#8 VARA VIKUNNAR // Lancome Clis Booster Lash Revitalizing Serum

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Fyrir um það bil 4-5 vikum fékk ég nýja augnháraserumið frá Lancome að gjöf. Mikið sem ég var spennt. Litlu stubbarnir sem sitja á augunum mínum sem eiga að kallast augnhár þurftu sko á þvi að halda.
Ég er búin að berast lengi við léttann “blett” ef svo má kallast milli augnhárana á öðru auganum, var vön að fylla upp í það bara með stökum augnhárum en þetta böggaði mig samt svakalega.

Allavegana, augnháraserumið var að lenda í búðum þegar ég var svo heppin að fá að prófa.
Serumið er þannig gert að þetta er ákveðin meðferð sem þú notar kvölds og morgna og á formúlan að styrkja og gera við augnhárin.
Formúlan er einnig góð forvörn gegn öldrun og hárlosi á augnhárunum (en með aldrinum töpum við reglulega fleiri og fleiri augnhárum)

Það sem serumið á að veita augnhárunum eftir reglulega notkun er þéttari og sterkari augnhár ásamt mýkt en augnhárin eiga að verða líka meðfærilegri.

Það sem heillaði mig strax var ófrískar konur mega nota vöruna, ég er rosalega viðkvæm þegar kemur að augunum á mér og augnsvæðinu svo ég vissi strax að ég gæti þá pottþétt notað serumið á mín viðkvæmu augu.

Það sem þú gerir er þú berð formúluna við augnhárarótina og á augnhárin sjálf eins og maskara. Besti árangurinn kemur ef þú notar vörurna kvölds og morgna. Lancome lofar árangri eftir 4 vikur og segir árangurinn endast í allt að 10x vikur.

Mín reynsla er þessi:
Þetta er svakalegt serum !
Ég sá árangur nánast eftir viku og í dag hafa neðri augnhárin mín aldrei verið eins löng og flott !
Augnhárin mín lengdust ekkert mikið en þau þéttust all svakalega að það var mjög marktækur munur. Skarðið eða bilið sem ég talaði um hér áðan varð mun minna sýnilegt og mér finnst ég ekki hafa þörf fyrir því enn að fylla upp í það.

Ég mun 100% koma til með að næla mér í nýja þegar þessi er búin !
Núna vantar mig bara nákvæmlega sömu vöru fyrir brúnirnar mínar og þá er ég góð !

Samantekt:

– Serum sem gefur augnhárunum mikinn styrkleika
– Serumið þéttir augnhárin og verndar gegn hárlosi

Fyrir hverja?
-Maskara notendur sem viija styrkja augnhárin
-Augnhár sem þurfa mikla viðgerð
-Þroskaðar konur sem vilja koma í veg fyrir augnháratap
-Konur sem nota ekki farða en vilja að augnhárin njóti sín