
Á dögunum fékk ég sendan til mín mjög skemmtilegan pakka
Jújú þið vitið orðið flest að ég er algjör ilmvatns perri, ilmurinn, flöskurnar, sögurnar bakvið ilminn – þetta er allt bara svo skemmtilegt.
Andrea Maack spjallaði við mig á Instagram og bauð mér að prufa ilminn sinn SMART.
Ég var núþegar búin að sjá ilminn hennar og var orðin heilluð, fannst hann eitthvað svo töff svo ég var ótrúlega spennt að prófa.
Eftir að hafa skoðað ilminn sjálfann aðeins betur þá fór ég að sjá hann fyrir mér smá þungan en frekar kryddaðann.
Léttir ilmir höfða vel til mín en mér finnst þungir henta mér oftast best, ég er yfirleitt hvað mest spennt fyrir slíkum ilmum, svo ég var mjög spennt fyrir þessum.
SMART kom fyrst þegar Andrea hélt listasýningu 2010, þemað kom út frá tómu hvítu rými úr salnum. 8 árum síðar eða árið 2018 ásamt fleiri ilmum kom SMART aftur á markaðinn.
Blanda ilmsins er mjög skemmtileg en viðar, leður og vanilla fýlingur. Þegar ég horfi á ilminn og myndirnar bakvið hann hugsaði ég einmitt strax hvað mér fannst hann “edgy” og töff en samt svo leyndardómsfullur.


Ilmurinn opnast með Jasmín, Vanilla og Sandalwood en hann tónar ótrúlega vel með kremuðu Musk og Leðri.
Hann er smá þungur í fyrstu en alls ekki yfirþyrmandi, hentar vel fyrir alla. Hann er svo dásamlegur þegar hann er kominn á húðina og þegar hann hefur fengið að jafna sig smá er hann meira að segja enn mildar og betri.
Hann kom mér rosalega á óvart og var betri en ég hafði gert mér væntingar um. Ég hef gengið með hann í marga daga í röð núna sem er mjöööög óvenjulegt fyrir mig þar sem ég nota nánast aldrei sama ilminn dag eftir dag.
Hann er eitthvað svo dulúður, sexy en samt svo töff!



Þessi mun koma til með að vera mikið notaður áfram og ég þarf klárlega að skoða hina ilmina hennar, væri gaman að eignast safnið ef þeir eru eins frábærir og þessi.
Andrea var svo frábær að útvega mér afsláttakóða fyrir ykkur lesendur !
Kíkið á heimasíðuna hennar ANDREAMAACK.is – skoðið ilmina og trítið ykkur – byrjið jafnvel á jólagjöfunum.
Afsláttarkóðinn er: “ksam” og gefur ykkur 15% afslátt
