
Við höfum tekið fyrir þurra húð, húð sem skortir raka svo það er tímabært að ræða aðeins um olíukennda húð.
Olíukennd húð
Hvað er það sem veldur því að húðin verði olíumikil?
Normal húð hefur fullkomið kombó af raka og olíu í húðinni. Þurr húð skortir olíuna en olíumikil húð framleiðir of mikið af henni.
Húðin okkar framleiðir ákveðið magn af olíu til að viðhalda rakanum og þeirri fyllingu sem hún hefur. Án olíunnar minnkar rakinn í húðinni einnig og fínar línur verða sýnilegri og húðin missir allt sitt “plumped” með tímanum.
Olíumikil húð (feit húð oft kallað líka) framleiðir of mikið af olíu.
Það eru ýmis atriði sem geta valdið olíumikilli húð en það fyrsta er að sjálfsögðu erfðir. Við erum flest okkar fædd með ákveðna húðgerð sem ómögulegt er að breyta en það góða er að það er hægt að vinna með hana.
Stress og matarræði getur haft gríðarleg áhrif einnig sykur. Það sem getur haft áhrif er líka að húðin þín fær ekki nóg af raka (margir muna hugsa núna, ha, en ég er með olíumiklahúð) Húðin þín gæti verið olíumikil af því henni vantar raka, þegar húðinni vantar raka fer hún að búa til eitthvað nýtt til að halda í eitthvað og hún býr þá til olíu og þá verður húðin olíumeiri.
Olíumikil húð getur einnig byrjað að koma frá vörum sem þú notar, ef þú ert að ofhreinsa húðina tildæmis. Þú notar þurrkandi andlitshreinsa, tóner, maska og/eða andlitskrúbba, þá ræniru rakanum og húðin býr til meiri olíu eins og ég nefndi hér á undan.
Við erum öll svo ólík en þetta eru góðir hlutir til að skoða, sumir fæðast með olíukennda húð en það eru ótal margir sem hafa haft venjulega húð en vegna fáfræði á húðumhirðu er húðin þeirra allt í einu orðin olíukennd og þeir skilja ekkert af hverju.

Hvernig veit ég ef húðin mín olíumikil?
Olíumikil húð hefur oftast nær stærri húðholur, hún glansar mikið í gegnum daginn. Glansinn líkist oft eins og svita sem situr á yfirborðinu, ef strokið er yfir húðina kemur oft eins og fitug filma af húðinni.
Húðin er gjörn á að fá bólur eða fílapennsla.
En það er ótrúlega vandasamt með olíumikla húð að ræna hana ekki af rakanum. Margir sem upplifa að fá olíumikla húð hugsa, jæja nú verð ég að hreinsa hreinsa hreinsa og oftast nær er rakinn úr húðinni gjörsamlega hreinsaður burt ! Það þarf að díla við umfram olíu á réttann hátt.
Andlitshreinsir:
Ég mæli með fyrir allar húðgerðir að nota alltaf nærandi andlitshreinsa í fyrstu hreinsun (þ.e.a.s til að þrífa burt farða og sólarvörn)
Fyrir suma með olíukennda húð getur olíuhreinsir verið of mikið en hreinsimjólk eða hreinsibalm er frábær lausn og gefa góða næringu. Olíukennd húð ætti að leita eftir léttum olíuhreinsi ef hún kýs að nota slíka.
Í seinni hreinsun, ekki grípa næsta hreinsir sem stendur á “Deep Clean” eða “Oily Skin Cleanser” og ætla að nota hann alla daga.
Ef húðin þín er farin að búa til umfram olíu vegna skort á raka þá eru þessir andlitshreinsar að fara að ræna þig enn meiri raka og búa til meiri olíu, þú vilt þá finna þér hreinsir sem er mildur og inniheldur ekki þurrkandi efni. Lesa má nánar um húð sem skortir raka hér.
Ef húðin er olíumikil og gjörn á að fá bólur og stíflur þá mæli ég með andlitshreinsi sem inniheldur Salicylic sýru. En sýran dregur úr umfram olíuframleiðslu ásamt því að hreinsa dauðar húðfrumur áður en þær koma á yfirborðið en þessar húðfrumur festast oft við olíuna í húðholinum og valda stíflum og bólum. Salicylic sýran rænir ekki rakanum úr húðinni
Til eru einnig hreinsar sem hreinsa burt umfram olíu en það er mikilvægt að skoða innihaldsefnin, ég mæli persónulega ekki sjálf að nota hreinsa sem innihalda SLS (sodium lauryl sulfate) eða Alkahól fremst í innihalds listanum. Þau eru mjög þurrkandi og ef notað er á hverjum degi er hætta á að húðin sé of hreinsuð. Ef ykkur finnst húðin hætt að vera of olíumikil mæli ég með að skipta um andlitshreinsi og fara í mildari því þið viljið ekki taka skref afturábak með að hreinsa húðina of mikið.
Sleppið kornaskrúbbum og notið sýrur í staðinn. Einnig mæli ég með að sleppa öllum hreinsiklútum og hreinsiburstum !
Í léttum andlitshreinsum (þá ekki andlitsmjólk, andlitsolíu eða slíku heldur gelkenndari hreinsum) leitið eftir “Water” sem fyrsta innihaldsefni, haldið ykkur frá hreinsum sem eru með “alcahol” í fystu innihaldsefnunum.
Að sjálfsögðu er í lagi að taka djúphreinsun og nota kornaskrúbba reglulega en í hófi.
Sýrur:
Salicylic sýran er fullkomin fyrir olíumikla húð en eins og hér að ofan vinnur hún í dýpri lögum húðarinnar og hreinsar dauðar húðfrumur og umfram olíu. Hún kemur einnig í veg fyrir frekari stíflur í húðinni.
Salicylic Sýran er til í allskyns formum, tónerum, serum, andlitshreinsi spot treatment, möskum ofl, ég sjálf myndi kjósa að nota Salicylic tóner eða andlitshreinsi sem inniheldur Salicylic Sýru. Það er mikilvægt að nota hana rétt og finna réttu útgáfuna sem hentar þér. Ekki nota of mikið af henni og ekki nota hana í tveimur formum á sama tíma. Þ.e.a.s bæði í andlitshreinsi og maska sama kvöld.
Byrjið rólega og byggið ykkur upp. Það fer allt eftir húðinni hversu oft ætti að nota hana en ég mæli alltaf að fara rólega af stað. Ef húðin er farin að skána er best að draga úr notkun á sýrunni og nota hana öðru hverju til að viðhalda árangrinum. Hægt er að lesa meira um Salicylic sýru hér.
Serum, Rakakrem og Olíur
Létt serum, jafnvel olíukennd í léttri formúlu (já olíukennd því olía má fara á olíumikla húð!) en eins og með allar húðgerðir, best væri að velja sér serum út frá því sem þú vil tækla í húðinni (s.s. húðvandamál en ekki húðgerð) litabreytingar, vinna gegn örum, öldrun, þéttleika osfrv)
Rakakremin ættu að vera létt, jafnvel gelkennd og “Water Based” en það er með vatni sem fyrsta innihaldsefni, reyna að halda sig frá olíukenndari rakakremum (þau eru þykkari) en fyrir suma gæti það hentað vel, sérstaklega fyrir húð sem er orðin olíukennd af rakaskorti. “Water Based” kremin eru oft léttari, gel kenndari og þunn. Veita samt oft góðan raka en olíukennd húð þarf að sjálfsögðu á góðum raka að halda eins og allar aðrar húðgerðir.
Olíur mega að sjálfsögðu fara á olíukennda húð en það er stór miskilingur að svo megi ekki ! Það eru till allskonar frábærar olíur og margar sér hannar fyrir olíukennda húð og ég mæli alltaf með að allir eigi amk eina góða olíu inn í skáp. Jojoba jafnar olíuframleiðsluna í húðinni er því góður kostur.
Það gæti verið gott að leita eftir innihaldinu Niacinamide en það hefur þann eiginleika að jafna olíumyndunina í húðinni og verndar húðina gegn bólum.
Til er einnig form af Niacinamide t.d. frá The Ordinary sem hægt er að nota eitt og sér eða setja út í serum / krem.
Innihaldsefni – Do’s and Don’ts
Við viljum sjá þessi innihaldsefni fremst eða mjög framarlega.
Do’s:
–Salicylic Sýra
– Glycerin – gefur raka og næringu
– Hyaluronic Acid – gefur raka
– Water (á oft við í gel eða krem hreinsum)
– Rosehip Olía
– Niacinamide ( jafnar olíumyndunina í húðinni)
Don’ts
Viljum ekki sjá þessi innihaldsefni ofarlega á innihaldslistanum.
Ég get ekki sagt að innihaldsefnin hér að neðan séu á bannlista en ég meina þá frekar að ofgera ekki.
– SLS –ég get ekki sagt að þetta sé á bannlista, en notist í hófi! Sodium Laureth Sulfate hefur þurrkandi áhrif, oft notað í vörum fyrir olíumikla húð og getur hreinlega gert húðina olíumeiri.
– Alkahol -þurrkar og getur gert húðina olíumeiri – á oft við í gel eða krem hreinsum og andlitstóner, það er eðlilegt að það sé Alkahól í sýrum
– Benzoyl peroxide – efni sem notað er við að þurrka upp bólur, notist aðeins á bólusvæðið ef þess þarf
Mér finnst ég ekki geta mælt með vörum sem ég sjálf hef ekki prófað eða hef ekki heyrt um. Þær vörur sem ég mæli með hér að neðan hafa annað hvort verið notaðar af mér sjálfri eða ég veit hafa hentað vel fyrir olíumikla húðgerð á ólíkum einstaklingum. Ég tek ekki fyrir margar vörur sem ég get mælt með því ég vil ekki flækja þetta of fyrir ykkur né finnst mér ég ekki hafa prófað nægilega margar vörur (enþá) til að hafa þetta fjölbreytt (þið skiljið vonandi :))
Einnig vil ég reyna að mæla með vörum sem fást hér heima eða sé auðvelt að panta sér að utan frá.
Pestle & Mortar – Erase Balm Cleanser– Svo góður og nærandi farðahreinsir // Fæst hjá Nola
Clarins – Cleansing Milk With Gentian – Combination/Oily Skin– Mjög nærandi mjólkurhreinsir, bæði til að leysa upp farða eða beint á húðinni. // Fæst hjá Hagkaup
Allies of Skin – Molecular Silk Amino Hydrating Cleanser – Ríkur af andoxunarefnum og aminosýrum sem næra húðina svo vel// Fæst hjá Nola
Lancome – Galatéis Douceur Gentle Cleanser For Face And Eyes – mjólkuhreinsir sem er afar nærandi á húðinni // Fæst hjá Hagkaup
Nip+Fab – Teen Skin Salicylic Acid Tonic– Maski sem inniheldur Salicylic sýru. Hreinsar úr húðholum og dauðar húðfrumur í dýpri lögum húðarinnar // Fæst hjá Beautybox.is
Estee Lauder – Advanced Night Repair Serum – Næringa mikið og virkt serum. Stíflar ekki húðholur // Fæst hjá Beautybox.is
Clarins – Lotus face treatment oil – combination⁄oily skin– Með þeim betri andlitsolíum sem ég hef notað, sérstklega þróuð fyrir olíumikla húð // Fæst hjá Hagkaup
The Ordinary – Niacinamide 10% + Zinc 1%- – kemur jafnvægi á olíumyndunina í húðinni // Fæst hjá Mai
Clinique – Dramatically Different Hydration Jelly – rakamikið gelkennt rakakrem sem verndar húðinna frá mengun og öðrum umhverfisáhrifum // Fæst hjá Beautybox.is
Skyn Iceland – the ANTIDOTE Cooling Daily Lotion – rakagefandi krem sem róar pirraða húð, dregur úr roða og bólum // Fæst hjá Nola
Stutt samantekt:
Olíumikil húð þarf:
-Krem sem innihalda vatn
-Krem með léttari og/eða gelkenndari áferð
-Andlitsolíur
-Nærandi andlitshreinsar
-Salicylic Acid (AHA)
-Niacinamide
