
Ég held að flestir séu búnir að bíða eftir þessu bloggi.
Elsku Vítamín A – innihaldið sem allir elska og flestir vilja !
Ég veit vel að það eru margir hræddir við að prófa vörur sem innihalda Vítamín A, það þarf að sjálfsögðu að fara varlega en húðin getur farið í uppnám auðveldlega ef varan er ekki notuð rétt.
Með þessu bloggi ætla ég að reyna mitt besta að deila minni reynslu hvernig ég byrjaði ásamt öðrum fróðleiksmolum.
Vítamín A er innihaldsefni sem var fyrst og fremst notað í lyfseðilskyld lyf gegn bólum. Árangurinn var mjög góður en hópurinn sem prófaði vörurnar tóku eftir því að það væri einnig mikil minnkun á fínum línum og húðin væri mun þéttari og “yngri”
Með þessu kom sprengin á markaðnum !
Það eru til mörg ólík form og missterkar formúlur af Vítamín en Tretinoin er sterkasta formið og fæst eingöngu uppáskrifað. Það er eina Vítamín A varan sem er samþykkt af Lyfjaeftirliti Bandaríkjana sem Anti-Aging vara (allar hinar vörurnar (s.s. fyrir utan Vítamín A vörur) sem eru sagðar Anti-Aging, ekki samþykkt, ekki vitað með fullu) En Tretinoin, 100%
Ég ætla ekki að fara í öll formin af Vítamín A innihaldsefnunum núna, kemur síðar.
En svo þið skiljið þá eru þau nokkur og Tretinoin er drottningin yfir þeim öllum.

Retinol kemur aðeins fyrir neðan. Retinol er innihaldsefnið sem notað er í vörur sem seldar eru í verslunum (s.s. þú þarft ekki lyfseðil til að nálgast vöru sem inniheldur Retinol)
Þar sem Tretinoin er sterkasta formið af Vítamín A er árangurinn mjög hraður og mjög mikill. Retinol sem er ekki eins sterkt vinnur því hægar og er árangurinn ekki eins fljótur að koma. Við erum að sjálfsögðu öll misjöfn og fer það eftir húð hvers og eins hvernig Retinolið virkar á þig, hvaða % virkar best og hvaða formúla.
Retinol finnst oftast í styrkleika 0,2%, 0,5% og 1%
En þó svo að Retinol-ið sé ekki eins virkt og Tretinoin þá hefur það samt mjög áhrifaríkt á húðina.
En hvað gerir Vítamín A?
Þetta er eitt virkasta efni sem finnst í snyrtivörum í dag þegar kemur að draga úr öldrunareinnkennum. Þetta er eina innihaldsefnið sem getur haft áhrif á að draga til baka fínar línur og öldrunareinkenni og bústað húðina betur upp. Öll önnur innihaldsefni annað hvort vernda húðina gegn frekari skemmdum eða biðja húðina að vinna betur til að framleiða betri kollagen frumur t.d.
Retinol gerir bæði ! Verndar og framleiðir meira
Retinolið nær djúpt í húðina, nær til dýpsta lags þar sem það getur virkjað kollagen og elastin próteinin. Það getur beðið þessi prótein að vinna enn hraðar, enn betur og verndað í leiðinni allt sem mun koma í húðina þína sem er að reyna skemma fyrir.
Með reglulegri notkun er húðin þín að þéttast, styrkjast, fínni línur verða mun minna sjáanlegri, litarhaft húðarinnar verður betra og náttúrulegra og svo vinnur þetta líka vel með bólur.
En fyrst þetta er svona frábær, af hverju eru margir hræddir við að nota þetta?
Með Retinol getur fylgt aukaverkanir. Því hærri prósenta sem þú notar því sterkari geta aukaverkanir verið. Formúlan er mjög sterk þrátt fyrir að vera kannski í 0,2% Því Vítamín A vinnur vel og vinnur hratt á húðinni að húðin fer í ákveðin ham og byrjar að “umbreytast”
Við erum öll ólík og erum öll með misjafna húð. Mín húð gæti verið viðkvæmari en þín og öfugt. Ég gæti sloppið vel við alla aukaverkun en þú þyrftir að fara varlega. Þess vegna segi ég alltaf við þá sem eru að byrja, að byrja extra rólega.
Við viljum ekki byrja á að skemma varnarvegginn í húðinni okkar með notkuninni. Þú græðir ekkert á því að byrja of hratt.
Aukaverkanir, við hverju má búast?
Eðlilegir aukaverkanir eru t.d. flögnun, þurrkur, viðkvæmni og roði. Þetta er fullkomlega eðlilegt og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur yfir. Meðan þessu tímabili stendur yfir mæli ég með að nota vöruna rólega og ekki byggja þig of fljótt upp.
Það er líka fullkomlega eðlilegt ef þú finnur enga aukaverkanir (Heppin þú!) þú finnur það svo með tímanum hvort og hvað varan gerir fyrir þig.
Þar sem húðin getur upplifað þurrk og viðkvæmni þarf að passa upp á að erta hana ekki meira. Verið dugleg að nota næringaríkar vörur. Andlitshreinsa sem næra frekar en að þurrka. Léttar sýrur 1-2x í viku til að fjarlægja dauðar húðfrumur frekar en kornaskrúbba.
Sleppið hreinsimöskum og notið frekar góða rakamaska og olíur. Góð rakakrem og rakapsrey. Ef þið eruð dugleg að þessu meðan þið byggið ykkur upp þá verða aukaverkanirnar svo miklu bærilegri (þ.e.a.s. ef þeir eru slæmir)
Það er afar misjafnt eftir vörum hversu hratt þú mátt fara af stað, hversu mikla aukaverkanir það gefur osfrv, þrátt fyrir það mæli ég alltaf með að byrja rólega því maður veit aldrei hvernig áhrifin af vörunni hafa á húðina sjálfa

Hvað má ég búast við þegar ég náð að byggja mig upp í reglulega notkun?
Ó það er svo margt !
Húðin verður fyrst og fremst þéttari og sléttari. Fínar línur verða minna sjáanlegri, jafnvel sýnileika húðhola minnkar. Teygjanleiki húðarinnar verður betri, litarhaft húðarinnar verður jafnara og bjartara.
Svo er þetta slíkur ávinningur að maður verður hálf orðlaus hvað húðin hefur breyst mikið og breyst vel.
Hvernig nota ég Retinol?
Það sem hefur virkað fyrir mig (og er oftast mælt með) að byrja 1-2x í viku í 2vikur.
Byrjið kannski mánudag og þriðjudag (eða bara mánudag) Ger það í tvær vikur. Ef húðin ykkar þolir það, aukið um einn dag eftir þessar tvær vikur.
Takið mánudag, þriðjudag og föstudag, prufið það í tvær vikur, sjáið hvernig það fer í húðina. Byggið ykkur rólega upp.
Varist samt að nota Retinol of mikið og of oft.
Notið eingöngu á kvöldin, þú mátt nota á hverju kvöldi EF húðin þín þolir það.
Góð regla er aldursreglan:
20 ára+ 2-3x í viku
30 ára+ 3-4x í viku
40 ára+ 4-x5 í viku
50 ára+ 4-7x í viku
Það eru þó nokkur atriði sem er afar mikilvægt að hafa í huga:
ALDREI nota sýrur á kvöldin með Retinol. ALDREI
Það er blanda af allt of virkum vörum saman. Húðin þín fer fljótt í uppnám. Notaðu frekar sýrurnar þínar á daginn, reyndu að velja þér mildar sýrur ef þú ert að nota Retinol oft í viku.
Ég brenndi mig sjálf á því að ég var farin að nota sýrurnar mínar á daginn reglulega og svo sterkt Retinol á kvöldin, húðin mín komst fljótt í uppnám því ég var með of mikið af virkum vörum í gangi.
Ég minnkaði hreinlega sýrurnar niðrí 2x í viku, skipti út fyrir mildari og hélt Retinol notkuninni áfram. Þvílíkur munur. Hlustiði á húðina, ef ykkur er farið að líða illa í henni þá er það hún að öskra á hjálp.
Notaðu Retinol á kvöldin, alltaf. Notaðu
Retinol strax á eftir hreinsun.
Sumum finnst gott að bíða aðeins þar til Retinolið fer inn í húðina og setja svo krem.
Öðrum finnst ágætt að setja kremið strax yfir. Fyrir suma sem byggja sig upp rólega, er sniðugt að setja retinol-ið út í kremið til að minna virknina og þar af leiðandi minnka líklegast pirringinn í húðinni sem Retinol-ið getur valdið.
Óléttar mömmur, því miður það er ekki leyfilegt að nota Retinol á meðgöngu EN ég er samt með góðar fréttir.
Til eru plöntuþykkni sem virka nákvæmlega eins nema þau virka hægar og eru án allra aukaverkana. Slíkt má nota á meðgöngunni (ég mun lista upp nokkrar vörur hér að neðan)
Slíkar vörur eru einnig snilld fyrir ofur viðkvæma húð eða fyrir ykkur sem þorið ekki að stíga á Retinol vagninn.
Nú spyr pottþétt einhver, ef ég get fengið vöru sem tekur aðeins lengri tíma að virka, án allra aukaverkana, af hverju ætti ég að nota þá Retinol vöruna með aukaverkunum?
Þú færð ávinninginn mun hraðar
Þú færð að vísu betri ávinning því varan er sterkari
Fer bara eftir því hvað viltu mikið og hversu lengi ertu tilbúinn að sjá marktækan ávinning?
MUNIÐ ALLTAF EFTIR SÓLARVÖRNINNI ! !
Ég vona að ég sé ekki búin að hræða neinn með þessu bloggi en aukaverkanirnir eru alls ekki slæmir eins og þeir kannski hljóma NEMA ef þú notar vöruna ekki rétt.
Samatekt:
Fyrir hverja:
– 27ára +
– Ykkur sem vilja lagfæra fínar línur
– Ykkur sem vilja þéttari húð
– Ykkur sem vilja meiri ávinning en þau fá úr kremunum sínum og seruminu.
Do’s and Don’ts
– Ekki nota með öðrum AHA sýrum, BHA í sömu húðrútínu eða öðrum Vítamín A vörum.
– Byrjaðu rólega og byggðu þig upp, hækkaðu einnig styrkleika % rólega þegar húðin hefur vanist fyrsta styrkleika.
– Lestu vel á vöruna og kynntu þér hve oft má nota hana og hvenær.
– Munið ALLTAF eftir sólarvörninni
– Notist eftir hreinsun og fyrir krem
– Notið á kvöldin.
Dæmi um vörur
Pestle & Mortar – Superstar Retinoid Night Oil // Fæst hjá Nola
Sunday Riley – A+ High-Dose Retinoid Serum // Fæst hjá Cult Beauty
The Ordinary – Retinol 0.2% (fæst líka í 0,5%, og 1%) // Fæst hjá Maí
Elizabeth Arden – Retinol Ceramide Capsules Line Erasing Night Serum // Fæst hjá Hagkaup og Beautybox.is
Pixi – Retinol Tonic // Fæst hjá Cult Beauty
Nip+Fab – Nip + Fab – Retinol Concentrate Booster // Fæst hjá Beautybox.is
Fyrir viðkvæma eða á meðgöngu.
Herbivore – Bakuchiol (mín allra uppáhalds vara án retinol, er ekki til eins og er en kemur aftur vonandi sem fyrst í Nola)
L’occitane – Immortelle Divine Cream // Fæst hjá L’occitane
L’occitane – Immortelle Divine Serum // Fæst hjá L’occitane
The Inkey List – Bakuchiol // Fæst hjá Cult Beauty
