Góðir farðahreinsar

Ég hef skrifað áður um andlitshreinsun og útskýrt vel orðið “tvíhreinsun” en mig langar að fara nánar í það að nefna góða farðahreinsa.
Það gerir lítið gagn að tvíhreinsa húðina ef þú nærð ekki að þrífa farðann almennilega af, annars fer næsta hreinsun eingöngu í það að þrífa restina af farðanum af og húðin verður þá ekki hreinsun nægilega vel.

Farðahreinsar eiga að vera kraftmiklir en fyrst og fremst nærandi. Þú átt ekki að velja þér farðahreinsir sem þú þarft að nudda og skrúbba húðina til að ná farðanum af.
Farðahreinsar á borð við olíu eða mjólk er því besti kosturinn þar sem formúlan þeirra lætur farðann og önnur óhreindi hreinlega bráðna af húðinni og skilja húðina eftir vel nærða.
Slíka hreinsa á ekki eingöngu að nýtast við að hreinsa burt farða heldur einnig sólarvörnina eftir daginn. Ég mæli ekki með að sofa með sólarvörn og hana skal ávalt þrífa af í lok dags með tvíhreinsun.
Allar húðgerðir mega nota bæði olíu og mjólkurhreinsa. Við notum ávalt annan hreinsi strax á eftir og þrífum því afgangs olíuna af hreinsinum burt.

Farðahreinsar sem ég mæli með.

Chanel L’huile
Olíuhreinsir sem er afar nærandi á húðina. Hann bræðir farðann af húðinni ásamt öllum öðrum óhreinindum sem myndast hafa úr umhverfinu. Hreinsar auðveldlega burt vatnsheldan farða og hentar vel fyrir viðkvæm augu.
Fæst hjá Hagkaup

Pestle & Mortar Erase Cleansing Balm 
Dásamlegur hreinsisalvi sem gefur húðinni svo mikla mýkt og góða næringu. Formúlan er ekki of fitug, klístruð né þurrkandi og er hún afar létt á húðinni. Má notast bæði á andlit og augu og hentar vel fyrir viðkvæm augu. Án parabena, sílikon, sulphate, mineral olíu og ilmefna.
Hentar öllum húðgerðum. Inniheldur Grape Seed olíu sem gefur húðinni raka meðan hún vinnur gegn fínum línum og ásýnd öramyndunar.
Fæst hjá Nola.is

Biotherm Biosource Total Renew Balm to Oil
Hreinsisalvar eru líka frábærir til að hreinsa farða en einnig mjög hentugir í ferðalögin. Þessi salvi umbreytist í olíu um leið og hann kemst í snertingu við húðina. Hreinsar og bræðir burt allann vatnsheldann farða, augnförðun og varir. Nær að hreinsa burt allar agnir af svita, farða og öðrum óhreinindum. Húðin verður svo afar mjúk og ljómandi.
Hentar afar vel fyrir yngri húð líka.
Fæst hjá Hagkaup

Jordan Samuel After Show Cleanser
Gelkennd formúla sem umbreytist sem olía þegar hún kemst í snertingu við vatn. Afar mjúk formúla og nærandi á húðina sem bræðir burt öll óhreindi og farða samstundis. Inniheldur plöntuþykkni, andoxunarríkar olíur og jojoba olíu sem næra húðina afar vel meðan hann vinnur.
Fæst hjá Cult Beauty