L’occitane Immortale Divine

** Vöruna fékk höfundur að gjöf

Ég hef verið svo spennt að geta sagt ykkur frekar frá þessum vörum sem ég fékk að prufa frá L’occitane fyrir nokkrum vikum.
Ég gef mér alltaf amk 3-4 vikur til að prófa vörurnar áður en ég get komið og sagt mína skoðun og mína upplifun. Hinsvegar vil eg heldur ekki að ég segi eingöngu frá minni upplifun því mér finnst mikilvægara að þið fræðist meira um vöruna sjálfa.

Þeir sama fylgt mér lengi á Instagram vita að ég er afar hrifin af vörum sem innihalda Retinol, ég nota sjálf vörur sem innihalda Retinol eða jafnvel Differin sem er sterkara efni en finnst í snyrtivörum sem seldar eru í verslunum.
Meðan ég var ófrísk átti ég afar erfitt með að finna mér staðgengil fyrir Retinol vörurnar mínar (en það er ekki leyfilegt að nota slíkar vörur með Retinol) Ég veit að margir með viðkvæma húð finnast einnig erfitt að finna góður vörur sem hafa sömu eiginleika og Retinol hefur.

Það eru þó til innihaldsefni sem hegða sér eins og Retinol og hefur L’occitane þróað sitt eigið innihaldsefni með því að nýta eiginleika Immortelle blómsins frá eyjunni Korsíku. Immortelle blómið býr yfir miklum yngjandi áhrifum en gulu blómin þess fölna aldrei, sama hvernig veðráttan er.

L’occitane kallar innihaldið ofurseyðið en það er 100% lífrænt og er framleitt með sjálfbærnum aðferðum. Kindur eru meðal annars notaðar til að losna við arfann á ökrunum en með þeirri aðferð ná þeir að halda ræktuninni 100% lífreinni og án allra eiturefna.

Ofurseyðið vinnur á húðinni líkt og Retinol en án allra aukaverkana sem Retinol getur haft í för með sér.
Þetta ofurseyði vinnur ótrúlega vel á þéttleika húðarinnar, styrkir og þykkir yrsta lag húðarinnar ásamt því að draga úr fínum línum.
Seyðið er einnig afar ríkt af fjölmörgum andoxuanarefnum en fyrir þau sem nota Retinol nú þegar þá mun ofurseyðið vinna afar vel með Retinol-inu. Tvöfaldur árangur.

Divine Youth Oil 
Dásamleg andlitsolía sem verndar húðina gegn ótímabærri öldrun. Olían sér til þess að húðin haldi stinnleika sínum og ljóma.
Olían inniheldur að sjálfsögði ofurseyðið sem vinnur líkt og Retinol. Innihaldsefnin eru 98% náttúruleg en áferðin er afar létt og silkimjúk.
Hún hefur einnig þann eiginleika að birta litarhaft húðarinnar með reglulegri notkun. Olían er líka frábær á daginn þar sem húðin verður alls ekki olíukennd eftir notkunina en hún er svo falleg undir farða.
Ég nota olíuna undir rakakremið.
Hægt er að lesa meira um olíuna hér

Divine Cream
Andlitskrem sem er svo rakagefandi og gott á húðina. Formúlan er einnig silkimjúk og vinnur líkt og Retinol. Með reglulegri notkun eykur það þéttleikann í húðinni og vinnur þannig vel á fínum línum og ótímabærri öldrun.
Hvert krem inniheldur 600 Immortelle blóm og vinnur það á 6x atriðum sem tengist öldrun húðarinnar. Fínum línum, teygjanleika, minnkun á þéttleika, minni ljómi og hrukkur.
Hægt er að lesa meira um kremið hér

Divine Eye Balm
Ég er alltaf afar hrifin af augnkremum sem gefa mér ekki eingöngu raka heldur virka vel gegn ótímabærri öldrun.
Áferðin á þessu augnkremi er afar mjúk og má segja hún bráðni á húðinni. Inniheldur meðal annars ofurseyðið vinsæla og Shea smjör. Mjög rakagefandi og má einnig nota sem augnmaska, berið þá þykkara lag af augnkreminu og látið liggja í 5 mínútur, algjört dekur fyrir augnsvæðið
Augun mín eru frekar viðkvæm orðið fyrir mjög þykkum augnkremum og þarf ég að fara frekar varlega svo það verður ekki þrútið. Ég myndi segja að áferðin á L’occitane augnkreminu er í þykkara laginu fyrir mig en ég aftur á móti varð alls ekki þrútin um augun eftir að hafa notað það reglulega.
Hægt er að lesa meira um augnkremið hér

Fullkomin lína fyrir viðkvæma húð eða ófrískar konur sem vilja góðan árangur úr vörunum sínum.
Við hin sem notum Retinol nú þegar, eins og ég sagði hér að ofan, slík innihaldsefni sem hegða sér líkt og Retinol vinna afar vel með Retinoli svo það er ekkert nema bónust að nota þær saman.
Olían er mín uppáhalds, ég var fljót að selja mömmu hana líka.
Gott tips: notaðu Over Night Rest Serum með vörunum fyrir enn meiri ávinning.

Þið getið skoðað alla Immortelle Divine línuna hér