#6 VARA VIKUNNAR / CHANEL Hydra Beauty Camellia Repair Mask

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Ég er mikill maskaperri
Að njóta á kvöldin þegar börnin eru sofnuð með nærandi og rakagefandi maska finnst mér bara æði !
Fyrir nokkrum vikum fékk ég maska að gjöf fá CHANEL en það er nýr maski úr Hydra Beauty línunni. Ég hef prófað nokkrar vörur úr Hydra Beauty línunni og verið mjög ánægð með svo þessi vakti mikinn spenning.

Það má segja að maskinn vinni bæði á raka og viðgerð en Hyaluronic sýra, Glycerin og Camellia Vax sjá til þess að húðin viðhaldi raka sínum ásamt því fær hún hámarks raka.
Húðin fær strax mikla mýkt og næringu, mér fannst hún einnig mjög fallega ljómandi strax eftir notkun.
Ég notaði maskann fyrst um sinn í 10 mínútur og þreif af með volgu vatni. Maskann má einnig nota sem næturmaska en hann er dásamlegur á húðinni yfir nóttina. Fyrir mjög þurra húð er maskinn frábær til að vinna á viðkvæmum svæðum og þurrkublettum á húðinni.
Panthenol hjálpar að róa húðina, hefur bakteríudrepandi áhrif og hjálpar húðinni að ná í vatn úr vörunni og umhverfinu og læsa það inn í húðinni.
Afar háþróuð andoxunarefni er að finna í maskanum en það er afar sérstök formúla sem búin hefur verið til eingöngu fyrir CHANEL.


Mér finnst maskinn dásamlegur, algjört lúxus dekur, nærandi og róandi á húðina. Ég fýla mig betur að nota hann yfir nótt en eins og ég sagði hér að ofan er hægt að nýta hann á allskyns hátt.

Samantekt: 

Maskinn gefur húðinni: 
– Ljóma
– Hámarks raka
– Læsir rakanum í húðinni
– Góð andoxunarefni og bakteríudrepandi formúla.

Fyrir hverja?
– Allar húðgerðir 
– Sérstaklega þurra og viðkvæma húð.
– 30+