
** Vöruna fékk höfundur að gjöf
Það er ekki langt síðan ég skrifaði um vöru frá Allies of Skin en þetta merki er á allra vörum þessa dagana. Ég skrifaði þá um 1A Retinal maskann en hann er að sjálfsögðu enn í miklu uppáhaldi. Þið getið lesið meira um hann hér og vörumerkið sjálft.
Promise Keeper Blemish Sleeping Facial er ein vinsælasta vara Allies of Skin en varna var búin að vera uppseld um allan heim og hafði því ekki komið til Íslands með fyrstu sendingu en kom loks til okkar á dögunum.
Maskinn hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir að vera besti maski fyrir bólur. Vanalega er ég mjög skeptísk þegar ég sé vöru merkta að hún targeti bólur. Með mína sögu af bólum þá reyndi ég allar vörur en þær gerðu í raun allt verra og innihéldu allar innihaldsefni sem þurrkuðu húðina mín bara frekar.
Þess vegna var ég frekar spennt að fá tækifæri til að prófa þennan maska og eftir að hafa lesið mér til um hann ásamt lesið umsagnir frá öðrum (Sem sögðu ekkert nema gott!)



Promise Keeper er semsagt nætur maski sem vinnur á húðinni yfir nóttina. Hann má nota margar nætur í röð eða jafnvel nota hann eingöngu í 1-2x vikur áður en sá mánaðarlegi tími kemur hjá okkur stelpunum til að fyrirbyggja hormónabólurnar.
Þið sem ekki vitið þá er Allies of Skin þekkt fyrir að vera með aðeins þau bestu og virkustu innihaldsefnin. Þau nota aðeins hágæða og háþróuð innihaldsefni sem gerir vörurnar að því sem þær eru.
Það sem ég hef lesið og heyrt um maskann er mjög skemmtileg. Einstaklingar sem hafa verið að díla við bólur á húðinni í langan tíma sáu strax gríðarlegan mun eftir eina nótt!
Þegar ég prófaði maskann fyrst hafði ég engar bólur en ég hafði roða eftir gamlar bólur en maskinn á að vera frábær að draga úr slíkum roða og öramyndun. Ég sá hratt gífurlegan mun á þeim roða !
Nokkrum vikum síðar fæ ég skemmtilega heimsókn frá nokkrum hormónabólum og er þetta í fyrsta skipti sem ég var spennt að fá bólur – bara svo ég gæti prufað maskann.
Ég viðurkenni ég var líka smeyk við bólurnar með mína sögu, ég fann að húðin mín var byrjuð að skorta meiri raka sökum kulda svo ég var pínu stressuð að ég væri að detta í vítahring.
EN ég hafði tekið mér pásu í rúma viku fra maskanum og byrjaði aftur um leið og bólurnar létu sjá sig. Það tók mig ekki nema 3x heila daga að losna við bólurnar. Sú allra stærsta kom hratt upp á yfirborðið og skilaði öllum óhreinindum á einum degi. Hinar létu sig hverfa rólega á þessum þremur dögum.
Ég hef aldrei verið svona fljót að losna við bólur á svona góðan og þæginlegan hátt.
Húðin mín var líka rosalega vel nærð en maskinn inniheldur góða næringu.

Yfirnóttina er maskinn að draga úr bólgum og bólum, birta yfirbragð húðarinnar og hreinsa húðholurnar.
En hvað hefur maskinn framyfir aðrar “bóluvörur”?
Hann inniheldur meðal annar Lactic og Mandelic sýrur. Lactic sýran hreinsar yfirborð húðarinnar og eykur rakann í húðinni. Mandelic Acid hentar mjög vel fyrir olíumikla húð, er bakteríudrepandi og þurrkar ekki. Rose Hip olían sér til þess að húðin sé vel nærð ásamt því að vinna vel á bólunum. Hyaluronic sýra gefur húðinni hámarks raka og viðheldur honum meðan Manuka Honey róar húðina og jafnar yfirborð hennar. Niacinamide jafnar olíuframleiðslunni í húðinni
Maskinn er stútfullur af góðum sýrum sem hreinsa húðina og losa stíflur , andoxunarefnum sem koma í veg fyrir sindurefni en líka mjög góðum næringaríkum og rakamiklum innihaldsefnum sem sjá til þess að húðinni skorti engann raka og varnarveggurinn haldist heilbrigður. Fullkomin blanda til tríta bólur !

Ef þú ert í bardaga við bólurnar þá myndi ég hiklaust gefa þessum séns. Auðvitað skal ávallt heimsækja húðsjúkdómalækni ef vandamálið er orðið mjög slæmt)
Þetta verður mín vara sem ég mu fyrst grípa til þegar bólurnar láta sjá sig. Ég held ég muni byrja að nota hana viku fyrir næsta tíma mánaðarins til að fyrirbyggja hormónabólurnar. Verður mjög gaman að sjá hvernig það virkar.
Notið maskann sem síðasta skref, 2-3 pumpur og leyfið að liggja yfir nótt.
Samantekt:
Maskinn gefur húðinni:
– Hreinsar burt dauðar húðfrumur á yfirborðinu
– Flýtir fyrir endurnýjun húðfruma
– Jafnar olíuframleiðslu húðarinnar
– Gefur hámarks raka og næringu
– Róar og dregur úr roða
– Hreinsar húðholur og dregur úr bólgum og bólum
– Endurbyggir skemmdan varnarvegg húðarinnar
– Virkir kollagen framleiðslu húðarinnar
Fyrir hverja?
– Húðgerð sem þjáist af bólum og bólgum
– Húð sem er olíumikil
– Húð sem hefur ör og litabreytingar eftir bólur.
Þú færð Allies of Skin vörurnar hjá Nola.
