
Ég spjallaði aðeins um þetta á Instagram um daginn of viðbrögðin urðu svo mikil að ég ákvað að blogga um þetta líka.
Þegar ég byrja að tala um Serum þá fæ ég oft spurninguna, hvað er það?
Þarf ég að nota það?
Serum er líkt og rakakrem, nema þú notar það á undan rakakreminu þínu kvölds og morgna.
Af hverju?
Jú Serum eru bundin þeim eiginleikum að formúlurnar eru gjarnarn mun virkari en rakakremin okkar. Formúlurnar í serum-i innihalda efni sem vinna gjarnan á húðvandamálum líkt og öldrunareinkennum, litabreytingum, auka þéttleika osfrv.
En af hverju þarf ég bæði serum og rakakrem?
Rakakremin okkar eru hugsuð út fyrir að vernda húðina okkar, þau sitja næst yfirborðinu og við veljum okkur rakakrem sem henta okkar húðgerð. Þau næra og veita okkur raka. Sum rakakrem innihalda góða virkni og það er frábært, en þau ganga ekkert rosalega djúpt ofan í húðina til að gera gott gagn.
Serumin eru oftast úr þynnri formúlu en rakakremin og henta þess vegna vel undir rakakremin okkar. Þar sem þau eru úr þynnri formúlu þá eiga þau auðveldara með að ganga dýpra í húðina. Þá er tilvalið að formúlan innihaldi virk efni til að virkja húðina í dýpri lögum þess. Með því fáum við betri virkni en við fáum úr rakakremunum okkar.
Að velja sér serum eins og ég sagði áðan eru valin út frá húðvandamáli. Hvað viltu lagfæra á húðinni? Viltu lagfæra litabreytingar í húðinni? Veldu þér þá C-Vítamín Serum. C-vítamín er afar öflugt í lagfæringu á litablettum í húðinni, svo hefur það líka svo góðan ávinning gegn öldrunareinkennum.
Ég nota alltaf serum undir kremin mín kvölds og morgna. Þú mátt að sjálfsögðu nota sama serumið kvölds og morgna, þú mátt nota nokkur og blanda þeim saman ef húðin þín höndlar það. Það er hægt að leika sér svolítið með þetta.
Ég kýs að nota rakgaefandi Serum eða C-vítamín Serum á daginn þar sem ég vil að húðin mín sé meira varin sindurefnum umhverfisins. Á kvöldin vel ég mér serum sem inniheldur meiri virkni gegn öldrunareinkennum og þéttleika. Ég hef jafnvel notað tvö serum á kvöldin, annað sem einblýnir meira á rakann og annað yfir sem gefur mér góða virkni.
Serum eru gjarnarn dýrari en rakakremin en ástæða þess er vegna innihaldsefna, þau eru virkari og betri, þú borgar fyrir það sem þú færð til baka.
Ég eyði muuuun meiri pening í serum-in mín en rakakremin því ég veit að þau gefa mér mun meira til baka en rakakremin þegar kemur að góðri virkni. Ég ætla ekki að hræða ykkur með að segja að öll serum séu rándýr, þetta er aðeins viðmið, það eru til mörg dásamleg serum sem eru mjög sanngjörn í verði en skila töluverðum árangri í húðina þína.
En eins og ég sagði líka áðan að mörg rakakrem innihalda góða virkni, “þarf ég þá ekki serum?” Þú þarft þess að sjálfsögðu ekki, spurningin er hvað viltu? Svo er það líka bara aukinn plús að fá bæði góða virkni úr seruminu þínu og rakakreminu – það mun vinna vel saman.

Ef þig langar í eitthvað meira búst fyrir húðina, þér finnst henni vanta eitthvað þá myndi ég 100% bæta inn Serumi í húðrútínuna.
Samantekt
Fyrir hverja:
– ALLA
– 25+
– Allar húðgerðir, (valið eftir húðvandamáli, áferðin þarf þó að henta þinni húðgerð)
Do’s And Dont’s
– Notaðu sermu-ið alltaf á undan rakakreminu
– Þú mátt nota Serum eitt og sér
– Ef þú átt ekki augnkrem geturu notað serumið á augnsvæðið
– Ekki velja serum eingöngu frá húðgerð
– Veldu serum út frá húðvandamáli
– Notaðu kvölds og morgna.
Dæmi um vörur
Clarins – Double Serum // Fæst hjá Hagkaup
Estée Lauder – Advanced Night Repair Serum // Fæst hjá Beautybox
L’occitane – Overnight Reset Serum // Fæst hjá L’occitane
Clinique – Moisture Surge Concentrate // Fæst hjá Beautybox
Biotherm – Aqua Glow Super Concentrate // Fæst hjá Hagkaup
Summer Fridays – CC me // Fæst hjá Cult Beauty
