#6 VÖRUMERKI VIKUNNAR / Pestle & Mortar

** Vörurnar fékk höfundur að gjöf. **

Að þessu sinni verður Vara vikunnar, Vörumerki vikunnar.
Ég er ótrúlega stolt að geta sagt frá því að ég er í skemmtilegu samstarf með versluninni Nola en sú verslun hefur alltaf verið vinsæl hjá mér og hún svo ótrúlega flott og vandað úrval af húðvörum og merkjum sem ég heillast gríðarlega að.
Pestle & Mortar er eitt af þeim merkjum en ég er búin að vera að nota augnkremið þeirra sem ég féll svona vel fyrir um leið og fékk ég að prófa fleiri vörur frá merkinu sem ég er spennt að segja ykkur frá.
Ég er mjög dugleg að blanda vörum úr ólíkum vörumerkjum saman þetta er með þeim fáu merkjum sem ég get sagt að ég elska hreinlega allar vörurnar. Mig langaði að segja ykkur aðeins frá þeim vörum sem ég féll hvað fyrst fyrir en ætla að taka svo gott spjall á Instagram hjá mér um fleiri vörur og hvernig ég nota þær í rútínu

Pestle & Mortar er merki sem sérhæfir sig í að þróa húðvörur sem hæfa öllum húðgerðum. Þau leggja sig mikið fram að formúlurnar séu gerðar úr hágæða innihaldsefnum í bland við náttúruleg en öll skaðleg efni eru látin vera.
Markmiðið er að auka fegurð húðarinnar á náttúrulegan hátt. Tekin eru innihaldsefni ur náttúrunni og engu er sparað þegar kemur að gæðum.
Það er lagt jafn mikið í pakkningarnar eins og formúluna sjálfa Flestar pakkningarnar eru loftþéttar sem mér finnst frábært svo formúlan er vel varin fyrir loftlagsbreytingum, ljósi og óhreinindum.

“Everyone deserves to wake up to skin that looks and feels its best.
Skincare shouldn’t be complicated. What you put on your skin everyday should provide cumulative benefits and you ought to feel confident that it will cause no harm.
I created Pestle & Mortar so that people who care about how their skin looks and feels can trust that what they are putting on their skin is pure, safe and highly effective.”
Sonia Deasy , CEO & CO-Founder

Recover Eye Cream
Augnkremið sem gerði mig spenntari fyrir að prufa fleiri vörur frá merkinu.
Ég hafði heyrt svo mikla góða hluti um augnkremið að ég varð að prófa.
Ég er sífellt að leita af góðu augnkremi sem nærir augnsvæðið vel, er ekki of þykkt og fallegt undir farða. Ég er 100% viss að ég hafi fundið það.
Ein pumpa er meira en nóg á augnsvæðið en ég notaði yfirleitt hálfa pumpu og flaskan entist mér lengi, ég kláraði kremið upp til agna, skrúfaði það í sundur og skafaði út hverja einustu vöru sem eftir var í henni, nældi mér í svo strax í nýtt.
Augnkremið er mjúkt, létt og inniheldur formúlur sem vinna á að minnka ásýnd fínna lína, jafna áferð augnsvæðisins, draga úr þrota (ég tók sérstaklega vel eftir því) og vinna á dökkum baugum. Gefur fallega birtu, næringu og raka.
Fyrir hverja?
– Augnsvæði sem eru farin að eldast
– Augnsvæði með dökka bauga
– Þrútin augnsvæði
– 25+

Pure Hyaluronic Serum
Eins og nafnið gefur til kynna er þetta hrein Hyaluronic sýra. Sýran er ekki eins og AHA og BHA sýrur, þessa má nota kvölds og morgna en hún gefur húðinni svo mikinn raka og viðheldur rakanum í húðinni til lengdar. Allir þurfa eina góða Hyaluronic sýru í húðrútínuna sína.
Það eru sameindir í Hyaluronic sýrunum sem skipta miklu máli en maður finnur greinilegan mun á Hyaluronic sýrunum þegar þú prófar eina góða og þessi er frábær !!
Hyaluronic sýran er létt, klístrast ekki og án allra ilmefni. Hún gefur húðinni hámarks raka og inniheldur ólíkar stærðir af sameindum, þær dreifast því á ólíka staði í húðinni. Án góðan raka fer húðin að eldast hraðar svo góður raki er mikilvægur.
Húðin fær einnig aukinn þéttleika og teygjanleika.
Allir þurfa eina slíka vöru í húðrútínuna.
Fyrir hverja?
– Allann aldur
– Allar húðgerðir
– Húð sem skortir raka
– Þurra húð
– Húð sem vantar gott “plump”
– Húð sem vill vinna gegn öldrun og minnka ásýnd ínna lína

Exfoliate Toner
Glycolic sýra í tóner formi. Sýran er mjög létt en formúlan sjálf er afar virk. Glycolic sýran vinnur á yfirborð húðarinnar og hreinsar í burt dauðar húðfrumur. Þegar húðin er hreinsuð reglulega á þennann hátt veðrur yfirborðið fallegra, jafnara, bjartara og jafnvel ásýnd húðhola verður minni. Þetta flýtir einnig fyrir endurnýjun húðarinnar.
Ég elska að prófa nýjar sýrur og hvað þá svona vandaðar. Sýru prósentan er 6.8% sem er ekki of væg en ekki of sterk. Þú sérð og finnur mun á húðinni strax eftir fyrsta skiptið en það er að mínu mati sem gerir sýrurnar svo skemmtilegar.
Það er það sama hér og með Hyaluronic sýruna, þú finnur góðan mun ef þú notar virka og vandaða sýru. Mjúk og þæginleg á húðinni og enginn ertingur.
Það sem ég elska einnig við þennan tóner er pakkninginn. Það er pumpa sem þú setur bómulinn á svo öll innihaldsefni eru hrein, ekkert kemst inn í pakkninguna. Það er afar mikilvægt.
Fyrir hverja:
– 25+
– Alla sem vilja hreinsa húðina betur
– Fyrir þá sem vilja heilbrigðari áferð á húðina
– Fyrir þau sem vilja ljóma, bjartara yfirbragð og minni ásýnd á húðholum
– Sem vilja vinna gegn fínum línum

Allar vörurnar eru án ilmefna og henta öllum húðtýpum.

Þetta vörumerki er með þeim flottara sem ég prófað, vandaðar og hver ein og einasta vara kemur mér alltaf á óvart. Hlakka til að deila með ykkur fleiri vörum.

Allar vörurnar frá Pestle & Mortar eru fáanlegar hjá Nola