CLARINS – TOTAL EYE LIFT

** vörurnar fékk höfundur að gjöf

Ég hef lengi vel verið hrifin af Clarins húðvörunum en þær hafa altlaf hentað mér fullkomlega.
Fyrir fáeinum vikum kom nýtt augnkrem frá Clarins á markaðinn. Umbúðirnar einar og sér öskruðu á mig svo fallegar eru þær.

Ég hef orðið mjög pikký á augnkrem, ástæðan er sú að augnsvæðið mitt er afar viðkvæmt. Húðin á þessu svæði er afar þunn og mín er sérstaklega þunn. Ég fæ pirring í augun af ýmsum vörum, sum augnkrem (helst með þykkri áferð) gera augun mín frekar þrútin og reyni ég að halda mig frá slíkum augnkremum. Einnig er ég orðin tveggja barna móðir með einn fimm mánaða svo baugarnir undir augun eru aðeins sýnilegri en þeir voru svo mér finnst orðið afar mikilvægt að nota augnvörur sem geta dregið úr sýnileika þeirra.

Eye Lift er dásamlegt augnkrem og tikkar í mörg box hjá mér.
Formúlan er ekki of þykk en hún er kremum og afar þæginleg á húðinni.
Kremið er bundið þeim eiginleikum að draga úr hrukkumyndun á augnsvæðinu, þrota og dökkum baugum. Tikk, Tikk og tikk!
Vissir þú að augnsvæðið er það svæði á andlitinu sem sýnir fyrstu einkenni öldrunar?
Allavegana, með reglulegri notkun fær augnsvæðið góðan og nauðsynlegan raka, það verður mýkra og heilbrigðara.
Kremið er einnig fullkomið fyrir viðkvæm augu og ykkur sem notið linsur.

Inniheldur náttúruleg plöntu þykkni sem mýkja og þétta. Kaffi hjálpar til að draga úr dökkum baugum og þrota.

Mín upplifun er sú að mér fannst ég taka sérstaklega vel eftir því að augun mín voru ekki þrútin eftir reglulega notkun með kreminu og mér fannt ég vera einnig bjartari undir augun.
Það sem mér finnst einnig frábært við augnkremið er að það vel drjúgt að hægt er að nota það bæði kvölds og morgna, það situr vel undir farða.

Samantekt
– Dregur úr baugum og þrota
– Eykur þéttleika húðarinnar á augnsvæðinu
– Minnkar fínar línur á augnsvæðinu.

Fyrir hverja?
– 25 ára+
– Allar húðgerðir
– Viðkvæm augu
– Linsur