleika.
AHA ( ALPHA HYDROXY ACID )
AHA sýrunar eiga það allar sameiginlegt að skrúbba burt dauðar húðfrumur eða exfoliate-a eins og ég vil kalla það. Þær eru frábærar til að vinna gegn öldrunar einkennum, auka raka í húðinni, gefa kremunum þínum enn betri ávinning ofl.


LACTIC ACID
Náttúrulegt form Lactic Acid kemur frá mjólk en í snyrtivörum er hún búin sérstaklega til fyrir framleiðslu varanna.
Líkt og með Glycolic sýruna þá vinnur Lactic Acid á yfirborði húðarinnar. Hún hegðar sé líkt og Pac Man og vinnur um alla húðina til að hreinsa upp dauðar húðfrumur.
Lactic Acid er þó ekki eins kröftug og Glycolic sýran. Hún hefur stærri sameindir og ferðast því ekki eins djúpt í húðina en hún er algjörlega frábær fyrir byrjendur að því leitinu og einnig fyrir yngra fólkið. Sýran vinnur þannig að hún leysir upp límið sem er á milli húðfrumana og yfirborðsins sem gerir það að verkum að dauðar húðfrumur losni frá. Þegar dauðu húðfrumarnar losna frá húðinni þá verður yfirborð hennar svo miklu fallegra, húðin fær náttúrulegan ljóma, mýkt og þéttingu.
Lactic sýran hentar ótrúlega vel fyrir þurra húð eða húð í rakaskorti. Hún gefur mjög góðan raka.
En hvernig á að nota hana?
Það eru til mismunandi form af sýrunni, tóner formi, bómullarskífum, í serumi en þú velur þá vöru eftir því sem þér finnst þæginlegt að nota. Byrjendur ættu alltaf að byrja í lágri %. Því hærra sem prósentan er á sýrunni því sterkari er sýran.
Ef notað er hrein sýra (þá meina ég að sýran er ekki blönduð með öðrum innihaldsefnum eins og í serumi) , skal sýran alltaf fara á hreina húð, strax eftir hreinsun. Strax á eftir er haldið áfram með húðrútínuna.
Með allar sýrur mæli ég með að byrja fyrst 1x í viku, taka næstu viku og prufa 2x í viku og gera það kannski í tvær vikur. Byggja sig hægt og rólega upp.
Ef þér finnst húðin þín fara í uppnám, hún verða viðkvæm, rauð ofl þá skaltu draga úr notkuninni.
Aldrei nota sýruna með annarri AHA sýru (þ.e.a.s ekki nota Lactic Acid og svo Glycolic Acid sama kvöld) Það er of mikið. Reyndu að halda þig frekar við eitt form af AHA sýru, það er í raun alveg nóg.
Ekki heldur nota AHA sýrur með BHA sýru í sömu rútínu né Vítamín A.
Allt þetta eru virkar vörur og eiga aldrei að vera notaðar saman.
Notaðu Lactic helst á kvöldin en sleppur á daginn líka. Mundu bara alltaf eftir sólarvörninni þegar þú notar sýrur.

Samantekt:
Fyrir hverja:
– Alla – sérstaklega unga fólkinu, byrjendur og húð sem skortir raka.
– 15+
– Húð sem er þurr
– Húð með bólur
– Húð sem vill betri og jafnari áferð.
Do’s and Don’ts
– Ekki nota með öðrum AHA sýrum, BHA í sömu húðrútínu eða Vítamín A
– Byrjaðu rólega og byggðu þig upp, hækkaðu einnig styrkleika % rólega
– Lestu vel á vöruna og kynntu þér hve oft má nota hana og hvenær.
– Munið ALLTAF eftir sólarvörninni
– Notist eftir hreinsun og fyrir krem
– Notið helst á kvöldin
Dæmi um vörur
Pestle & Mortar – NMF Lactic Acid Toner // Fæst hjá Nola
The Ordinary – Lactic Acid 5% + HA 2% // Fæst hjá Maí
Skyn ICELAND – Nordic Skin Peel // Fæst hjá Nola
The Inkey List – Lactic Acid Serum // Fæst hjá Cult Beauty
Allies of Skin – Mandelic Pigmentation Corrector Night Serum // Fæst hjá Nola
