Fullkomin rakakrem fyrir veturinn handa ólíkum húðgerðum.

Ég er ein af þeim sem finn það vel á húðinni þegar veturinn nálgast. Ég er mjög gjörn að missa rakann úr húðinni og þarf því að passa mig extra vel að viðhalda honum. Margir fá einnig mikinn þurrk og þurrkibletti þegar það fer að kólna svo þess vegna er afar mikilvægt að nota ekki sömu kremin okkar allt árið um kring. VIð þurfum að hlusta á húðina, hún breytist oft eftir árstíðum og þá þarf að breyta um húðrútínu.

Mig langaði að nefna nokkur rakakakrem fyrir ólíkar húðgerðir sem eru fullkomnar núna fyrir kuldann og veturinn.

Þurr Húð

Þurr húði skortir olíu. Krem sem innihalda olíu í fyrsta sæti innihaldslistann eru því tilvalin fyrir þurra húðgerð. Þau eru oft þykkari og næringaríkari. Veljið krem sem inniheldur góða næringu, með næringaríkum olíum og raka. Krem sem innihalda vatn í fyrsta sæti er líka í lagi svo lengi sem þau eru samt sem áður næringarík og innihaldi jafnvel góðann skammt af olíum.
Bætið jafnvel við góðum olíum út í rakakremið fyrir extra boost !

TATCHA – The Dewy Skin Cream // Fæst hjá Tatcha
WELEDA – Skin Food // Fæst hjá WeGotYou
L’OCCITANE – Shea Ultra Rich Comforting Face Cream // Fæst hjá L’occitane
CLINIQUE – Moisture Surge Mask // Fæst hjá Beautybox
CLARINS – Hydra-Essentiel Rich Cream – Very Dry Skin // Fæst hjá Hagkaup og Lyf&Heilsu Kringlu

Olíumikil húð

Ólíkt þurri húðgerðinni þá hefur olíumikil húð of mikið af olíuframleiðslu.
Krem sem innihalda olíu í fyrsta sæti á innihaldslistanum gætu verið of þung fyrir slíka húðgerð og jafnvel stíflandi.
Leitið eftir vatni í fyrsta sæti innihaldslistans. Besti kosturinn er að kremin séu ekki of þykk fyrir olíumikla húðgerð. Formúlan sé töluvert þynnri en þurr húðgerð ætti að nota en þó rakamikil og næringarík.
Gel kennd krem er einnig góður kostur en fyrir veturinn viljum passa að kremið sjálft innihaldi góðan raka. Ef þér finnst húðin skorta næringu eða raka má að sjálfsögðu setja olíu út í rakakremið en varist þungar olíur. Hyaluronic sýra er líka æðisleg út í rakakremið fyrir auka raka.

LANCOME – Hydra Zen Anti – Stress Glow Liquid Moisturizer // Fæst hjá Hagkaup og Lyf&Heilsu Kringlu
CLINIQUE – Moisture Surge Intense // Fæst hjá Beautybox
SHISEODO – Essentiel Energy Moisturizing Gel Cream // Fæst hjá Hagkaup og Lyf&Heilsu Kringlu
CLINIQUE – ID Base Dramatically Different Hydrating Jelly // Fæst hjá Beautybox
ALLIES OF SKIN – Multi-Nutrient Day Cream // Fæst hjá Nola

Blönduð húð

Blönduð húð getur verið trikký.
Hún getur orðið þurr á öðrum svæðum eins og kinnum en olíumikil á öðrum líkt og Tsvæðinu (enni og höku)
Það getur verið vandasamt að velja sér góð rakakrem fyrir blandaða húð.
Veljið rakakrem sem gefur góðan raka en eru þó ekki of þung fyrir húðina. Þið viljið ekki stífla olíumiklasvæðið en viljið þó góða næringu til að næra þau svæði sem gætu verið þurr.

CLARINS – Hydra-Essentiel Silky Cream – Normal to Dry Skin // Fæst hjá Hagkaup og Lyf&Heilsu Kringlu
CLINIQUE – ID Base Dramatically Different Moisturizing Lotion // Fæst hjá Beautybox
L’OCCITANE – Aqua Réotier Ultra Thirst-Quenching Gel  // Fæst hjá L’occitane
PESTLE&MORTAR – Hydrate Moisturiser // Fæst hjá Nola